Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 8
lítið um rás viðburðanna, því að útvarp liafa þeir ekki og sjá engin fréttablöð. Það er ekki talið lieppilegt fyrir kristi- legt bræðralag munkanna, sem eru af ýmsum þjóðum og stéttum, ef þeir færu að fylgjast með í því, sem er að gerast í lieiminum. Nú nálgaðist dálítill hópur af fólki með munk í fararbroddi, sem ætlaði að sýna okkur lurninn og liið foma klaust- ur. Sagði hann okkur sumt af því, sem hér fer á undan, en satt að segja beind- ist athygli mín fremur að því að horfa á bann en hlusta, því að fróðleikann liafði ég í bók sem ég á, en ég hafði aldrei fyrr fengið tækifæri til þess að virða fyrir mér munk, eins vandlega og í þetta sinn. Munkur þessi var ungur maður. Hann var krúnurakaður af mikilli list, þannig að þykk gjörð af bári var í kring- um höfuðið, sem minnti mig á bauginn utan um reikistjömuna Satúrnus. Að þessu loknu gengum við til fundar við munkana, sem liöfðu á boðstólum minjagripi frá klaustrinu. Við keyptum af þeim nokkrar myndir, tvær fallegar smáflöskur með gulum og grænum Lér- inarlíkjör og fáeina vígða vemdargripi. Að skilnaði sagði ég við munkinn: „Hér er friðsælt og fagurt eins og í Paradís“. „Já, hér er Paradís“, svaraði hann. Leiðina til baka gengum við þeim megin - eyjarinnar, sem veit að hafinu. Ströndin var klettólt mjög og þar voru víkur og vogar. Við gengum inn skugg- sæl 8kógargöng. Krónur trjánna mynd- uðu hvelfingu hátt yfir liöfðum okkar. Engir aðrir virtust vera hér á ferð. Við heyrðum aðeins kyrrðina — fugl, sem flaug af grein á grein, og okkar eigið skóhljóð, þegar skrjáfaði í möl eða feyskn- um kvisti. Á milli trjánna sáum við sól- björt rjóður með grózkumiklum gróðri, eða út á spegilslétt vatnið í vinalegri vík. En svo sáum við fólk. Ung, falleg hjón, hrosandi við barninu sínu, sem lá í liengirúmi á milli trjágreina. Þau áttu lieima í umhverfi Paradísareyjunn- ar, ekki síður en munkamir. Þau vom að vísu léttklædd á nútíma vísu, en samt minntu þau á Maríu og Jósep með litla Jesúbarnið sitt. Skógargöngin voru á enda, þá tók við vegurinn þvert yfir eyna og brátt lieyrð- um við álengdar vélbátinn, sem átti að flytja okkur aftur til meginlandsins með stundar dvöl á eyju hinnar heilögu Mar- grétar. Sólskinsdagar og sælustundir hverfa fljótt í djúp minninganna, en það geta verið „augnablik lielguð af liiminsins náð“, sem lialda áfram að vera til í vitund okkar og verka á hugann eins og Draupnir, töfrahringur Óðins. Hafi okkur auðnast að lifa fögnuð friðarins, leiðir það til þess, að við sannfærumst um, að friður á jörðu er skilyrði fyrir þróun, heilbrigðu lífi og starfi mann- kynsins. Friður er ekki kyrrstaða, það er miklu fremur fylling hugans af lífs- magni, sem finnur og vill liið góða, og fyrsta sporið á alþjóðavettvangi er: „Þú skalt ekki deySa“. 8 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.