Austurland


Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 1

Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 1
45. árgangur. Neskaupstað, 17. ágúst 1995. 28. tölublað. Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað sýnir gestum tröllaukið svín en það var meðal þess sem hvað mesta athygli vakti á sunnudaginn var. Ljósm. PA í heimboði hjá bændum „Bændur bjóða heim“ er yfirskrift átaks á vegum íslensks Landbúnaðar sem beinist að því að kynna fólki úr þéttbýli við- fangsefni bænda í sveitum landsins. Á sunnudaginn var stóð landsmönnum til boða að heimsækja íslensk sveitaheimili og kynna sér búskaparhætti. Þetta er í annað sinn sem lands- menn fá slíkt heimboð frá bænd- um og á Austurlandi var um að velja að heimsækja félagsbúið á Skorrastað III í Neskaupstað, Möðrudal og Klaustursel í Jökuldalshreppi, Flúðir í Tunguhreppi, Hjartarstaði í Eiðahreppi eða Berunes á Beru- fjarðarströnd. Austurland tók hús á tveimur stöðum, á Skorrastað og Flúðum. Á báðum stöðum var margt að sjá og ýmiskonar bú- peningur til sýnis. Friðjón Kr. Þórarinsson, bóndi á Flúðum, áætlaði að um 80 manns hafi þekkst boð hans um heimsókn. Á Skorrastað hafði einnig verið talsverð umferð og menn og dýr nutu þar veðurblíðunnar í sveit- arsælunni. Flugleiðir rifta samningi við Flugfélag Austurlands AUSTURLAND | Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Flugleiðir hf. sagt upp riftað þjónustu- samningi sem gilt hefur í sam- skiptum Fiugleiða og Flugfélags Austurlands undanfarin ár. Ástæða riftunarinnar er sú að aðal keppinautur Flugleiða í innanlandsflugi, íslandsflug, hefur gert samning um kaup á u.þ.b. 30% hlutafjár í Flugfé- lagi Austurlands og er því stærsti einstaki hluthafinn í fé- laginu. Austurland hafði tal af Gústaf Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra Flugfélags Aust- urlands og tjáði hann blaðinu að einu breytingarnar á þjónustu félagsins í kjölfar þessa væru þær að áætlunarflug milli Flornafjarðar og Reykjavíkur yrði lagt niður. Gústaf sagði ástæðu þessarar breytingar vera þá að flug á þessari leið væri orð- Ný byggingavöruverslun - Byggt og flutt NESKAUPSTAÐUR ____________ Guðmundur Sveinsson hefur unnið að því baki brotnu undanfarna daga að standsetja nýja byggingavöru- verslun sína sem fengið hefur nafnið Byggt og flutt. Guð- mundur keypti byggingavöru- lager af þrotabúi Kaupfélagsins Fram og hefur verið að flytja hann í húsnæði við Vindheima- naust. Guðmundur hyggst reka verslun sína með svipuðu sniði og byggingavörudeild Kaupfé- lagsins var rekin áður. í Byggt og flutt verður hægt að fá flestar byggingavörur frá mótatimbri og sementi upp í málningu og blöndunartæki. Auk þess ann- ast Byggt og flutt afgreiðslu fyrir Samskip. ið óhagkvæmt ekki síst vegna minnkandi flutninga milli Eg- ilsstaða og Hornafjarðar. Flugfélag Austurlands mun áfram halda uppi áætlunarflugi milli Egilsstaða og Vopnafjarð- ar og Egilsstaða og Borgarfjarð- ar. Auk þess heldur félagið sínu striki í sjúkra- og leiguflugi. Flugfélag Austurlands hefur flogið með vel á annað hundrað sjúklinga árlega undanfarin ár. Flugtök félagsins í sjúkraflugi á árinu 1994 voru 136 talsins. Gústaf telur líklegt að ís- landsflug og Flugfélag Austur- lands setji upp sameiginlega skrifstofu á Egilsstöðum. Flugfélag Austurlands verður þó áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki en í náinni samvinnu við íslandsflug. Gústaf upplýsti einnig að Flugfélag Austurlands er um þessar mundir að reyna að selja Piper Navajo vél félagsins og hyggst fara allra sinna ferða á Piper Chieftain vél sem félagið á auk Navajo vélarinnar. Flugfélag Austurlands mun síð- an verða í þeirri aðstöðu að geta leigt vél frá íslandsfiugi, með stuttum fyrirvara, þegar þörf krefur. Skrifstofa Eysteins Jónssonar á Djúpavogi Guðmundur Sveinsson í málningarhorni nýju verslunarinnar. Ljósm. SÞ DJUPIVOGUR Djúpavogshreppi hefur borist stórgjöf frá erfingj- um Eysteins Jónssonar, fyrrver- andi ráðherra og alþingismanns, og Sólveigar Eyjólfsdóttur. Um er að ræða mikinn fjölda per- sónulegra muna sem voru í eigu þeirra hjóna og fylgir gjöfinni það skilyrði að mununum verði komið fyrir í sérstöku húsnæði í fyrirhuguðu ráðhúsi Djúpa- vogshrepps. Til stendur að hreppurinn komi sér fyrir með skrifstofur sínar í Geysi sem er gamalt hús á Djúpavogi og hef- ur Ólafur Ragnarsson sveitar- stjóri lagt til að skrifstofa Ey- steins Jónssonar verði innréttuð í 27 fermetra herbergi á efri hæð hússins. Á neðri hæðinni verða skrifstofur hreppsins. í spjalli við Ólaf Ragnarsson kom fram að skrifstofa Eysteins verði að- gengileg almenningi í framtíð- inni og ekki loku fyrir það skotið að gestir, t. d. alþingismenn á ferð um kjördæmið, geti fengið þar athvarf tii vinnu meðan staldrað er við á Djúpavogi. Svo einhver dæmi séu tekin um gripina má nefna hnakk- tösku og göngustaf séra Jóns Finnssonar, föður Eysteins, 18 hluti úrskrifstofu Eysteins m. a. skrifborð sem hann notaði við störf sín alla tíð og skrifborðs- stól útsaumaðan af konu hans. Þá má nefna fjölda gripa sem Eysteini voru gefnir, bæði vinar- gjafir og viðurkenningar fyrir unnin störf. Þá er í gjöfinni mikill fjöldi bóka og ljósmynda úr safni þeirra hjóna. HEIMILISTÆKI Frábært verð - 5 ára ábyrgð VERSLUNIN VÍK S 477 1900

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.