Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 24

Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 24
hellt saman við, soðið í nál. 10 mínútur. Súpan síuð, grænmetið nuddað gegnum sigtið. Hellt í pottinn á ný og súpan jöfn- uð með hveitijafningi. Soðið í 10 mínút- ur. Kryddað. Borin fram með soðnu makkaroni eða litlum fiskibollum. Einnig er ljúffengt að setja út í hana blómkáls- hríslur og tsk. af þeyttum rjóma í hvern disk. Grænmetisbúðingur Grænmeti Vatn, salt 50 g smjörlíki 60 g hveiti (4 1 mjólk og soð 3 egg Salt, pipar Smjörlíki, brauð- mylsna Rifinn ostur Á þennan hátt er gott að nýta græn- metisafganga. Grænmeti í eggjahlaupi 2-3 dl soðið, skorið 1 tsk. hveiti grænmeti 3 dl mjólk 1 tómatur Ögn af salti 2 egg Grænmetið látið í smurt, eldfast mót, þar ofan á eru látnar tómatsneiðar. Egg, hveiti og mjólk þeytt saman, hellt yfir grænmetið. Sett inn í heitan ofn nál. 225°, bakað í 15-20 mínútur eða þar til eggin eru hlaupin. Grænmetið hreinsað og hálfsoðið. Smjör- líkið brætt í potti, hveitinu hrært saman við, þynnt út með mjólk og grænmetis- soði. Jafningurinn settur í skál, kældur dálítið, salti stráð á, svo ekki myndist skán. Eggjarauðunum hrært saman við einni og einni í senn. Hrært vel. Eggja- hvíturnar stífþeyttar, blandað gætilega saman við. Sé notuð hrærivél, er óþarfi að aðskilja eggin. Eldfast mót er smurt vel, brauðmylsnu stráð innan um mótið. Helmingur deigs- ins látinn í mótið, þá grænmetið, síðan afgangur deigsins. Brauðmylsnu og rifn- um osti stráð ofan á. Bakað í vel heitum ofni í 20-30 mínútur. Á að lyfta sér um helming. Borið strax fram í mótinu. Borð- að með hrærðu steinseljusmjöri sem að- alréttur til hádegisverðar eða sem milli- réttur. Ofnsteikt grænmeti Grænmeti Vatn, salt 25 g smjörlíki 2 msk. hveiti 2V2 dl mjólk Grænmetið hálfsoðið, látið síga vel af því. Sett í smurt eldfast mót. Venjuleg sósa búin til, hellt yfir græn- metið, brauðmylsnan og rifnum osti stráð yfir. Bakað við nál. 200° í 15 mínútur, eða þar til osturinn er fallega gulbrúnn. Grænmetiseggjakaka 4 egg 30 g smjör Salt, pipar Soðið grænmeti 4 msk. mjólk eða Söxuð steinselja rjómi Eggin hrærð með salti og pipar, mjólk- inni hrært saman við. Smjörið brætt á heitri pönnunni, eggjunum hellt á pönn- una, steikt þar til kakan er næstum hlaupin saman. Gott að stinga í hana með gaffli meðan hún er að stífna. Þá er heitu grænmetinu raðað öðrum megin á kök- una, hinn parturinn lagður yfir. Rennt yfir á heitt fat, steinselju stráð yfir, einnig gott að strá rifnum osti yfir. Borðað strax. Kjöt- eða fiskdeig m/grænmeti % kg hvítkál 1 tsk. salt V2 kg kartöflur Vs tsk. pipar V2 kg kjöt- eða fisk- Rifin gulrót deig Söxuð steinselja eða 1 dl vatn annað grænt Hvítkálið hreinsað og skorið í mjóar ræm- ur, kartöflurnar flytjaðar oog skornar í frekar þykkar sneiðar. Hvítkál, kartöflur og kjöt- eða fiskdeig (á að vera þunnt) sett í lögum í pott. Salti stráð á milli. Soðið við hægan eld í 20-30 mínútur. Þess gætt að ekki þurrsjóði í pottinum. Borið fram í pottinum, stein- selju stráð yfir. Rifnar gulrætur látnar í hring. m/sósu V2 tsk. salt Pipar 3 msk. rifinn ostur 1 msk. brauðmylsna 24 Húsjreýjati

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.