Austurland


Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 4

Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR, 17. ÁGÚST 1995. Umhverfi Neskaupstaðar - Mikið gróðursett í sumar lfl3STCHll3ífl9HIEI Mikið starf hefur verið unnið í fegrun bæjarins í sumar. Sjaldan eða aldrei hefur verið plantað jafn miklu magni af trjáplöntum og í sumar og hafa unglingarnir í bæjarvinn- unni lagt þar sitt af mörkunum. Um það bil 100 unglingar hafa starfað hjá bænum og það starf hefur borið góðan ávöxt. Bæjar- hreinsunin í vor tókst með ágæt- um og er það ánægjuefni að al- menn vakning virðist vera með- al bæjarbúa að halda bænum vel útlítandi. í upphafi starfsárs unglinga- vinnunnar voru opin svæði lag- færð og síðan tók plöntunin við. 7500 skógarplöntum, 150 stór- um trjám og 700 víðiplöntum var plantað á vegum bæjarins í sumar. Fræðslustígur í fólkvangi Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur samþykkt að fela Náttúru- stofu Austurlands að gera tillög- ur um útfærslu svokallaðs fræðslustígs í fólkvangi bæjarins utan við vitann. Hugmyndin að fræðslustíg er upphaflega komin frá Hjörleifi Guttormssyni en fræðslustígur er merkt göngu- leið þar sem það sem fyrir augu ber á göngunni er útskýrt með skiltum. Þannig verður hægt að ganga um fólkvanginn og lesa sér til um náttúrufyrirbæri, hvort heldur er jarðfræðilegs eðlis eða gróður, og sögu svæðisins einnig. Samþykkt bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að hafist verði handa við fram- kvæmdir vegna fræðslustígs jafnskjótt og Náttúrustofa Austurlands hefur skilað áliti. Umhverfisviðurkenningar Umhverfismálaráð Neskaup- staðar mun, eins og í fyrra, veita viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og fallegasta atvinnusvæðið. Það er mat ráðsins að vel hafi tekist til í fyrra og að verðlaunin hafi virkað mjög hvetjandi. Á síðu 3 í blaðinu er eyðublað sem fólk getur skrifað á ábendingar um garða, götur eða atvinnusvæði sem það telur að ættu skilið að hljóta viðurkenningu. Gönguleiðir milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar ESKIFJORDUR NESKAUPSTADUR Að undanförnu hefur verið unnið að því að stika gönguleið með ströndinni frá Norðfirði í Við- fjörð og um fjallaskörð til Vöðlavíkur og Sandvíkur. Þetta er samstarfsverkefni sveitarfé- Ferðaþjónustubraut við Menntaskólann á Egilsstöðum Undirbúningur á lokastigi - Kennsla hefst í haust laganna tveggja og að hluta fjár- magnað með styrk frá ferða- málaráði. Skúli Hjaltason, sem fenginn var til að stika leiðina, tjáði blaðinu að búið væri að stika frá Grænanesi í Norðfirði og í Viðfjörð. Leiðirnar í Sandvík og Vöðlavík hafa verið merktar að hluta en Skúli sagðist reikna með að verkinu yrði lokið fyrir haustið. Leiðirnar voru valdar með htiðsjón af því að nýta götur og slóða sem fyrir eru og þar sem slíku var ekki til að dreifa voru valdar öruggar leiðir þar sem sneitt er hjá mýrlendi og öðrum hættum. Stikurnar eru grænar og hugmyndin sú að þær sjáist ekki í landslagi langt að. Þær eru settar með u.þ.b. 70 metra millibili nema þar sem götur eru greini- legar en þar er bilið haft lengra. f fjallaskörðunum þar sem oft er þoka eru stikurnar gular og í Sandvíkurskarði eru þær hærri en annarsstaðar svo þær standi upp úr snjó en þar er gert ráð fyrir ferðum að vetrarlagi. ¦aM&HSaM I haust hefst kennsla við nýja ferðaþjónustubraut við Menntaskólann á Egilsstöðum. Þar verður boðið upp á tveggja ára starfsnám, sem er alveg nýr valkostur í ferðaþjónustunámi hérlendis. Markmið námsins er að kynna nemendum grunn- þætti ferðaþjónustunnar, og búa þá undir almenn hótelstörf eða önnur sambærileg störf í at- vinnugreininni. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ferðamála- fræðingur hefur umsjón með brautinni. Á fyrstu önn eru nemendur aðallega í hefðbundnum kjarna- námsgreinum nema hvað við bætist 3ja eininga áfangi í ferða- fræðum. Námskeiðinu er ætlað að veita innsýn í grunnþætti ferðaþjónustunnar, sögu hennar og skilgreiningar. Miðað er því að veita nemendum tilfinningu fyrir ferðaþjónustu sem atvinnu- grein og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig innan greinarinnar. Starfsnám Hluti námsins, þ. e. 180 klukkustundir, eða 4 einingar fer fram á vinnustað. Skólinn út- vegar nemendum pláss í starfs- þjálfun og hefur um það sam- starf við nokkur hótel, svo sem Hótel Eddu, Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og Hótel Áningu á Selfossi. Sigurborg segir vera út- lit fyrir mjög gott samstarf við þessa aðila. Kennslustaðir Séráfangar verða kenndir á Eiðum en nemendur geta valið um að taka kjarnaáfanga þar eða á Egilsstöðum. Boðið verð- ur upp á reglulegar ferðir milli Egilsstaða og Eiða. Þriðja önn fer fram í Hús- stjórnarskólanum á Hallorms- stað sem gefur brautinni mikla sérstöðu miðað við annað ferða- þjónustunámsem í boði hefur verið til þessa. Reynslan sýnir að nemendur frá Hússtjórnarskólanum hafa verið mjög vel undirbúnir fyrir störf á hótelum og veitingastöð- um og styrkir þetta fyrirkomu- lag námið mikið. Á Hallormsstað verður farið í veitingatækni og eldhúsvinnu auk þess sem kostnaðarþáttur hótelrekstrar er gaumgæfður þar. Sigurborg vonast einnig til að hægt verði að sinna þar um- hverfishlið mála en hótelrekstur og ferðaþjónusta geta verið ákaflega mis umhverfisvænn rekstur eftir því hvernig að hon- um er staðið. Á Hallormsstað verður auk þessa farið yfir sér- þarfir neytenda þessarar þjón- ustu og fólk búið undir að sinna þörfum fólks sem t. d. þjáist af fæðuofnæmi svo dæmi sé tekið. Framhald og starfsréttindi Námið er ekki hugsað sem hliðargrein til stúdentsprófs heldur er um tveggja ára sjálf- stætt nám að ræða. Nemendur geta hins vegar tekið stúdents- brautir samhliða ferðaþjónustu- brautinni. Námið gefur ekki skilgreind starfsréttindi en ýmsir atvinnu- rekendur í ferðaþjónustu hafa hins vegar lýst ánægju sinni með samsetningu þess og það er því Ijóst að það opnar nemendum töluverða möguleika inn á vinnumarkaðinn. í þessu sam- bandi má reyndar benda á að stúdentspróf, eða jafnvel há- skólapróf, veitir ekki tryggingu fyrir atvinnu. Ýmsar nýjungar í ferðaþjónustunáminu er stefnt að því að virkja frum- kvæði nemenda sem mest og verður bryddað upp á margvís- legum nýjungum í því skyni. Þar má t. d. nefna að nemendur munu skipuleggja fræðslufundi um ferðamál í hverjum mánuði þar sem þeir velja sjálfir við- fangsefni og sjá alfarið um um skipulags- og kynningarmál. Á fyrstu önnum námsins er gert ráð fyrir að þessir fundir verði eingöngu fyrir nemendur á brautinni en á síðari stigum gæti vel hugsast að fundirnir verði öllum opnir. Skipulagning þeirra, sem verður sem áður sagði á ábyrgð nemenda, gæti þá borið nokkurn keim af viss- um þáttum í skipulagningu ráð- stefna sem einhverjir nemendur munu e.t.v. starfa við íframtíð- inni. Auk þessa verður bryddað upp á nýjungum í íþrótta- kennslu fyrir fólk á ferðaþjón- ustubrautinni. Önnur tveggja vikulegra kennslustunda í íþróttum verður með hefð- bundnu sniði en einu sinni í viku verður lögð áhersla á streitu- stjórnun, öndun, slökun og fieira sem miðast að því að búa nemendur undir vinnu undir miklu álagi. Að sögn Sigurborg- ar er þetta mikilvægur þáttur þar sem reynsla fólks í greininni er sú að mistökin gerast þegar starfsfólkið stenst ekki álagið. 100 ára afmæli kvikmyndarinnar Kvikmyndahátíð á Seyðisfirði 19. - 24. ágúst í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá sýningu fyrstu kvik- myndarinnar í heiminum efna Kvikmyndasafn og Kvikmynda- sjóður íslands til kvikmynda- hátíðar um land allt. Á flestum stöðum er um að ræða hátíð eitt kvöld en þar sem Seyðisfjarðar- kaupstaður fagnar einnig aldar- afmæli verður efnt til vikulangr- ar dagskrár þar í bæ. Á dagskránni eru íslenskar kvikmyndir, ýmist leiknar eða heimildarmyndir og ýmist 16 mm eða 25 mm filmur. Mynd- irnar eru sumar í lit, aðrar svart- hvítar og ýmist þöglar eða með tali og tónum. Katrín Jónsdóttir frá Firði mun leika á píanó undir þöglu myndunum, eins og tíðk- aðist hér áður fyrr. Á fimmtudagskvöldið 24. ág- úst verða sýndar ýmsar stuttar myndir úr fórum safnsins þar á meðal gamlar myndir frá Seyð- isfirði sem sumar hverjar eru teknar af Leifi Haraldssyni. Ætlunin er að áhorfendur að- stoði við að staðgreina atburði og nefni fólk sem sést á myndun- um. Aðgangseyrir er enginn það kvöld. Flest sýningarkvöldin eru tvær mismunandi sýningar á dagskrá og er aðgangseyrir kr. 100.-, en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Böðvar Bjarki Péturs- son, safnvörður Kvikmynda- safns íslands, kynnir myndirnar sem sýndar verða. Laugardaginn 19. ágúst verð- ur sýnd heimildamynd um lýð- veldisstofnunina frá 1944 og 79 af stöðinni frá 1962. Sunnudag- inn 20. ágúst verður á dagskrá heimildamynd um ísland eftir Loft Guttormsson og Hvítir mávar frá 1985. Á mánudeginum eru tvær myndir eftir Óskar Gíslason. Önnur þeirra er Síðasti bærinn í dalnum frá 1950. Þriðjudaginn 22. ágúst verða Gilitrutt og Tunglið tunglið taktu mig eftir Ásgeir Long til sýningar og auk þess Hadda Padda frá árinu 1924 í leikstjórn Guðmundar Kamban. Á mið- vikudaginn gefst fólki kostur á að sjá Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra og Börn Náttúr- unnar en á fimmtudaginn 24. ág- úst verða myndir að austan til sýnis, sem áður sagði. Dagskrá föstudagsins er óákveðin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.