Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 31

Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 31
14. LANDSÞINGIÐ Framhald af bls. 18. Góðir áheyrendur. Það er höfuð-verkefni Kvenfélagasam- bands íslands og kvenfélaga þeirra, er það samanstendur af, að vinna að öllu því, sem má vera til gagns heimilum landsins og til menningarauka fyrir unga og gamla. Þetta er stórt og víðfeðmt verkefni, sem aldrei verður hægt að valda svo, að eigi megi betur gera. Það er heldur ekki svo, að samtökin séu stöðugt með þetta í tali sínu, eins og kjörorð, heldur vinna þau að málefnum sínum hverju sinni, eftir því, sem bezt hentar, miðað við stað og stundu. En það er bara svo eðlilegt konum að vinna að málefnum heimilanna, og að menningar- og líknarmálum, að þótt þessi tilgangur Kvenfélagasambands Islands væri hvergi skráður, þá væri hann ævinlega sem rauð- ur þráður í allri starfseminni. Fyrir utan allt það fjölbreytta starf, sem unnið er af kvenfélögum og héraðssam- böndum, hverju á sínu svæði, þá er hægt að segja, að starfsemi síðustu tveggja ára hafi einkum snúizt um tvennt, þ. e. fræðslustarfsemi fyrir húsmæður í formi ráðunautastarfs og orlofsmál húsmæðra. 1 ráðunautamálinu hefur það áunnizt síðan við héldum síðasta landsþing, að K. I. hefur fengið einn ráðunaut viðurkennd- an af ríkisvaldinu í stað einskis áður, og eru nú laun eins ráðunautar á fjárlögum ríkisins. Þetta er í einu stórkostleg viður- kenning og fjárhagsleg nauðsyn fyrir sam- bandið. Jafnframt hafa fræðslumál heim- ilanna og þörfin fyrir heimilisráðunauta verið rætt á tveim þingum Búnaðarfé- lags Islands og bréf um þessi mál verið send búnaðarsamböndum landsins. Og að sjálfsögðu hafa þessi fræðslumál heimil- anna verið rædd innan samtaka vorra, á formannafundi og fundum héraðssam- bandanna, og — að ég vona — einnig á fundum félaganna. Orlofsmál húsmæðra var eitt aðalmái landsþingsins 1959, og var þá gengið frá lagafrumvarpi um það mál, sem þingið óskaði að flutt yrði á Alþingi. Nú eru komin lög um orlof húsmæðra, og unnið hefur verið að reglugerð um málið. En þrátt fyrir það, að ekki er fyllilega frá reglugerðinni gengið, hefur framkvæmd laganna hafist nú á þessu ári, eftir því sem konur eru reiðubúnar að reka starfið, hver á sínu svæði. Framkvæmd þessa máls verður mikið viðfangsefni fyrir félagsskap vorn. I þessu sambandi langar mig til þess að vekja athygli fulltrúanna á nýjung þeirri, sem er að koma fram í félagsstarfi voru, en hún er sú, að fá héraðssambönd- unum vandasöm og erfið viðfangsefni að fást við. Fram að þessu hafa héraðssamböndin víðast hvar fyrst og fremst verið tengi- liður milli félaganna og landssambandsins, og svo kynningaraðili milli félagskvenna, hvert á sínu svæði. En nú með orlofslög- unum og fleiru, sem er í uppsiglingu, kemur fram sú stefna að gera héraðssam- böndin að mjög virkum aðila með mikla fjárhagslega ábyrgð. Frumkvæði að þessu hefur ekki komið frá samböndunum sjálf- um, heldur frá milliþinganefndum, sem landsþing vort hefur kosið, en — að því er varðar orlofslögin — þá voru fulltrúar sambandanna fylgjandi þessari skipan mála á landsþingi. Það er fagnaðarefni, að héraðssam- böndin fá vandasöm og mikil viðfangs- efni, því að slíkt getur leitt til mikils fé- lagslegs þroska fyrir heildarsamtökin. En náttúrlega leggur þetta miklar skyldur á herðar samböndunum um að ráða við þau verkefni, sem þau hafa tekið að sér og munu taka að sér. Þær konur, viðs- vegar um landið, sem taka að sér vanda- söm störf í þágu félagsskaparins, í viðbót við allt það, sem þær hafa fyrir, eiga miklar þakkir skilið, og ég vona og treysti, að einstaklingarnir, félagsdeildirnar og Húsfreyjan 31

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.