Húsfreyjan - 01.03.1957, Qupperneq 22
MATREIÐSLUBÆKUR
„Matur er mannsins megin“ segir alkunnur
málsháttur. Engir í þjóðfélaginu þurfa eins mikið
að hugsa um þessa meginþörf mannlegs líkama
og húsmæðurnar, enda eru ekki svo mjög fáar
bækur, sem íslenzkar konur hafa ritað um fæðu
manna og matreiðplu. Þetta sást bezt á afmælis-
sýningu Kvenréttindafélags íslands, bókasýning-
unni, enda þótt ótrúlega margt og mikið ann-
ars efnis hafi verið ritað af íslenzkum konum.
Vegna þess að áhugi íslenzkra húsmæðra hlýtur
jafnan að beinast mjög að matreiðslunni, virð-
ist eigi fráleitt að birta þeim lesendum ,,Hús-
freyjunnar", sem eigi áttu þess kost að sækja
áðurnefnda sýningu, skrá yfir hið helzta, er eftir
konur liggur ritað á þessu sviði. Má vera að ein-
hverri húsmóður yrði það til gagns, ef hún gæti
orðið sér úti um eitthvað af þeim bókum, sem
enn eru fáanlegar.
Skráin er þá á þessa leið skv. bókaskrá ís-
lenzkra kvenna, þeirri, er út var gefin í sam-
bandi við sýninguna:
Þeytið egg og sykur vel saman. Hitið smjör-
líki og mjólk og hrærið saman við ásamt hveiti,
lyftidufti og vanillu. Setjið deigið í smurða ofn-
skúffu, fremur litla, og bakið við góðan hita.
Hitið smjörlíki, sykur, mjólk og hafragrjón í
potti, þar til sýður. Þegar kakan er orðin fallega
ljósbrún, er þessu mauki smurt yfir hana. Sett
aftur í ofninn litla stund.
Skerið kökuna í tígla í skúffunni, á meðan
hún er volg.
K AFFIHRIN GUR.
100 gr. smjörlíki
1 dl. sykur
1 egg
1 tsk. karde-
mommur
Rifið hýði af %
sítrónu
Hrærið smjörlíkið vel með sykrinum. Bætið
eggi, kardemommum, sítrónuhýði og rúsínum út
í. Sáldið saman hveiti og lyftidufti og hrærið
það saman við ásamt rjómanum. Setjið deigið
með skeið í hring á smurða plötu. Smyrjið hring-
inn með þeyttu eggi eða eggjahvítu og bakið
gulbrúnan við meðalhita.
lVz dl. rúsínur
2Vi dl. súr rjómi
5 dl. hveiti
3 tsk. lyftiduft
22 HÚSFREYJAN
Björg C. Þorláksson:
Mataræði og þjóðþrif. Rvík 1928.
Daglegar máltíðir. Rvík 1933.
Elín Briem:
Kvennafræðarinn. 1. útg. Rvík 1889, 2. útg.
1891, 3. útg. 1904, 4. útg. 1911.
Fjóla Stefánsdóttir:
Matreiðslubók. Ak. 1948.
Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir:
Nýja matreiðslubókin. Rvík 1954.
Helga Sigurðardóttir:
Bökun í heimahúsum. 1. útg. Rvík 1930,
2. útg. 1934, 3. útg. 1945.
150 jurtaréttir. 1. útg. Rvík 1932, 2. útg.
1934.
Kaldir réttir og smurt brauð. Rvík 1934.
Lærið að matbúa. 1. útg. Rvík 1934, 2. útg.,
aukin, 1943, 3. útg., aukin, 1950.
Tækifærisréttir, Rvík 1936.
Grænmetisréttir. Rvík 1937.
Rækjuréttir. Rvík 1937,
160 fiskréttir. Rvík 1939.
íslenzkar kartöflur. 1940.
Grænmeti og ber allt árið. 1. útg. Rvík 1940,
2. útg. 1941, 3. útg. 1941, 4. útg. 1944.
Hrossakjöt. Rvík 1940.
Heimilisalmanak. Rvík 1942.
Matur og drykkur. 1. útg. Rvík 1947, 2. útg.
1949, 3. útg. 1954.
Fryst grænmeti. Akranesi 1952.
Ostaréttir. Rvík 1952.
Jólagóðgæti. Rvík 1956.
Helga Thorlacius:
Matreiðslubók. Rvík 1940.
Jónína Sigurðardóttir Líndal:
Matur er mannsins megin. Rvík 1915.
Jóninna Sigurðardóttir:
Ný matreiðslubók. 1. útg. Ak. 1915, 2. útg.
1916, 3. útg. 1927, 4. útg. 1943, 5. útg.
1945.
Kristbjörg Þorleifsdóttir og Gunnl. Claesen:
Berjabókin. Rvík 1940.
Kristín Ólafsdóttir:
Manneldisfræði handa húsmæðraskólum.
Rvík 1945.
Marta María Stephensen:
Einfalt matreiðslu og vasa-qver. Leirárgörð-
um 1800.
Sigfríður Niljóníusdóttir:
Húsmæðrabókin. Rvík 1951.
Þ. A. N. Jónsdóttir:
Ný matreiðslubók. Ak. 1953.
Þóra Þorleifsdóttir Grönfeldt:
Stutt matreiðslubók fyrir sveitaheimili,
Rvík 1906,