Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 3

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 3
}fúsfreyj/m 1. árgangur, Úti'efandi: Kvenfélaeasamband íslands Reykjavík, 2, tölublað___________ september 1950 AVARP Ég hefi hlotiS bæði vegsemd og vanda, sem henni fylgir, aS taka viS ritstjórn „HúsfreyjunnarEg þakka traustiS, sem mér hefur veriS sýnt meS frví dS fela mér þetta starf. Mér kom þaS mjög á óvart og fannst þaS í fyrstu fráleitt, aS ég gœti tekiS aS mér starf, sem einungis hœfSi fyrir- myndarhúsfreyju og reyndum kvenskörungi. Mér var þaS jafnframt Ijóst, aS þrátt fyrir þa& hve fjarlœg ég er bví aS geta talist anna&hvort af þessu tvermu ,langaSi mig til aS leggja liS þeim málum, sem „Húsfreyjan“ mun beita sér fyrir, og ég komst aS lokum aS þeirri niSurstöSu, aS eins og nú er ástatt um heimilishjálp, hefSi fyrirmyndarhúsfreyja engan tíma til aS sinna þessu. Agœtar konur, sem lengi hafa unniS í þágu félagsmála og mannréttinda munu líka standa mér viS hliS og leggja til málanna hver á sinn hátt. .... Starf konunnar hefir á öllum tímum veriS mikilvœgur þáttur í lífi þjóSanna, þó segja megi aS ekki hafi þaS allstaSar veriS í hávegum haft. Ef til vill hefir þó lilutverk konunnar aldrei veriS jafnveigamikiS og nú. þegar hin ríkjandi siSmenning hefir beSiS svo hrapallegan ósigur aS vera þess ekki megnug aS jafna deilumál á sómasamlegan hátt. AS loknum tveim stórstyrjöldum á háljri öld eru menn farnir aS berjast. á ný, þótt enn séu ekki allar þjöSir þátttakandi í hinum blóSuga hildarleik. ÞaS er ekki langt síSan tímabiliS hófst, er konur fengu aukin réttindi og víSari verkahring. Þœr hafa þegar sýnt, aS meS þeirn biia áSur ónotaSir hœfileikar. ÞáS er ekki vanþörf á því í veröldinni, aS allir, karlar og konur, leggi fram krafta sína eins og þeir bezt fá notiS sin, en gleymum ekki, aS „allt hiS góSa byrjar heima fyrir'. Gefum betur gaum aS öllu þvi, sem nœst okkur stendur, hinurn margvíslegu störfum og atburSum hversdagslífs- ins og reynum fyrst og fremst aS vinna aS því, sem viS getum gert og gera þarf nú þegar. ÞaS mun stySja aS farsœld þjóSa og einstaklinga. Tíminn er allt í senn, fortíS, nútíS og framtíS, en hin USandi stund, „núiS“, er okkar tími, tíminn, sem viS ráSum yfir og berum ábyrgS á. Látum því eitthvaS gott byrja hjá okkur. GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR.

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.