Ingólfur - 01.03.1943, Síða 1

Ingólfur - 01.03.1943, Síða 1
-----.------------------- RITSTJÓRAR: Hörður Þórhallsson, Jóhannes Elíasson. ÚTGEFANDI: S. U. F. Ritstjórn, afgr. og innh.: Edduhflsl, Llndarg. 9A. Sími 2323. Pósthólf 1044. Prentsmiðjan EDDA hj. Gerizt áskrifendur að Ingólfi! Verð: 5 kr. á ári. III. árg. Rcykjavík, marz 1943 3. tbl. Heríerðin gegn eymdinni Höll skal rísa Jafnframt því, að ófriðarþjóS- irnar neyta nú, að því er virðist, allrar orku sinnar, líkamlegrar og andlegrar, á vígvöllunum, eru þó menn heima fyrir, sem vinna að viðreisnarstarfinu 'að stríð- inu loknu. Forráðamenn þjóð- anna ætla að láta fengna reynslu frá styrjöldinni 1914— ’18 sér að kenningu verða. Öll- um er ljöst, að aldrei hafa beðið manna jafn umfangsmikil við- reisnarstörf og nú. Það virð- ist þess vegna vera tímabært að gera sér Ijósar þær hættur, sem bíða og um leið að finna ráð til þess að afstýra þeim. Stærsta skrefið í þessum efn- um mun, eins óg mörgum mun kunnugt, vera hinar svo nefndu „Beveridge-tillögur". En þær eru nær tveggja ára vinna eins kunnasta hagfræðings Bretlands Sir Williams Beveridge. Voru til- Iögur þessar lagðar nú fyrir skemmstu fyrir brezku stjórn- ina, en hún hefir nú fallizt á þær. Tillögurnar miða að því, að framkvæmd þeirra tryggi fé- lagslegt öryggi brezkra þegna eftir stríðið og komi í veg fyrir sams konar eymd og ríkti eftir fyrri heimsstyrjöldina. Aðalá- herzluna leggur Beveridge á af- nám atvinnuleysisins, og að því er virðist telur hann eitt fyrsta skilyrðið til þess, afnám frjálsrar samkeppni, að mestu, og stór- aukna samvinnu. Hann segir t. d. í „Times“: „Aðalgalli sam- keppnisskipulagsins er, að það hefir ekki afstýrt atvinnuleys- inu.“ Ennfr. segir blaðið „Lond- on Times" um svipað leyti: „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að óháð, frjáls sam- keppni einstaklinganna og stöð- ug atvinna fyrir alla geta aldrei samrýmst." Aðalþættir þessara tilagna eru annars að koma í veg fyrir skort með víðtækum atvinnutrygging- um, með nýrri skipulagningu heilbrigðismála svo sem stórauk- inni sjúkrahjálp og sjúkratrygg- ingum, að bæta skipulag bæja- og sveitarfélaga og finna lausn á húsnæðismálunum, að stór- auka almenna menntun og loks að afnema atvinnuleysið með stórfelldum verklegum fram- kvæmdum. Sams konar tillögur, eða a. m. k. tillögur, sem hneygjast í sömu átt, hefir Roosevelt forseti bor- ið fram. Þær eru samdar af þar tilskipaðri nefnd, sem mun gefa ráðleggingar við samningu heildarlöggjafar á þessu sviði. Það mætti ætla að íslendingar vildu ekki láta sitt eftir liggja, því eins og kunnugt er,_ hefir félagsmálaráðherra nú falið. þrem mönnum að vinna að rannsókn á því, hversu bezt megi tryggja félagslegt öryggi á sem flestum sviðum hér á landi í framtíðinni. Eftir því sem séð verður mun þessum mönnum ætlað að finna grundvöll undir löggjöf, sem feli í sér alls konar tryggingar, sem skapi hverjum einstaklingi rétt til viðunandi lífskjara, ef hann vilji vinna. Það geta að vísu verið skiptar skoðanir um, hvort tryggingar, almennt, gegn svo að segja hverju sem er, séu heppilegar. En mikið veltur það vitanlega á því hvernig slíkum trygging- um yrði fyrirkomið, t. d. hvort um beinar eða óbeinar atvinnu- leysistryggingar yrði að ræða, það er að segja, hvort menn væru tryggðir beint með því, að þeim yrðu greiddir dagpeningar ef atvinnuleysi bæri að höndum (sams konar tryggingar og t' d. slysatryggingar) eða um óbeinar tryggingar væri að ræða, þannig að hafnar yrðu stórfelldar verk- legar framkvæmdir svo nokkurn veginn væri fengin vissa fyrir því, að enginn starfsfær maður eða kona þyrfti að vera iðjulaus. (Framh. á 3. síðu) % í þessari grein er bent á, hversu bygging æskulýðshallar er knýjandi nauðsyn fyrir œsku- lýð höfuðstaðarins. Ennfremur er vikið að nokkrum meginat- riðum um starfrœkslu slíkrar hallar. — / nœsta tbl. mun birt- ast framhaldsgreín um þetta mál. Verður þar m. a. rœtt um hvaða aðilar eigi einkum að vinna saman við lausn þessa mikla nauðsynjamáls. Rorg æskuimar Reykjavík er ung borg. Á nokkrum áratugum hefir hún breytzt úr litlu sjávarþorpi I hcfuðborg, sem telur um 40 þús. íbúa. — Þessi öri Vöxtur stafar fyrst og fremst af hinum mikla aðflutningi fólks úr öðrum hér- uðum. Unga kynslóðin hefir ver- ið hlutfallslega mjög fjölmenn í hópi þessa fólks. Vegna þess mun mega fullyrða, að ungt fólk er tiltölulega fjölmennara í Reykjavik heldur en i álíka stórum borgum annars staðar. Reykjavík er ekki eins ung að árum. Það má einnig með viss- um hætti segja, að hún sé sér- staklega borg unga fólksins — borg æskunnar. Þetta hlýtur mjög að setja svip á höfuðborg okkar, ekki sízt félagsmál hennar og uppeldis- mál. Það mætti ætla að hún bæri svipmót æskunnar flestum borg- um fremur. Það mætti einnig gera ráð fyrir, að í þessari borg hefði verið lögð sérstök stund á að búa vel að unga fólkinu og veita því sem vænlegust þroska- skilyrði. Hin yngri kynslóð höfuðstað- arins er ekki aðeins óvenjulega fjölmenn. Að vissu leyti hefir hún einnig minni reynslu heldur en borgaræska annarra landa til að lifa í þéttbýli. Æska Reykja- víkur hefir ekki hlotið neina mótaða borgarmenningu eða þéttbýlisvenjur að erfð. Margt af þessu unga fólki er líka nýlega flutt úr dreifbýlinu og því ó- vant siðum og háttum borgar- lífsins. Enn má nefna það, að nú dvelst hér fjölmennt herlið framandi stórþjóða. Dvöl þess fylgja margvíslegar hættur, ekki sízt gagnvart ungu kynslóðinni. Allt þetta hefði átt að vera stjórnendum Reykjavíkur marg- föld hvatning til að sinna sem bezt þörfum iog áhugamálum æskunnar í hinni ungu höfuð- borg okkar. Með hverjum hætti hefir það svo verið gert? Við gætum því miður, lesandi góður, leitað um alla borgina án þess að finna nokkurn fram- haldsskóla, sem valdamenn Reykjavíkur hafa reist fyrir unga fólkið. Við gætum á sama hátt leitað án árangurs að leik- vangi eða æskulýðshöll, svo að nokkur dæmi séu nefnd. — í Reykjavík hafa verið reistar margar glæsilegar villur og í- burðarmikil verzlunarhús. En þarfir unga fólksins virðast hafa gleymzt. Segja má, að það hafi nú aðeins götuna fyrir félagslíf sitt og skemmtanir. Getur æska Reykjavíkur unað slíku til lertgdar? Nei — og aft- ur nei. Ná verður að hefjast handa og bæta úr margra ára vanrækzlu. Þörfin er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Nú er tæki- færið til að berjast fyrir þvi, að mikil og glœsileg œskulýðs- höll verði reist í Reykjavik. Unga kynslóðin á sjálf að hafa forust- una í þessari baráttu. Ef sú for- usta reynist einbeitt og gunn- reif, munu áreiðanlega margir verða til að veita þessu mikla nauðsynjamáli æskunnar braut- argengi sitt. Höll fegurðariimar Hér er ekki tækifæri til að ræða nákvæmlega fyrirkomulag (Framh. á 3. síðuj i

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.