Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 15
Segðu mér HULDA Þann 6. ágúst síðastl. voru liðin 80 ár frá fæðingu Huldu skáldkonu. í tilefni þess kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs úrval ljóða hennar und- ir hinu gamalkunna nafni: Segðu mér að sunnan. Bókin hefst á ritgerð eftir prófessor Sigurð Nordal „um ævi Huldu, hugmynda- heim og lífsviðhorf“. Ritgerð þessi er verðmæt, ekki ein- göngu nútíðinni, heldur engu síður fram- tíðinni sem heimild í stærra ritverk um íslenzlc skáld og bókmenntir. Það er mikils virði, að próf. S. Nordal þekkti Huldu, umhverfið og þá menningu, er hún ólst upp við. öll verður myndin gleggri fyrir vikið og hugmyndaheimur skáldkonunnar skýrari. Próf. S. Nordal leggur á það áherzlu, að fyrir sér vaki, ,,að skyggnast eftir skáldkonunni sjálfri bak við bækurnar“. Þó að Huldu muni jafnan bera hæst sem ljóðskáld, er óbundið mál stærri hluti verka hennar og merkur bókmenntaskerf- ur, þar sem lífsviðhorfin eru glöggt og fast mótuð. I fjölbreyttara úrvali, gafst tilefni til ýtarlegri skýringar á einstökum verkum og fer ekki hjá því, að lengra mál hefði aukið gildi ritgerðarinnar. í fáum orðum eru rakin fyrstu spor Huldu á skáldabrautinni, sagt, hvernig stór skáld tóku henni opnum örmum, skrifuðu um og skýrðu ljóð hennar ,,og í hverju gildi hinnar hr-einu ljóðlistar sé fólgið“. Hvers getur skáld óskað sér frek- ar en að skapa hreina ljóðlist? Á æskuheimili Huldu ríkti menning. Andríkir foreldrar, víðsýnir og göfug- lyndir, settu svip sinn á heimilið og allt umhverfið. Bókhneigð Benedikts og Guð- nýjar á Auðnum er jafnan viðbrugðið og bókaeign þeirra mikil, bæði að kostum og vöxtum. Almælt var, að ekki kynnu aðrir betur að velja bækur en Benedikt og bar lestrarfélag sveitarinnar vott um óvenju þroskaðan bókmenntasmekk hans. 1 Þingeyjarsýslu áttu nýir straumar upptök sín. Helztu framfaramenn sýsl- unnar hófu baráttu fyrir breyttum verzl- unarháttum, bændum og almenningi í hag. Benedikt á Auðnum var einn helzti brautryðjandi samvinnustefnunnar hér á landi, eins og kunnugt er. Enda þótt um jafn ólík efni sé að ræða og skáldskap og verzlun, mun eldheitur áhugi hans, hugsjónir og vonir, hafa á sinn hátt haft áhrif á dótturina. Nýjar ad sunnan, II ú s I r c y j a n 15

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.