Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 20
„Eiginlega ekki“, muldraði Mary, eins og hún væri að mála á sér varirnar. „Ég hef varla snert nokkurn skapaðan hlut“. Hún gekk fram hjá rúminu og ilmaði af handsmyrslum. „Tobý bauð mér í bió og pabbi sagði ég mætti fara. Má ég fá bláa klútinn þinn um höfuðið?“ „Eins og venjulega“, sagði Virginía brosandi. „Hvernig væri að fá armbandið mitt og úrið? Komdu svo heim fyrir ellefu. Hvað eru Bo og Villa að gera?“ „Bo er á skátafundi í næsta húsi og Villa er að steikja sér hnetur. Pabbi er að leggja saman í ávisanaheftinu sínu“. „Sendu Villu upp til mín“, sagði mamma hennar. Mary gleymdi ávaxtasykrinum, en Villa kom með brennda hnetu í lúkun- um, og Virginía borðaði hana með beztu lyst. „Viltu ekki steikja aðra handa mömmu?“ spurði hún til að gleðja barn- ið. „Þetta var bara sú seinasta“, andvarp- aði Villa. Eftir hálfan mánuð átti Virginía ekki eftir nema ermarnar á peysuna og sá, að nú var tækifæri til að raða upp matar- uppskriftunum. í nokkra daga raðaði hún blaðsneplum, vasabókum og spjöldum í kringum sig, klippti, límdi og hreinskrif- aði, og þegar hún fann einhverja eftir- lætisuppskrift, las hún hvað eftir annað það, sem til hennar þurfti, eins og hún væri að lesa ljóð. Brætt súkkulaði — púð- ursykur — saxaðar möndlur — skreytt með þeyttum rjóma, þeyttum rjóma, þeyttum rjóma . . . „Ekkert skil ég, hvað að mér er“, hugs- aði hún og lá við að tárast. Ég skammast mín svo! Þetta hlýtur að stafa af iðju- leysinu. Þegar ég er á fótum, þá er ég alltaf önnum kafin. Kannski fékk ég mér bita öðru hvoru til að halda kröftum, en það nær engri átt, að ég finni fyrir því að vera án þess!“ Hún reyndi að hugsa alls ekki um mat, reyndi af öllum kröftum, en alltaf kom í ljós, að sjónvarpsdagskrárnar kostuðu þeir, sem framleiddu kökublöndur, italska rétti eða bakaðar baunir, og í hverju tíma- riti, sem hún opnaði, blöstu við auglýs- ingar með litmyndum af safaríkum steik- um, rjómabúðingum eða köldum réttum í hlaupi. Jafnvel niðursoðnar ferskjur, sem henni höfðu alltaf þótt vondar, urðu töfrandi, gullnar og sætar í huga hennar. Svo einkennilega brá við, að eftir þvi sem frá leið, virtust dagarnir fljótari að líða. Hún fann lítið til í fætinu og svengd- in hætti að kvelja hana. Matardraumarnir urðu fjarlægari, eins og deyjandi ilmur, sem einskis var af að vænta. Ekki var laust við, að henni gremdist, hve hinir meðlimir fjölskyldunnar virtust ánægðir. Sjaldnast risu vandamál, sem ekki mátti leysa með fyrirskipunum úr rúminu. Virginia setti sér að látast ekki taka eftir því, þó að Mary fengi sitthvað ,,lánað“ af munum hennar, fyrst hún stóð sig vel við eldamennskuna, og hún fjas- aði ekkert um það, þó að Villa væri í stökum sokkum eða beltin væru ekki alltaf hnýtt í slaufu. Á móti kom það, að enginn leyfði sér að andmæla úrskurðum hennar. Eftir fimm vikur lofaði læknirinn, þeg- ar hann kæmi næsta mánudagskvöld, að hann ákvæði hvort tekið yrði utan af fætinum. Virginía gat ekki um annað hugsað allan daginn en hvort hún hefði nú nokkuð lagt af. Hamingjan vissi, að hún hafði reynt að megra sig árum sam- an, en varla lézt um gramm. Nú gat hún ekki gert sér grein fyrir, hvort hún væri í raun og sannleika þynnri á síðuna. Bara að hún kæmist á baðvigtina! Villa kom heim á undan hinum krökk- unum, og Virginía kallaði á hana. „Get- urðu fært mér baðvigtina, elskan?“ spurði hún, og Villa rogaðist með hana inn í svefnherbergið og lét hana á gólfið. „Hvað ætlarðu að gera, mamma? Hvernig heldurðu, að þú komir Óskapn- aðinum aftur upp í?“ „Þú verður að hjálpa mér“, anzaði Virginía. „Ég má til að gera þetta“. Hún brá heilbrigða fætinum fyrst fram 20 II ú s I r ey j an

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.