Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 14
Minningarorð Frú Dónína Sigurðardóttir Líndci Laekjamóti, Vestur-Húnavatnssýslu Faedd 7. jan. 1888 — Dóin 19. júlí 1950 Brautryðjandi í félagsstarfsenú ís- lenzkra kvenna er okkur liorfin, við fráfall frú Jónínu Líndal. Þó að hún liafi lengi átt við vanheilsu að stríða, kom dauðinn að óvörum. Við vonuðum að við mættum lrafa liana hjá okkur um nokkurn tíma enn. Strax á æskuárum fékk frú Jónína áhuga fyrir starfsemi í þágu kvenþjóð- arinnar og menntun kvenna, enda mun móðir Iiennar, frú Margrét Eiríksdóttir. liafa verið áhugasöm um þau mál, sem sjá má af því að liún og maður henn- ar, Sigurður Jónsson, höfðu kvennaskóla sýslunnar á Iieimili sínu á Lækjamóti í tvo vetur, þegar skólinn var á byrjun- arstigi og liafði ekki fengið fastan sama- stað. Jónína hlaut ágæta menntun, á þeirra tíma mælikvarða. Hiín útskrifaðist frá kvennaskólanum á Blönduósi og síð- an frá kennaraskólanum í Reykjavík og húsmæðrakennaraskóla í Noregi. Það var því engin tilviljun að frú Jónína fór snemma að starfa að málefnum kvenna. Hún var stofnandi kvenfélagsins „Freyja“ í lieimasveit sinni, Víðidal, og gekkst fyrir stofnun sambands kvenfélaga í Vest- ur-Húnavatnssýslu, sem nefnist Kvenna- bandið. Báðum þesstim félögum veitti hún fo'rstöðu til dauðadags. Hún var einnig meðal þeirra fulltrúa sem stofn- uðu Kvenfélagasamband Islands árið 1930. Og í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi átti hún sæti í síðastliðin 25 ár. Frú Jónína hafði boðað til sambands- fundar 16. júlí s. 1., en áður en sá fund- ur var haldinn var hún komin í sjúkra- hús á Hvammstanga og gat því ekki mætt á fundihum. Fundarkonur sendu henni þannig orðaða kveðju frá fund- inum, undirskrifaða af þeim öllum: „Við undirritaðar konur á fundi Kvennabandsins sendum frú Jónínu Líndal kveðju með jtakklæti fyrir vel unnið brautryðjendastarf í |>águ Kvennabandsins, með ósk um góðan bata og blessun Guðs“. Eitt aí aðaláhugamálum frú Jóníii var, að stofnað yrði Iiéraðsheimili hér í sýslu, og hefur stjórn Kvennabandsins komið sér saman um að leggja fyrir næsta aðal- fund J)ess tillögu um stofnun sjóðs, sem beri nafn frú Jónínu Líndal, til ágóða fyrir væntanlegt héraðsheimili. Frú Jónína var fædd á Lækjamóti í Víðidal og áwi þar heimu alla æfi 14 HÚSFREYJAN I

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.