Húsfreyjan - 01.03.1957, Qupperneq 8

Húsfreyjan - 01.03.1957, Qupperneq 8
r Rannveig Þorsteinsdóttir: Okkar á milli sagt Á siðasta landsþingi Kvenfélagasam- bands Islands var rætt um orlof húsmæðra. — Þingið skilaði áliti um málið og kaus í það milliþinganefnd, sem í áttu sæti tvær Reykjavikurkon- ur og þrjár konur búsettar utan Reykjavíkur. Þessi nefnd átti að hefja undirbúning að málinu á vegum Kven- félagasambandsins og átti fyrsta skref- ið í þeim undirbúningi að vera að skila áliti til formannafundar, sem haldinn var í haust sem leið. Þetta gat þó ekki orðið vegna vandkvæða á því, að ná öllum nefndarkonum til fundar, en nú mun nefndin leggja málið fyrir næsta landsþing, eftir þær athuganir, sem hún gerir, og verður málið þá rætt og gerðar tillögur um, hvernig á því skuli haldið þar á eftir. Þetta mál, orlof húsmæðra, eða hvernig skuli að því unnið, verður að kynnast og ræða í kvenfélögunum og í samböndunum, því að hvernig sem málinu verður fyrirkomið að öðru leyti, hlýtur það að verða að njóta fyrirgreiðslu heima í héruðum. Nú er það áreiðanlegt, að þótt sums staðar hafi verið um þetta mál talað, og þótt það hafi verið rætt á síðasta þingi, þá er þetta þó ekki svo kunnugt öllum félagskonum sem skyldi. Það ber því mikla nauðsyn til þess, að farið sé að koma af stað umræðum um það og gefa um það upplýsingar, eftir því sem unnt er. Það er viðurkennt, að öllum sé nauð- synlegt að fá við og við frí og hvíld frá daglegum störfum, fá tilbreytingu og upplyftingu. Að því er launþega snertir, þá er þetta viðurkennt með lögum um orlof, og í samningum milli starfsmanna og vinnuveitenda er or- lofið ætíð mikill þáttur. Orlofstíminn hjá fastlaunafólki er ætíð að verða lengri, eftir því sem kjörin batna. Utan við þetta falla allir þeir, sem eru eigin húsbændur, þar á meðal all- ir smáatvinnurekendur og einyrkjar, en ef út i það væri farið, myndi verða að líta svo á, að þessir aðilar verði að fá það mikið fyrir störf sín og fram- leiðslu, að þeir þoli það að taka orlof tilsvarandi við launþega. Hitt er annað, að bóndi á oft ekki heimangengt frá búi sínu né smáat- vinnurekandi frá atvinnurekstri sínum. Húsmæðurnar eru fjölmennasti starfshópur þjóðarinnar og heimilis- störfin eru ekki reiknuð til launa né tekna. Húsmæðrum er þvi aldrei reikn- að orlof eftir almennum reglum, enda munu engir hafa jafn langan vinnu- dag og fáar frístundir og húsmæðurn- ar yfirleitt. Það er líka öllum ljóst, að fjarlægt sé að ætla að telja störf hús- móðurinnar við heimili sitt og umönn- un barna sinna hárnákvæmt eftir vinnustundum. Þrátt fyrir þetta hafa margir kom- ið auga á það, að húsmæðurnar þurfi ekki siður en aðrir á hvíld og upp- lyptingu að halda, til þess að geta unn- ið hin fjölbreyttu og timafreku störf sín, og það er út frá því, sem hugmynd- 8 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.