Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 20
Hrísgrjónahringur. 1 1. mjólk, 200 gr. hrísgrjón, 25 — smjör, 2 msk. sykur, vanilludropar, 6 stk. möndlur. Þykkur grjónagrautur er soSinn. 1 graut- inn er hætt smjöri, sykri, vanilludropum, söxuðum möndlum og einni lieilli (möndlugjöf). Grauturinn er síðan látinn í sykri stráð mót, kældur vel og borð- aður með saftsósu, eplum soðnum í syk- urlegi eða súkkulaðisósu. Grasamjólk. 1 1. mjólk, l/2 - vatn, 40 gr. fjallagrös, 1 msk. púðursykur, l/2 tesk. salt. Þegar mjólk og vatn sýður, eru grösin, þvegin og ltreinsuð, látin út í. Soðið í 3—5 mín. Saltað og sykrað. Fiskur á fati. 2 kg. þorskur, 150 gr. smjörlíki, 4 msk. brauðmylsna, örlitið sult, V2 kg. ds. gr. ertur, 1 — kartöflur. Fiskurinn er breinsaður og flattur. Eld- fast fat, ofnskúffa eða kökumót er smurt og stráð brauðmylsnu. Fiskflökin látin þar á, salti stráð yfir og því, sem eftir er af brauðmylsnunni. Smjörlík- ið látið yfir í smábitum. Látið efst í ofninn við meiri yfirhita, svo að brauð- mylsnan brúnist. Flutt niður og bakað við hægan hita í 15—20 mín. Hita má baunirnar með á fatinu og láta nokkuð af baunasoðinu á fiskinn. Borðað með leginum, sem er á fatinu og lieitum kart- öflum. Kartöflusalat. 1 y2 kg. kartöflur, 3 dl. vatn, 90 gr. snijörlíki, 3 laukar, 3 msk. sykur, iy2 tesk. salt, y2 — pipar. Kartöflurnar eru soðnar, flysjaðar og skornar í sneiðar. Laukurinn flysjaður og skorinn í sneiðar. Vatn, smjörlíki, lauk- ur og krydd soðið saman. Kartöflusneið- arnar látnar út í. Látið bitna vel og jafn- ast, en kartöflusneiðarnar eiga að haldast heilar. Borðað með síldar- eða fiskréttum. SmábrauSsneiSar. 2 rúgbrauðsneiðar, 6 heilbveitibrauiVsneiðar, sild og laukur, hangikjöt, harð'soðin egg, Gulrótaeplasalat. SalatiS: Rúsínur (1 msk.) ertt saxaðar, gulrót (100 gr.) og 2 epli, óflysjuð, eru rifin og sítrónusafa bellt yfir. Svkrað eftir smekk og blandað saman með 2 göfflum. fírauSiS er smurt, en áður er nokkuð af skorpunni skorið utan af beilhveiti- brauðsneiðunum, svo að þær verði fer- hyrndar. Hver rúgbrauðsneið er skorin í þrennt. Afgangur af síld frá deginum áður befur verið lagður í edikslög, og er síldin skorin í þunnar ræmur. Á bverja sneið eru látnar 2—3 ræmur, svo að þær bylji sneiðina b. u. b. Saxaður laukur eða laukhringir látnir yfir. Þunnar bangikjötsflísar eru lagðar á 3 bveitibrauðsneiðar. Hver sneið skorin > tvennt. Skreytt með eggjasneiðum (1—2 esg)- Sneiðarnar, sem eftir eru, eru einnig skornar í tvennt. Salatið látið á þær, eins mikið og tollir á bverri sneið án 20 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.