Austurland


Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 3

Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 17. ÁGÚST 1995. 3 Bréfberi óskast í háíft starf Upplýsingar gefur stöðvarstjóri í síma 477 1101 STYRIMANNASKOLINN f VESTMANNAEYJUM Getum enn tekið við nemendum fyrir næsta skólaár. Laus pláss á heimavistinni. Nýr siglinga- og fiskveiðihermir, frábært tæki. Einnig GMDSS fjarskiptabúnaður Skólinn verður settur 1. sept. n.k., I og II stig. Væntanlegir nemendur hafi samband við: Friðrik Ásmundsson í síma 481 2077 Sigurgeir Jónsson í síma 481 1920 eða skólann í síma 481 1046 Fax: 481 3296 ® SKÓLANEFND Skógargerðisbók hES! NESKAUPSTAÐUR Abending um: Fallegasta garðinn Fallegustu götuna Fallegasta atvinnusvæðið Skilist á bæjarskrifstofuna eða sundlaug fyrir 1. september 1994 Umhverfismálaráð Neskaupstaðar Gleðisveitin u.stcc r-lcirr cl að Cjrlettingi sér um fjörið laugardagskvöld Neskaupstað r Þar verða allir og þú líka -1 Aðgangseyrir aðeins kr. 500 20. hver gestur fær óvæntan glaðning Ókeypis smáar Okkar maður á Internetinu Veraldarvefurinn og Internet- ið eru fyrirbæri sem eru mjög í umræðunni um þessar mundir. Veraldarvefsvafstur nokkurra stjórnmálamanna hefur vakið talsverða athygli og var heima- síða Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra talsvert til umfjöllunar fyrir skemmstu. Austurland brá sér á vefinn og skoðaði heimasíðu ráðherrans og einnig síðuna hans Guðmundar Áma Stefánssonar sem var fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem kom sér upp slíkri síðu. Pað er greinilegt að Internetið er til- valinn miðill fyrir stjórnmála- menn, og reyndar aðra sem vilja koma sér á framfæri, til þess að kynna sinn málstað og hlusta eftir vilja fólksins. Þessi tækni býður upp á geysilega mikla möguleika í gagnvirkri fjölmiðlun. Svo dæmi sé tekið þá gerir mennta- málaráðherra grein fyrir störfum sínum í greinum sem hann skrifar í nokkurnskonar tímarit sem að- gengilegt er af heimasíðu hans. Hann hefur svo póstfang á netinu þar sem fólk getur skrifað honum bréf og gert athugasemdir. Auk þeirra Guðmundar og Björns er Alþýðubandalagið með heimasíðu á veraldarvefn- um og undir henni eru ýmsar uppýsingar um frambjóðendur í síðustu kosningum, stefnumál o. fl. Þar hnaut blaðamaður Aust- urlands um síðu með upplýsingum um Hjörleif Guttormsson alþing- ismann. Þar er rakinn ferill Hjör- leifs í námi og starfi auk þess sem greint er frá fjölskyldu hans. Síð- una prýðir svo ljósmynd af alþing- ismanninum. Það er hald okkar hjá Austurlandi að Hjörleifur sé fyrsti Austfirðingurinn sem kynnir sig með þessum hætti á Intemet- inu. Viti aðrirbeturþá þættiokkur hjá Austurlandi gaman að frétta af því. Austurlandi barst í hendur nýútkomin bók á dögunum sem ber titilinn Skógargerðisbók. í henni er niðjatal frá Helga Ind- riðasyni og Ólöfu Margréti Helgadóttur í Skógargerði, bú- skaparsaga þeirra og afkom- enda þeirra rakin, auk þess sem forfeðrum og mæðrum eru gerð skil. Ritstjóri og aðalhöfundur efnis er Indriði Gíslason, barna- barn Helga og Ólafar, en að- stoðarritstjóri er Örnólfur Thorsson. í bókinni er mikið efni, m. a. dagbækur, sögur og ljóð, sem margt er komið úr bréfa- og skjalasöfnum Skógar- gerðissystkina og eins og höf- undur segir í aðfaraorðum: „Sú stefna er tekin að veita þessu efni talsvert rúm í bókinni, freista þess að láta fólkið sjálft tala . . . Hefur þetta lengt ritið til mikilla muna en vonast er til að það verði að möru leyti áhugaverðara og gefi sannari mynd af mönnum og málefnum en ella hefði orðið.“ Það er mat Austurlands að þarna hafi vel tekist til að sameina ættfræði, þjóðháttafræði, persónulýsing- ar og skáldskap í aðgengilegu riti, sem er skemmtilegt aflestr- ar ekki síður en fróðlegt. Bókin er 416 síður og gefin út af Þjóðsögu hf. Til sölu lítið einbýlishús 4 herb. að Hlíðargötu 16 A Nesk. Góð kjör, gott verð. Uppl. í síma 478 8130 á kvöldin. • • • / a myndbandi Nýttu þér þcegilega þjónustu okkar og pantaðu þér Ókeypis vörulista á myndbandi, þar eru allar upplýsingar um okkar vörur svo sem úrval, stcerðir og gerðir. Finndu hvað þér hentar, í rólegheitum heima. Þú hringir _ ^ ._ og við sendum þér eintak. INGVAR(0 GYLFIf Þcegi- leg leið að réttu rúmi! Grensásvegi 3 Sími 568 I 144

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.