Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 24

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 24
JÓLA- GJAFIR Á hannyrðasíðunni, l)ls. 23, er sín iignin af hverju, — einföld og handhæg inynztur til þess að skreyta með jólagjafir, sent þið sjálfar getið búið til með litlum tilkostnaði. Nr. 1, 2, og 3 eru mynztur á jóladúka, t. d. úr hvítu, þunnu lérepti. Mynztrin eru teiknuð (tekin í gegn) á smjörpappír og síðan á dúkinn, með því að hafa kalkipappír undir. Greinarnar eru saumadar með grænum sporum, kertin og hjörtun rauð, með löngu hneppsluspori, ljósið, stjarnau og baugurinn gult. Ileklið svo mjóa hlúndu utan um dúkinn, annaðhvort með fínu heklgarni, hvítum eða rauðum tvinna, sem þið vitið að þolir þvott. Nr. 4 er bókahlíf, prjónuð nieð garðaprjóni í tveim litum. Fyrir hók setn er 22—4 cm á lengd er fitjað upp 40 1. Fyrst er prjónað 5 cm. með dekkri litnum, svo 4 cin. með ljósari litnuin, þá aftur með (lekkri litnum 15 cm, svo 4 cm með ljósari litnum og að síðustu 5 cm með dekkri litnum. Fellið af. Skálínan, sem sést á myndinni er svo þrædd með nál í ennþá einum lit. Þá eru prjónaðir „vasar“ til þess að stinga hókinni í. Tvö stykki alveg eins, 9 cm, fitja upp 40 1. Saumað við að innanverðu. Fljót- leg, snolur og hcntug jólagjöf. Þær, sem eru duglegar að prjóna, geta prjónað utan um síma- hókina, eða úr hóinullargarni utan um mat- reiðslubókina o. s. frv. Nr. 5 og 6 eru sniámynzlur á bakkadúka, svunt- ur, barnakjóla o. fl. Nr. 7. Hattarnir eiga að vera tveir, og gera sitt gagn sem pottalappar. Klippið pappírssnið, hæfilega stór og heklið annaðhvort með einbr. st, eða fl og ein 1 á milli og í næstu uinf fl í niillilykkjuna. Heklið úr grófu hóinullargarni cða seglgarni. Skreytið hattinn með mislitum, hekluð- um eða sauniuðum blómuin. Nr. 8. Kindina sá ég saumaða á hnykilbauk. Pappírsbaukur var klæddur utan með ullarefni eða öðru lientugu efni, kindin var saumuð með hvítu ullargarni, með þéttuni fræhnútum. Bauk- urinn var fóðraður að innan og lianki í honum. Nokkrar kindur á beit færu vel á grænurn grunni, í smápúða, eða liorninu á barnavagns- teppi o. s. frv., én þá er bezt að teikna mynztrið á sjúkralérept, þræða það á efnið og svo er auðvelt að ná því burtu þegar húið er að sauma. N. 9. Ungarnir eru prjónaðir. Þeir fara prýði- lega á barnapeysum og ýmsu fl. Fitjið upp 10 1. Prjónið tvær umf. 3. umf: Prjónið 2svar í fyrstu 1. 4. umf: 4. og 5. 1 eru prjónaðar saman. Prjónið tvær síðustu umf 4 sinnum í viðbót, þá er koniin 8. umf: Prjónið hana. 9. umf: Prjónið sainan tvær fyrstu og 4. og 5. 1, fellið svo tvær 1 nið- ur. Prjónið 3 umf í viðbót. 14. og 15. umf: Tvær fyrstu 1 prjónaðar satnan. Fellið af. Nefið er saumað með rauðu. Fæturnir svarlir og væng- irnir afmarkaðir með svörtu. Augun svörl og hvít. Sjálfir ungarnir eru gulir. Að síðustu eru þeir saumaðir á flíkina og svolitlum lopaluioðra eða bómull troðið undir, til þess að gera þa bústnari. Það er inenningaratriði að kunna að spara. Það kennir okkur sjálfsafneitun, reglusemi, gaum- gæfni og við verðum skilningsríkari. Ekkert er ódýrt, sem er óþarft. Plutarch. Vinur þinn á vin, og vinur vinar þíns á Vin. Gættu tungu þinnar. Kóraninn. Það er skrítin sagan um tölurnar, sem karl- menn hafa á jakkacrmununi sínum. í Bretlandi var einu sinni kóngur, sem var ákaflega snyrti- legur og honum var það mikið áhugamál að liirðmenn sínir væru allir 'hreinlegir og vel til fara. Það reyndist þó injög erfitt viðureignar, sérstaklega að venja þá af þeim ósóma að þurrka sér um nefið með jakkaermunum. Kóngur let það boð út ganga, að þctta væri stranglega bann- að. Það var árangurslaust, menn gleymdu því. Þá lét konungur sauina ljómandi f®!' lega hirðvasaklúta. Klútarnir voru vel þegnir, og hirðmennirnir spókuðu sig með }>ú, og fikt" uðu við þá og veifuðu þeim af mikilli list, en — jakkaerniarnar voru notaðar á sama hátt og áður. Hvað átti nu til bragðs að taka? Þá faiin hirðskraddarinn upp ágætl ráð. Hann sauinaði hnappa einmitt þann stað á ermunum, Be,n menn báru upp að nefinu. Þetta dugði, og e,,n þann dag í dag eru linappar eða tölur á erni- um karlmanna. 24 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.