Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 8
„Já, t. d. liefur frá Ingeborg Hansen landsréttarlögmaður, árum sarnan verið formaður fjárhagsnefndar í landsþinginu, en nú fyrir skömmu síðan var hún kosin forseti landsþingsins“. „Er um samvinnu að ræða meðal kvennanna um sameiginleg áhugamál óháð flokkunumí'“ „í starfi sínu og aðstöðu gagnvart hin- um margvíslegu viðfangsefnum, hafa kon- ur jafnólík sjónarmið og karlar. Við vinnum hver á sínu sviði, fyrst og fremst innan þess flokks, sem við tilheyrum. Auðvitað kemur samvinna kvenna til greina í ýmsum atriðum og um ýms málefni, sem sérstaklega snerta konur, en það er engin ákveðin skipulögð sam- vinna“. Frúin minntist á hve þakklát hún væri konum þeim, sem voru brautryðjendur fyrir kvenréttindum, og liefðu gert nú- tímakonunum veginn svo greiðan að t. d. hefði hún sjálf aldrei mætt neinum óþæg- indum á starfsferli sinum, sem þær hefðu svo oft orðið að þola í ríkum mæli. DRAUMVÍSA. (Fundin í pappírsrusli). í nótt (15/3) svaf ég heldur stirt eins og ég á vanda til í rosaveðrum. Móti degi dreymdi mig, a3 ég væri að kveða erfiljóð eftir þá Si’gurð Breiðfjörð og Símon Dalaskáld. Þótti mér sem þá ætti að jarða hér um daginn, og sat ég við að yrkja eftir þá og gekk all-skont skáldskapurinn. Einkum gaf ég þeim félögum svo smellið „himnabréf“ í lok kvæðisins, að ég hló hátt og — vaknaði! En þegar ég kom fyrir mig ráðinu hafði ég gleymt allri drápunni — nema þessari stöku: „Kveðjum bezta bragmæring Rreiðuf jarðardula, og hann, sem orkti hagkveðling hraðara en aðrir tala“. Verst var að „himnabréfs“stökurnar týndust í draumsorpinu. Matth. Jochurnsson. Ártalið vantar, en það mun hafa verið á tíma- hilinu 1915—20. í tilefni af 20 ára afmæli Sambands | vestfirzkra kvenna i Sú fegurS, sem lífinu fœrir sitt frjómagn í hendur og sál, er alin vi8 konunnar eldstó og örvitð hjá konunnar nál. Sú menning, sem gœfuna gaf oss og greri vi8 bókfell og rokk, i á sprotann í fóstrunnar frœðum og frœblöS vi8 ömmunnar stokk. Svo eru þa8 konunnar áhrif, sem au8ga hi8 gróandi líf, sem vörSur hins unga og veika sem vaxandi fegurSar hlíf. Þau samtök, sem konurnar kynna og kvenleikann helguSu sér, þau eru þa8 vald sem fmr vonir til vaxtar og hamingju ber. i Þar leggja þœr yl sinn og ástúö í alhug í samtímans þörf meö framréttar hjálpandi hendur í hverskonar mannúSar störf. Svo grói þau samtök og gefi þá gjöf, sem er skjöldur og hlíf, sem yljar á einstœöings vegum og auögar hi8 gróandi líf. Gu8m. Ingi Kristjánsson. 8 HtJSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.