Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 22
mcmnneldisþáttur Eggjabaksfur (soufflé) Eggjabakstur er fallegur og girnilegur réttur. Hann er ýmist hægt að bera fram sem forrétt, aðalrétt eða eftirrétt, allt eftir því, hvað í honum er haft. Mörgum finnst erfitt að matreiða eggjabakstur, en sé nákvæmni viðhöfð og eggjabaksturinn borinn fram beint úr ofninum, er engin hætta á að illa takist til. Fylgið þeirri reglu að láta gestina bíða eftir eggja- bakstrinum, en ekki eggjabaksturinn eft- ir gestunum. Grundvallaruppskrift (handa 4) 2% dl mjólk 2 tsk. maizenamjöl 3 msk. hveiti V2 msk. smjör 3 eggjarauður 1 tsk. salt 8 eggjahvitur Blandið hveiti og salti saman í potti — sykri í staðinn fyrir salt, eigi að nota eggjabaksturinn sem eftirrétt —. Hrærið kaldri mjólkinni saman við, svo jafning- urinn sé kekkjalaus. Soðið þar til jafning- urinn er farinn að þykkna, þá er smjör- inu hrært saman við. Bragðefnunum hrært saman við og síðan rauðunum, einni og einni í senn. Látið kólna. Fiski, kjöti, osti o. s. frv. hrært saman við. Hvíturnar þeyttar á meðan ásamt maizenamjölinu. Ekki má þeyta það lengi, að hvíturnar verði kornóttar. Hrærið kaldri sósunni Setjið smjörlíkið út í seinast í smábit um, þá gljáir baksturinn betur. 22 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.