Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 34

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 34
skóla. Þá hafa heimiiin ekki rækt sem skyldi það hlutverk sitt, að kenna börn- unum hin ýmsu heimilisstörf. Orsakir þess má rekja til hinna miklu breytinga, sem orðið hafa á högum manna. Kven- félögin hafa einnig reynt að sinna þessu hlutverki heimilanna með því að stofna æskulýðsfélög og kenna þar búsýslu. Má því segja, að kvennasamtökin hafi á þessu sviði tekið að sér hlutverk heimila og skóla í senn. Sem stendur er mikil áherzla lögð á að auka búsýslukennslu í almennum skól- um, enda æskilegt að kvennasamtökin geti einbeitt sér að framhaldsmenntun húsmæðranna. Þjóðfélag iðnvæðingarinn- ar leggur þá skyldu á húsmæður, að þær velji af hagsýni úr fjölbreyttu vörufram- boði og til þess þarf mikla og sívaxandi vöruþekkingu. Rannsaka þarf gæði og hagnýtt gildi varanna og það er ekki sízt í því sambandi, sem húsmæðrum er þörf á aðstoð og upplýsingum frá samtökum sinum. Svo að hægt sé að gefa hagnýt ráð um þessi atriði, verða að vera til stofn- anir, sem rannsaka vörugæði og slíkum stofnunum hafa kvennasamtökin komið á fót. Húsmæðrunum berast svo niðurstöður þeirra rannsókna, sem þar eru gerðar, með heimilisráðunautum og á annan til- tækan hátt, svo að af þeim verði hagnýt not. Við getum því fullyrt, að þau kven- félög, sem annast fræðslu i búsýslu, beri hag húsmæðranna fyrir brjósti og þau reyna að hafa nána samvinnu sín á rnilli um rannsóknir, kennslu og annars kon- ar fræðslustarf. Þá má geta annarrar greinar í starfi kvenfélaganna, sem sé tómstundaiðjunn- ar, sem þau beita sér fyrir. Hún á að vera húsmæðrunum til upplyftingar og auka verkkunnáttu þeirra í fleiru en því, sem lýtur beint að búsýslu. Kvenfélögin veita konum aðstöðu til að rækja ýms hugðar- efni, sem verða til hressingar og hvildar frá daglegum störfum. Tómstundaiðjan getur verið húsmæðrum allt að því eins mikils virði og sjálf búsýslufræðslan. Þegar maður athugar storf kvennasam- takanna, varðandi fræðslu í hagnýtri bú- sýslu, sézt að þau eru fjölbreytt og bæta úr brýnni þörf. Kvennasamtökin hafa fylgzt með þróuninni í þjóðfélaginu og hafa því getað aðstoðað húsmæðurnar á þeim sviðum hverju sinni, sem þær voru helzt hjálpar þurfi. Auk þess hafa störf félaganna einkennzt af óeigingirni og hjálpfýsi og er því sízt að undra, að þessi samtök eru talin svo mikilsverður þátt- ur í þróun hins finnska þjóðfélags. S. Th. þýddi. U JA_____B Æ K U R Astrid Ott: SISKÓ Á FLÆKINGI Ekki leikur á tveim tungum, að Astrid Ott, danska skáldkonan, kann þá list að rita fyrir börn og unglinga. Er það þó engan veginn eins auðvelt og í fljótu bragði kann að virðast. Oft kemur það fyrir, að barnabækur fá hrós fullþroska ritdómara, en þegar kemur til kasta ungu lesendanna, kveður við annan tón. Hér er allt öðru máli að gegna. Þessa bók lesa án efa börn og unglingar með ánægju, enda er hún mörgum kunn hérlendis frá því að hún var lesin í Ríkisútvarpið sem framhaldssaga barnanna. Hitt er ég sann- færð um, að mörg börn og unglingar hafa beðið þess með óþreyju að geta sjálf les- ið og eignast bókina, enda er hún eigi aðeins skemmtilegt lesefni heldur einnig mannbætandi. Þakka má Pétri Sumarliðasyni hina lipru þýðingu á bókinni og útgefendum, Prentsmiðju Jóns Helgasonar, vandaðan og smekklegan frágang bókarinnar. Hin- ar snotru teikningar Odds Björnssonar gera sitt til að auka á gleði lesendanna, þeirra, sem hún einkum er ætluð. Vonandi verða margir foreldrar til þess að gefa börnum sínum þessa hugþekku bók. Sv. Þ. 34 II ú s I r e y j a n

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.