Húsfreyjan - 01.03.1957, Side 23
Náðargj öfin
SMÁSAGA
eftir
LARS AHLIN
Kvöld eitt seint í ágústmánuði stóð
reiðhjól, hlaðið ýmsu dóti, undarlega
lengi fyrir utan náðhúsið í Jumpásbrekk-
unni. Fyrir innan lokaðar dyrnar gekk
Hans Skóg um gólf. 1 hans augum var
þessi daunilla vistarvera síðasta afdrepið
til þess að láta ímyndunaraflið njóta sín,
enda þótt hvorki klúru áletranirnar á
veggjunum né óþefurinn væri honum að
skapi. Hann var að reyna að setja sam-
an sögu um einhverja skelfilega hættu,
sem hann hefði komist í. En því miður
gekk þetta erfiðlega. Hann hafði þegar
samið svo margar, að erfitt var að finna
ný tilbrigði.
Enn þá einu sinni hafði „hlaupið í bak-
lás“ hjá honum, eins og oft áður. Eink-
um hafði svona farið oft síðan hann flutti
úr sveitinni í úthverfi Södermalm. Stund-
um, meðan hann enn lá í rúminu að
morgni dags, fann hann á sér, að svona
myndi fara. ,,í dag stendur allt fast,“
hugsaði hann þá. Aðra daga fann hann
ekkert á sér fyrr en bara að honum féll
allur ketill í eld, þegar hann var kominn
inn í bæinn. Þá var eins og þyrmdi yfir
hann. Honum fannst þetta líkast þeirri
tilfinningu, sem myndi grípa hann, ef
hann væri staddur á járnbrautarspori,
þungri járnslá væri skotið fyrir hlið að
baki honum, en brunandi járnbrautarlest
stefndi beint á hann. Allt í hugskoti hans
var sem mulið í smátt undir einhvers
konar hjóli og hann var ekki lengur með
sjálfum sér. ósegjanleg angist og kviði
gagntók hann. ,,Ég er einskis virði,“
fannst honum. ,,Eg duga ekki til nokkurs
skapaðs hlutar.“ Þegar þessi hugarangist
greip hann, gat hann ekki unnið neitt.
Hann hafði ekki einu sinni þrek til að
byrja á neinu. Þetta var afleitt, því að
helzt þurfti hann allt af að vera reiðubú-
inn til þess að taka hvaða vinnu, sem byð-
ist, til þess að hafa ofan af fyrir sér og
sínum. 1 dag, þegar ósköpin komu yfir
hann, hafði hann laumast inn í kaffihús
og falið sig þar á bak við dagblað, sem
hann þóttist vera að lesa. Heim gat hann
ekki farið, því að Gréta mátti ekki verða
þess áskynja, hvernig ástatt var um hann.
Þarna hafði hann svo setið klukkustund-
um saman og brotið heilann um, hvað
hann ætti að segja Grétu, þegar hann
kæmi heim peningalaus.
Tíminn leið hægt og treglega, líkt og
þegar tjara drýpur úr tunnu. Svo flutti
hann sig til bilstjóranna og horfði á spila-
mennsku þeirra góða stund. Að því búnu
færði hann sig yfir í aðra veitingastofu.
Þar sátu nokkrir loðskinnasalar. Hann
hafði hlýtt á sögur þeirra og reynt að
hlæja að þeim, en ekki hafði kviðinn vik-
ið úr huga hans samt. Þá hafði hann
reikað inn í kjötbúð og horft þar á stimpl-
aða skrokkana og að því búnu ráfað um
og horft á varninginn í búðargluggunum.
Svo mátti heita, að hann ranglaði um
allan bæinn. En allt af snerist hugur hans
um þetta sama, hvernig hann ætti að
fara að því að sjóða saman einhverja sögu
um skelfilegan lifsháska,sem hann hefði
lent í. Þegar torgsölunni lauk klukkan
sex, var Hans þar staddur með hjólið sitt
og körfuna. Þó að „hlaupið væri í bak-
lás“ hið innra með honum, hafði hann
allt af hingað til haft rænu á að hirða allt,
HÚSFREYJAN 23