Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 21
þess, að því sé þjappað niður. Skreytt með litlúm eplaflísum. Ef brauðið á að verða fallegt, niá ekki láta ofan á það, fyrr en rétt áður en borða á. Þrem sneiðum, einni af bverri tegund, er raðað á smádiska, sem látnir eru ofan á grunna diskinn, áður en sezt er að borð- um. Brauðið má borða með sérstökum bnífapörum eða þeim, sem ætluð eru fyrir kjötréttinn. BakaSar kartöflur. Kartöflurnar eru flysjaðar eða burst- aðar vel og bakaðar í skúffunni með bryggjarsteikinni í 45 mín.—1 klst. Brúnkál. 1 kg. hvítkál, 100 gr. smjörlíki, 50 — sykur, 1/2—1 (11 vatn. Hvítkál er skorið í ræniur og síðan í ferhyrnda bita. Smjörlíki og sykur er brúnað í potti eða á pönnu. Hvítkálið brúnað þar í. Þegar það er orðið ljós- brúnt og gljáandi er örlitlu vatni bætt á og soðið við liægan eld, þangað til það verður meyrt. Gæta skal þess, að ofsjóða kálið ekki, ])ví að þá verður minna úr því og litur og bragð spillist. Hér er stungið upp á miðdegisverðum jólavikuna lianda 6 manna fjölskyldu, t- d. bjónunm og 4 stálpuðum börnum. Ef börnin eru ung, þarf vitanlega minna en bér er ætlað, en hafa ætti hugfast, að unglingar þurfa, jafnmikið og meira en fullorðnir við svipuð störf. Reiknað er með útsöluverði í Reykja- Vlb í okt.—nóv. 1951 og óniSurgreiddu 8mjöri og smjörlíki. I öllum uppskriftum hefur verið farið eftir matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur: „Mat og Drykk“, og þær ýmist stækkaðar eða minnkaðar, eftir því sem þurfti. Reynt liefur verið að hafa matinn einfaldan, bollan, fremur ódýran og velja þau matvæli, sem flestir geta náð í. Af kjölinu befur verið reiknað það mikið, að nægði einu sinni í aðalmat og í annað sinn í smárétt eða með öðr- um mat, t. d. ætti hangikjötið og steikin á jólununm að vera nóg ofan á smurt brauð á jóladagskvöld eða þegar fjöl- skyldan liefði gesti. Nauðsynlegt er að taka beinið úr kindakjötssteikinni, svo að hún sneiðist vel. Beinið er ætlað í súpu á annan í jólum. Víðast er reiknað með smjörlíki, en nota mætti tólg eða kjötflot í staðinn. í sósur ineð kjiiti er ætlast til, að soðið sé fleytt til að fá feiti í sósuna. Á móti 5—6 dl. af soði eru notaðar 4—6 msk. feiti og 6 msk. liveiti. 1 grænmetisjafn- ing má nota grænmetissoð í staðinn fvrir mjólk. Aldrei er ætlað minna en 1 kg. af kartöflum í máltíð. Verða það 2—3 meðal-kartöflur á mann og má ekki minna vera. Til hátíðabrigða mætti líka gefa vel kælda saftblöndu eða skyrmysu með matn- um í staðinn fyrir öl og gosdrykki. Væri það ólíkt bollara og ódýrara. Á aðfangadag og gamlaársdag er reikn- að með 2 máltíðum, liafragraut, slátri, mjólk og brauði um bádegi á aðfangadag. Meðalmaður við miðlungs vinnu er tal- inn þurfa 2500—3000 hitaeiningar á dag og konur lieldur minna. Um þriðjungur bitaeininganna fást að jafnaði úr mið- degisverðinum. Við lauslega áætlun gefur þessi fæða um 1500 hitaeiningar á mann á dag. Hver á því um 500 b.e. til góða í aðra máltíð, enda er til þess ætlazt, eins og sagt var áður. Af listanum yfir fæðutegundir má sjá, að máltíðin banda einuin kostar að jafn- HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.