Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 19

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 19
Catharine Boyd: ÓSKAPNAÐURINN + ÁGÆTI Niðurlag. Virginía var soltin. Henni fannst hún aldrei á ævinni hafa verið svona glor- hungruð. Hún velti fyrir sér hvort ekki myndi vera mjúkur ostbiti í ísskápnum. Hún hugsaði um þennan með kartöflu- flögunum og um söltuðu hneturnar. Hún starði á súkkulaðikassann uppi á fata- skápnum, en hann hefði eins vel mátt vera í Timbúktú. Svo snerti hún helzt aldrei súkkulaði. Enn var hálfur bolli af köldu kaffi á bakkanum hennar, svo hún hvolfdi því í sig. Svo drakk hún rjómalöggina, sem eftir var í könnunni og ýtti bakkanum frá sér. „Galin ertu“, hugsaði hún með sér. „Einbeittu huganum að einhverju öðru. Hvað skyldi Mary gefa mér í hádegis- mat?“ Virginía skipulagði daga sína. Hún fór að prjóna peysu handa Davíð, hún gerði við fatnað og las og horfði á sjónvarp. Á morgnana skrifaði hún nákvæm fyr- irmæli um, hvað gera þyrfti, en skemmti- legast var að semja vörukaupalistann. Á kvöldin liom Mary til hennar, og þær ákváðú matseðil næsta dags og athug- uðu, hvað kaupa þurfti á föstudag, en þá fór Davíð í verzlunarferð. Fyrir kom, að einhver kunningi hennar annaðist smá- innkaup fyrir hana og einu sinni lét hún kaupa handa sér poka af hrökkmais. Það var dásamlegt að narta í góðgæti. En þegar hún var búin úr pokanum, sár- skammaðist hún sín og vissi ekki, hvað hún átti að gera af honum. „Nú finnst þeim mér mátulegt að róa í spikinu“, hugsaði hún. „En það er ekki réttlátt. Ég hef ekki fengið almennilega máltíð í óra tíma“. Hún sneri saman pokann og stakk hon- um undir rúmdýnuna. Samvizkan beit og sló, svo hún bað að- eins um eina buffköku um kvöldið, en hefði vel getað borðað þrjár. Það er svo sem ekki mikil magafylli í hrökkmaís. „Hefur mamma þín matarlyst?“ heyrði húp lækninn spyrja einn daginn. . „Hún leifir aldrei“, sagði Mary ánægð. „Mundu, að hún hefur enga hreyfingu, svo að það getur vel haft áhrif á matar- lystina11, hélt læknirinn áfram. „En ef hún tekur vitamíntöflurnar, þá ætti allt að vera í lagi“. „Hún hefur ævinlega verið neyzlu- grönn“, skaut Davíð inn í. „Hún fitnar af hreint engu. Smakkar aldrei sósur eða eftirmat“. „Það er bættur skaði”, sagði læknirinn og þrammaði út. „Davíð sér þá, hvað ég verð að láta á móti mér“. hugsaði Virginía þakklát. „Ég held, að mest sakni ég heitra brauðsnúða — hvítra og léttra í sér — og blessað smjörið bráðnandi á þeim. Mikið vildi ég gefa fyrir einn heitan snúð! Ég hef ekki borðað þá í mörg ár“. ,,Mary!“ kallaði hún og hringdi litlu borðbjöllunni. „Mary mín, ég er svo þurr i hálsinum. Er ekki til neinn ávaxtasykur, sem ég get fengið?“ „Ég skal rétt strax gá“, lofaði Mary og hvarf inn í baðherbergið. „Ertu enn komin í snyrtivörurnar mínar?“ kallaði Virginía. // ú s I r e y j <i n 19

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.