Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 13
Kveðja til húsmœðra á Norðurlöndum Á síðastliðnu ári hafa án efa í fjölmörg- um kvenfélögum komið dagar, sem félags- konur minnast með sérstakri ánægju. Ef til vill hefur eitthvert fundai'kvöldið eða þá í sérstökum námsflokki verið sagt eitt- hvað, sem var andleg vakning og uppörv- un. Jafnframt kann svo að vera, að nýjar hugmyndir hafi komið fram eða þá að endurnýjaðir starfshættir hafa verið tekn- ir upp innan félagsins eða sambandsins, starfshættir, sem höfðu þau áhrif, að fé- lagsstarfið varð á ný aðlaðandi og lifandi. Kannski var þetta alger nýjung eða þá að gömlu félagsformin öðluðust nýtt við- horf til viðburða hversdagslífsins. Húsmæðradagurinn, 10. marz, er orð- inn dagur daganna í samstarfinu milli norrænna húsmæðra vegna þess, að í „Norræna bréfinu" heyrum við til okkar tala rödd hvers einstaks lands innan sam- takanna. Þessi bréf, sem síðastliðin 30 ár hafa verið send öllum félagssamtökum innan Húsmæðrasambands Norðurlanda hafa vissulega verið mikils virði. Fyrsta bréfið var sent út frá Martha- sambandinu i Finnlandi fyrir 30 árum. Frá þeim tíma má rekja sama þráðinn í öllum bréfunum: ættjarðarástina og heimilisræknina, ásamt bjargfastri trú húsmæðranna á hlutverk sitt, bæði í þjóð- arbúskapnum og þeim andlegu straum- um, sem hverju sinni fara um hvert ein- stakt Norðurlandanna eða þá öll löndin sameiginlega. Þetta árið heyrum við enn rödd Finnlands. Engin önnur þjóð á Norð- urlöndum getur veitt hið sama og finnska þjóðin. Orðin tala til okkar og þó má meira lesa milli línanna, ef okkur er sú list lagin. Fram á það hefur verið farið við mig sem formann Húsmæðrasambands Norð- urlanda, að ég flytti kveðju 10. marz. Mér er mjög ljúft að verða við þessum til- mælum. Rödd Norðurlanda á í dag með orðum mínum að benda til alls þess, sem er sérstök eign hvers einstaks lands. Að vísu hefur þessa verið minnzt fyrr. En nú þurfum við sérstaklega að athuga vel þau verðmæti, sem hver einstök þjóð get- ur lagt af mörkum til þeirrar einingar, sem nýi tíminn leitast svo mjög við að skapa. Innan Húsmæðrasambands Norður- landa skulum við skiptast á þeim andlegu verðmætum, sem hver þjóð hefur upp á að bjóða. Mér er það jafnan sérstakt ánægjuefni, hve ólíkar við erum, jafnvel húsmæðurnar, í hugsunarhætti og fram- komu við margvíslegar aðstæður heim- ilanna. Mér finnst unun að veita þessu athygli í hvert sinn, er við hittumst. En við erum ekki nægilega hirðusamar um þetta þjóðlega, sem við eigum í svo mörgu, hvort sem um andleg eða efnisleg verð- mæti er að ræða, en hver þjóðin um sig á sín sérstöku einkenni í náttúru lands- ins og eðli þjóðarinnar, í bókmenntum, listum og listiðju. Margt af þessu getum við tekið með okkur, þegar við förum á norræn mót. Námskeiðið, sem á að halda Húsfreyjan 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.