Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 10
urlöndum, auðvitað flestar frá Noregi. Fundarsalurinn var skreyttur fánum allra Norðurlandanna, en á pallinum, þar gem ræðustóllinn var, var inynduð fánaborg. Voru þar uppi' 10 ungar og fallegar stúlkur í fallegum þjóðbúningum frá hin- um og þessum byggðum. Hélt bver þeirra á stóruin fána, og stóðu 5 hvorum meg- in ræðustólsins. Frú Engelliart, formaður uorska bús- mæðrasambandsins, bauð fundarkonur vel- komnar og lýsti því yfir, að Kvenfélaga- samband Islands gengi nú inn í Hús- mæðrasamband Norðurlanda. Bauð liiin okkur velkomnar og óskaði okkur allra beilla. Formaður Húsinæðrasambands Norður- landa, frú östenson frá Finnlandi, setti síðan fundinn. Gat bún þess, að Hús- mæðrasamband Norðurlanda hefði starf- að í 30 ár. Það befði staðizt bin erfiðu og viðburðaríku ár stríðsins og eftir það orðið traustara með hverju ári. Samband- ið líti nú ekki lengur á sig eingöngu frá norrænu sjónarmiði, lieldur teldi það sig hlekk í samvimiu húsmæðrasambanda um víða veröld, sem öll æskja skilnings þjóða á milli og samvinnu við konur annarra landa. Eitt lielzta ábugamál liúsmæðra blyti að vera það, að gera heimilisstörfin ein- faldari, ekki aðeinsmeð einfaldari vinnu- aðferðum og betri vinnutækjum, heldur líka með einfaldari lifnaðarháttum. Eftir stríð hefðu húsmæður þurft að gæta æ meiri sparsemi og þess væri að vænta, að þjóðfélaginu yrði bráðlega ljóst, hvílíkt gildi bússtjórnin befir í þjóðar- búskapnum og að búsmæðrum yrði gert kleyft að afla sér nægilegrar þekkingar til að fara vel með það, sem fer í gegn- um hendur þeirra. Frúin sagði, að ekki þýddi að semja sérstaka töflu yfir heim- ilisstörfin, þau væru svo niargvísleg. Hús- nióðir bæri ábyrgð á andlegum þroska 10 HÚ.SFREYJ AN barna sinna og henni bæri að búa þeim heimili, sem stæðist árekstra, sem alltaf a;ttu sér stað í hverri fjölskyldu. Heim- ilin væru í mikilli bættu stödd og mikið átak þyrfti til að bjarga þeim. Að lokinni setniiigarræðunni voru lciknir þjóðsöngvar allra Norðurlandanna og formenn frá hverju landi gengu upp á pallinn liver með sinn þjóðarfána og fluttu kveðjuorð. Næstur tók til máls Halvard Lange, utanríkismálaráðherra. Sagði hann, að þó að Norðurlandaþjóðirnar liefðu oft tekið ólíka afstöðu til ýmissa stórmála, bæði í stríðinu og eftir það, hefði það sízt orðið til að þær fjarlægðust hvor aðra, heldur þvert á móti. Takmarkið væri það sama, sem sé að styðja að friði og heilbrigðri samvinnu landa á milli. Síðan drap hann á fjárhagsörðugleika Noregs, sem ekki yrði sigrazt á, fyrr en allar stéttir þjóðfélagsins lærðu að sýna sömu vinnugleði og fórnfýsi og konur á þúsundum heimila um öll Norðurlönd sýna í daglegu starfi sínu. Ráðherrann hvatti mjög til eflingar norrænnar samvinnu, sem mundi verða Norðurlöndum mikill styrkur bæði í Evrópu og í þeim alheimssamtökum, sem Norðurlöndin tækju þátt í. Að lokum óskaði utanríkisráðherrann norræna Húsmæðrasambandinu gæfu og gengis. Var gerður góður rómur að ræðu hans. Að ræðunni lokinni bauð bæjarstjóri Litla-Hamars drottningunni, utanríkisráð- herrahjónunum og formönnum allra kvenfélagasambandanna til veizlu. Á mánudaginn talaði frú Signe Silov, Svíþjóð, um nauðsyn glöggrar vörumerk- ingar. Húsmóðurinni yrði að vera ljóst, bvernig vöru hún keypti, hvaða efni hún innihéldi, næringargildi hennar, ef um matvöru væri að ræða, einkenni liennar o. s. frv. I

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.