Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 11
fram yfir réttir. En faðir hans var á öðru máli, hann sagSi, a3 Siggi hefði gott af að hreyfa sig og það mundi konia sér vel fyrir liann að geta tekið til liend- inni, þegar hann færi að sjá um sig sjálfur. öðru máli var að gegna með Guðrúnu litlu í Hlíð. Hún var yngsta bamið á bænum og livers manns hugljúfi á heim- ilinu. Bræðmm hennar þótti stunduin nóg um, hvað henni var hlíft, héldu að hún væri ekki of góð til að vinna eins og þeir yrðu að gera. — En því var lítið sinnt. Einkum var það nafna Henn- ar og amma, sem lét sér annt um að Htlu stúlkunni yrði ekki ofboðið. Gamla konan ininntist sinnar æsku, sem var látlaust strit. Hún mundi sumarið sæla, þegar hún var 8 ára. Þá var hún lánuð í burtu, til að gæta barna, langt út á Strönd, til allra ókunnugra. Það var lengsta sumar, sem hún hafði lifað. Næsta sumar vildi liún vinna til að sitja yfir anum í Hlíð. Hún kom þó heim á kvöldin og mainma liennar gat breitt sængurbleðilinn ofan á hana, um leið °g hún bauð henni góða nótt. Enda þótt Sigurður ynni baki hrotnu, varð hann ekki fráliverfur starfinu. Hann unni átthögum sínum og undi sér hvergi eins vel eins og heima á Hóli. Á vorin hlakkaði hann til, þegar klakann leysti Ur jörðu og hægt var að taka til óspilltra málanna við útiverkin. „Sigurður sonur binn ætlar að verða efni í bónda“, sögðu Uagrannarnir við Jón föður lians. Árin liðu, þegar Sigurður var um tví- lugt vildi hann fara að Hólum. Jafnaldr- ar hans og félagar í sveitinni lientu gam- an að honum fyrir að vilja fara á búnað- arskóla. Töldu slíkt heimskulegt, það væri Þó mun meiri tilbreyting fyrir sveitapilta að fara í einhvern alþýðuskólann. Á bún- aðarskólunum væri ekki um annað tal- að en sífelldan búskap, það gæti verið gott að losna við þetta búskaparstagl í einn eða Ivo vetur — og svo væru þar tómir strákar. En Sigurður lét sér ekki segjast, hann vildi stunda búskap — verða dugandi bóndi. — Sigurður eignaðist snemrna kindur. Um fermingu átti hann nokkrar ær. Hann fékk að girða grundina í kringum gamla kvíabólið, því nú var fyrir löngu liætl að færa frá á Hóli. Þarna hafði hann ræktað dálítinn túnblett. Hann mátti sjálfur hirða um litla túnið sitt og nota afraksturinn lianda skepnum sínum. Þegar Sigurður kom heim um vorið, að afloknu prófi frá Hólum, var hann fullur af áhuga fyrir stórfelldari rækt- iin og fjölþættari búrekstri. Nú vildi hann fara að reisa hú sjálfur, og þar sem hugir þeirra Guðrúnar í Hlíð höfðu hneigzt saman í fullri alvöru, var liann ákveðinn í því að leita fyrir sér um jarðnæði, eins fljótt og auðið væri. — En þá kom vandinn. Hvar var hægt að fá jörð? Enginn virtist rnega sjá af nokkrum jarðarskika. Honum liafði ekki áður verið það ljóst, live Jiröngt var í sveit lians Jiegar til kastanna kom. Og samt liafði liann heyrt fólk tala um það, frá því liann mundi fyrst eftir sér, að ískyggilegt væri, live fólkinu fækkaði stöð- ugt í sveitinni. 1 Hlíð var enga spildu liægt að fá, hræður Guðrúnar áttu að sitja fyrir jörð- inni þar. Þó var enginn bræðranna ákveð- inn í Jiví að taka við jörðinni. En Ólafur í lllíð vildi bíða og sjá hvað upp? yrði á teningnum — og Hlíð var ekki handa mörgum, að honum fannst. — Á Hóli var svipaða sögu að segja. Túnið fóðraði ekki fleiri kýr, en Jóns bónda. Skömmu fyrir sláttinn, sumarið eftir að Sigurður útskrifaðist frá Hólum, reið liann Sörla sínum yfir að Hlíð til að hitta Guðrúnu. Þeim varð skrafdrjúgt hjónaleysunum þann dag. Nú varð að HÚSFREYJAN H

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.