Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 5
nálgast markið, sem stefnt er að. Við getum talað af reynslu, þegar rætt er um að bæta kjör kvenna, en við höfum jafnframt skyldu til að rétta hjálpar- liönd, þar sem þess er þörf og mæta með skilningi og langlundargeði vandamálum kynsystra okkar. Það þarf meira en laga- ákvæði til þess að hrófla við gömlum siðum og venjum. Hugsunarhátturinn þarf að brevtast í öllu |>ví er viðkemur mann- réttindum. Það er hið rétta hugarfar, sem allt veltur á, þótt vitanlega sé það mikils virði ef lög landsins eru lilynnt hinum nýju hugsjónum. S. Þ. hafa engan rétt lil að blanda sér í innanríkismál, en með ákvæðum og áróðri fyrir málum þeim, sem menn eru ásáttir um að þýð- ingarmikil séu og eftirsóknarverð, er hægt að liafa áhrif á almenningsálitið allstaðar í heiminum, og styðja þá menn í hverju landi, sem vinna að því, að fá stjóm lands síns itl að fullnægja hinum alþjóð- legu skyldum. Þannig er því og varið með starfið fyrir bættum kjörnm kvenna. Hin fá- liðaða undirbúningsnefnd var ágætlega samlient í starfi sínu. öllum þátttak- endum var Ijóst hið einstæða tækifæri til að vinna að málefnum kvenna um heim allan og jafnframt lieppnaðist þess- um konum, frá Kína, Indlandi, Afríku, Evrópu og Norður- og Suður-Aineríku að koma sér saman um 4 aðalatriði, sem vom óskir þeirra allra þrátt fyrir fnismunandi kynþætti, menningu og heimsálfur. Þau em svohljóðandi: ■lafnrétti á stjónnnálasviðinu. ^öniu borgaraleg réttindi, jafnrétti inn- an fjölskyldunnar. Jafnrétti á verklega sviðinu, sömu laun ^yrir sömu vinnu. Jafn aðgangur að meiuiingarstofnunum. Með tillögum sínum tókst undirbún- ingsnefndinni að koma því til leiðar, að fjárhags og félagsstjórn S. Þ. tókst á hendur að stofna fasta 15 manna nefnd, fulltrúa frá 15 þjóðum, sem skyldu gera tillögur fyrir stjórn S. Þ. til þess að hrinda máli þessu í framkvæmd, og var það að öllu leyti samþykkt. „Við liöfum nú þegar fengið þetta allt“, sögðu margar liinar norrænu, rússnesku, evrópsku, engilsaxnesku og Norður-Ame- rísku konur, þegar þær sáu tillögumar. Margar þeirra, sein mestum réttindum liöfðu náð, óttuðust að einmitt þetta, að eiga að vinna að bættum kjörum kvenna kynni að draga úr því sem þær þegar hefðu fengið, og þær liefðu notið, án þess að gefa sér ráðrúm til þess að hugsa um þær milljónir kynsystra sinna, sem enn yrðu að fela sig bak við blæj- ur og gengu kaupum og sölum eins og verzlunarvara, kynnu livorki að lesa né skrifa og hefðu engan úrskurðarrétt um framtíð barna sinna. I stað þess að konurnar á tímum þjóða- bandalagsins urðu að mæta í kröfugöngu til þess að fá áheyrn, er nú einn þáttur- imi í starfsemi S. Þ., nefnd sérfróðra raanna, sem annast öll viðfangsefni, sem lúta að bættum kjörum kvenna og em þau mál tekin fyrir þegar einliver deild S. Þ. tekur til meðferðar viðfangsefni, sem fjalla um framtíð og kjör kvenna. öll hin miklu alþjóðlegu kvennasam- tök, sem á undanfarinni lieilli öld hafa starfað, sem brautryðjendur fyrir bætt- um kjöram kvenna innan þjóðfélagsins. era enn starfandi livert í sínu landi, en með sérstöku lagaákvæði, standa þau í sambandi við kvennanefnd S. Þ., þann- ig að fulltrúar þeirra geta tekið til máls á fundum nefndarinnar. Sérstakur hluti starfsmanna S. Þ. fæst við hinn virka þátt- nefndarinnar. Deild sú er undir stjóm Laksmi S. Menon frá Indlandi og fm Alva Myrdal frá Sví-

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.