Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 8
þær ekki alltaf helzt ganga á pinnahælum, bæði í vinnu og annars staðar? H. K. Tízkan ræður auðvitað mjög miklu um það, hvers konar skó ungar stúlkur kaupa. Nú eru einmitt lágir hæl- ar að komast aftur í tízku, en háu hælarn- ir ekki taldir viðeigandi nema þegar bú- izt er í betri fötin. Ég tel, að til vinnu eigi að velja þægilega skó fyrst og fremst. E. G. Það er líklega rétt, að nú séu aftur farnir að sjást skór, sem ekki eru með næfurþunnum sólum og háum hæl- um, en það fer hvort tveggja illa með fæt- urna. En segðu mér — hvað hafa skrif- stofustúlkur yfirleitt í laun? H. K. Það algengasta mun vera, að þær hafi á milli fjögur og fimm þúsund króna mánaðarlaun. E. G. Og hvað fer mikið af því til fata- kaupa? S. H. Já, það væri gaman að heyra, hvort reynsla þín sannar eða afsannar réttmæti þeirrar áætlunar, sem er í kennslubókinni, en þar er gert ráð fyrir að stúlka um tvítugt eyði um 20% af kaupi sínu til fatnaðarkaupa. H. K. Mín reynsla þessi síðustu ár er kannski ekki alveg sambærileg við það, sem algengast er. Eg sparaði saman fé til þess að geta farið til útlanda s. 1. sumar og keypti þvi lítið af fötum árið á undan, en í utanferðinni keypti ég aftur meira en ég hefði annars keypt í einu, því ég þóttist gera þar hagkvæmari kaup en hér heima. En af viðtölum við jafnöldrur mín- ar myndi ég telja venjulegt, að ungar stúlkur eyði um einum þriðja af launum sínum til fatakaupa. E. G. Með öðrum orðum, um 16 til 20 þúsund krónum á ári. Getið þið þá lifað af launum ykkar? H. K. Já, það getum við með því að halda sparlega á peningum, og við get- um jafnvel veitt okkur að kaupa með af- borgunum ýmsa hluti í herbergi okkar, þegar um það er að ræða. Ég vil sem sagt segja, að stúlka geti lagt fyrir mánaðar- lega um 5—7 hundruð krónur, sem svar- ar til venjulegra afborgunarskilmála, með því að spara við sig á ýmsum sviðum og á ég þá við t. d. að eyða litlu í skemmt- anir o. s. frv. E. G. Hvað greiðið þið þá heim fyrir fæði, húsnæði, þvotta og annað þess hátt- ar? H. K. Það er dálítið misjafnt heima hjá okkur. Við erum allar fullvinnandi og skiptum heimilisútgjöldunum á milli okk- ar. Venjulega borga ég frá 12 til 15 hundr- uð krónur heim á mánuði. En meðan ég var að safna mér fyrir utanförinni, greiddi ég minna. Svo veit ég af mörgum stúlk- um, sem lifa beinlínis á foreldrum sínum eða greiða eftir vild til heimilisins. E. G. Skyldi ekki vera erfitt fyrir þær stúlkur að venjast því, þegar þær giftast og hætta að vinna, að lifa aðeins af eins manns launum? H. K. Ég held, að það hljóti að vera svo, og það er áreiðanlega bezt að venj- ast því strax að lifa af sínum launum, hver sem þau eru. E. G. Veiztu, hvort stúlkur kaupa föt með afborgunum? H. K. Ég held ekki, enda væri það heimskulegt. Þá væri t. d. kjóll kannski ónýtur, þegar búið væri að borga hann. E. G. Hvenær fara stúlkur að gera verulegar kröfur um fjölbreyttan fatnað? H. K. Um sextán ára aldur. S. H. Það er rétt. Ég hef tekið eftir því, að það er verulegur munur á klæðaburði stúlkna, sem eru í gagnfræðaskóla og þeirra, sem komnar eru í húsmæðraskóla. S. T. Teljið þið mögulegt fyrir fimm manna fjölskyldu með tæpl. 88 þúsund kr. árstekjur, að láta sér nægja 12.500 kr. á ári til fatakaupa? S. H. Það fer eftir ýmsu, m. a. hvaða atvinnu heimilisfaðirinn stundar, hvers konar vinnuföt hann þarf að hafa, hvort húsfreyjan saumar og prjónar sjálf, á hvaða aldri börnin eru o. s. frv. Ég er viss um, að margar fjölskyldur bjargast vegna þess, að stálpuð börn vinna sér fyrir fatnaði á sumrin, en það þekkist ekki í öðrum löndum. E. G. Verkamaður þarf að vísu ekki 8 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.