Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 23
Svo kunnu menn ekki átið op kunna það ekki nógu vel enn, þó að' smekk- ur manna !iafi> breytzt mjög mikifi í þeim efnum. Fjöldinn allur, a. m. k. í kaupstöóum landsins, telur óviSunandi aff liafa ekki aft' jafnaði nóg grænmeti á borftum sínum. Hugsunarbáttur manna í byrjun aldarinnar lýsir sér í viSborfi fjósamanns, er Sigurjón hét, á prests- setri austanlands. Sigurjón hafði ekki vanizt því, aS menn legSu sér jurtir lil munns. Þegar veriS var aS skammta rabbarbaragraut, heyrSist fjósamaSur tauta: „Sigurjón étur ekki gras, Sigurjón er ekki naut“. Nú er öldin önnur, nú eru meira aS segja þó nokkrir landsmanna, sem lielzt vilja ekkert annaS en „gras“ og þrífast vel. Þar sem garðrækt er í góðu lagi, stendur uppskera yfir mest- an liluta sumarsins, en aðaluppskerutím- inn er þó að haustinu, og nú orðiS fá- um við úr gróðurliúsunum nýja tómata langt fram á vetur. Á íslenzku eru fáanlegar ágætar bækur um garðrækl og inniblóm, bæði nýjar og gamlar, t. d. mun enn vera eittbvað til af bókum liins mæta manns og braut- ryðjanda í garðyrkju, Einars Helgasonar, um trjárækt, blóm og matjurtir: Bjarkir, Rósir, Hvannir. Bækur af þessu tagi ættu allir að eignast, sem ætla að stunda garðyrkju. f smágreinum eins og hér munu birtasl er það ekki ætlunin að veita róttæka tilsögn eins og í slíkum hókum, heldur reyna að fá menn til að veita eftirtekl ýmsu, sem þar stendur, og reyna svo sjálf, hvort það sé i'kki ómaksins vert að lijálpa til að klæða landið skógi, lm-ta beilsufar þjóSarinnar með aukinni matjui;tarækt og fegra heini- ilin-með ræktun inniblóma. Sömuleiðis mun „Húsfreyjan“ leitast við að veita upplýsingar um ýmislegt, sem menn kynnu að óska eftir á þessu sviði. Þeim, sem kaupa grænmeti, kemur víst öllum saman um, að það sé of dýrt. Það verður að stefna að því, að liægt sé að selja það ódýrara. Það er vafalaust mögu- legt, ef unnið er að því marki af skiln- ingi og góðvild beggja aðila, framleið- enda og neytenda. ÞaS er sjálfsögð krafa neytenda að geta fengið góða og vandaða vöru. AS nafn- inu til er grænmeti flokkað eftir gæð- um. Sú flokkun nær of skammt. ÞaS er ekki sanngjarnt, að velkt og . visið grænmeti sé selt sama verði og það, sem er nýupptekið. Beztu viðskiptavinirnir, þeir sem mest kaupa af grænmeti, vita, að það liefur tapað gildi sínu, og kaupa það ekki, en mundu þó, ef annað fengist ekki, kaupa það, ef það væri ekki sell fullu verði. Af þessu leiðir, að mjög mikiS fer í súginn. FramleiSendur verða að reikna með þessu tapi, en spurningin er, livort tapið sé ekki meira beldur en. ef grænmetið va^ri selt ódýrara og það seldist hérumbil allt. Ræktun og sala á salati og gulrótum er einna skemmst á veg komin af allri grænmetisfram- leiðslu, livað viðvíkur gæðum hins fvrr- nefnda og verði hvorstveggja. AS því mun síðar verða vikið í greinaflokki þessum. Það ber að þakka, sem vel ,er gert. Þó hraðfrysta grænmetið sé í sjálfu sér dýrt, þá er það mikilsvert spor í fram- faraátt. Það er góð og boll fæða, mun betri kaup en niðursoðið grænmeti, sem bæði tapar bragði og næringargildi við of niikla suðu. En því miður getur það ekki komið iiSrum að gagni en þeim. sem ætla að neyta þess strax eftir að það er keypt, eða eru svo vel settir að eiga kæliskáp. Þetta er iðnaður, sem ætti að geta blessazt. Vonandi verða seinna á boðstólum liraðfvrst bláber, jarðarber o. fl. góðgæti. ÞaS virðist óneitanlega vera eitthverl öfugstreymi, að þjóðirnar geti ekki skipzt HÚSFREYJ AN 23

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.