Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 29
hana til en að teygja sig svo lkngt, að hætta sé á falli. Venjið yður á að bera aldrei meira en svo, að þér sjáið hvar þér stígið niður. Ef til vill hafa börnin gleymt leikföngum sínum, þar sem þér ætlið að ganga. Gætið að því, að góð lýsing sé á öllum vinnustöðum. Sjáið um að alltaf sé hægt að kveikja ljós, einkum í stigagöngum, og sjálfsagt er, að góð handrið séu með öllum stigum. Það hefur valdið mjög al- varlegum slysum, ef handrið hefur vant- að með fram háum tröppum. Mottur með hornum eða brúnum, sem vefjast upp og þvælast fyrir fótum okk- ar eru mjög hættulegar. Lausar smámottur á trégólfi eða bón- uðu og hálu gólfi eru einnig stórhættu- legar. Nú er auðvelt að fá plastræmur eða lím, sem borið er neðan í mottur, renn- inga og teppi, svo að þau verði stöðug á gólfinu. Geymið alla beitta hnífa á öruggum stað, og þar sem óvitar ná ekki í þá. — Varizt að geyma búrhnífa í skúffum inn- an um ausur, sleifar og annað, nema þar sé ákveðið slíður fyrir þá, því að annars er hætta á, að menn skeri sig, er þeir þurfa að ná í eitthvað úr skúffunni. — Kannski veldur sjónskekkja, ef yður hættir mjög til að skera yður. Farið varlega með cld. Á hverju ári deyja margir af völdum eldsvoða og oft hefur orsökin legið í hirðu- leysi í umgengni. Hellið aldrei benzíni eða olíu á opinn eld. Hellið aldrei eldfimum vökvum í vaska nema skola niður um leið. Látið kalt vatn renna um stund á eftir. Reykið aldrei í rúminu. Það hefur vald- ið dauðaslysum. Hafið gát á rafmagns- leiðslum t. d. í rafmagnshitapúða. Þær geta valdið ikviknun. Oft hefur strokjárn, sem gleymzt hef- ur í sambandi, valdið miklum eldsvoða. Skiljið aldrei við járnið án þess að rjúfa strauminn — taka það úr sambandi. — Látið járnið ætíð standa á undirstöðu úr eldföstu efni. Húsjreyjan 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.