Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 18
Saumalína spyr: Kunnið þið að gera hnappagöt... Handsaumuð hnappagöt í léreft eru tvenns konar: lárétt og lóðrétt. Lárétt hnappagöt (mynd le) eru notuð, þegar hnappagötin eru homrétt á faldbrúnina, og eru þau ávöl þeim megin, sem að brún- inni veit. Lóðrétt hnappagöt (mynd 1 f) eru notuð, þegar hnappagötin eru höfð samhliða faldbrúninni, t. d. á skyrtu- og blússulista og einnig oft á sængurver og koddaver. Mynd 1. 18 HÚSFREYJAN Lárétt hnappagöt Klippið hnappagöt í bút af efninu og mátið töluna við, til þess að finna hæfilega stærð hnappagatanna, sem sauma á (mynd 1 a). Merkið stað og lengd hnappa- gatanna nákvæmlega eftir þræði (mynd 1 b). Þræðið í kringum þau, ef efnið er laust í sér. Gott er að þræða í saumavél (mynd 1 c). Klippið hnappagötin (þægi- legt er að eiga hnappagataskæri, sbr. mynd), og varpið brúnimar (mynd 1 c). Varpsporin eiga að vera laus, svo að brúnimar herpist ekki. Varizt einnig að hafa varpsporin of löng. Kapmellið hnappagötin frá hægri til vinstri með hnappagata-kapmelluspori (mynd 1 d). Gætið þess að kapmelluspor- in séu regluleg, bæði hvað snertir lengd og millibil milli spora. Þegar búið er að kapmella, eru tekin 2—3 þverspor jafn- löng og breidd hnappagatsins og saumað yfir þau með venjulegu kapmelluspori (tunguspori, mynd 1 e). Lóðrétt hnappagöt eru gerð á sama hátt og lárétt hnappa- göt, nema hvað þau liggja samhliða fald- brúninni, eins og fyrr var sagt, og eru heft í báða enda (mynd 1 f).

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.