Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 35

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 35
Óli Valur Hansson: Skrúðgardar í Húsfreyjunni, 2. tbl. 12. árg. ritaði ég smápistil um fjölærar garðplöntur sem áframhald af greinarkornum um skrúðgarða, er birtzt höfðu áður. Ædtlunin var að greina einnig nokkuð frá trjá- kenndum gróðri, sem hér væri völ á til gróðursetu. En allmikill dráttur hefur orðið á að svo gæti orðið. Hér birtist því áframhaldið um síðir og vil ég biðja lesendur blaðsins afsökunar á því, hversu langt hefur orðið. Tré og runnar fyrir garða 1 þessari lokagrein minni um skrúð- garða vildi ég minnast nokkrum orðum á ýmsar tegundir trjákenndra platna, sem munu vera á boðstólum hér í gróðr- arstöðvum. Sumar þessar tegundir eru að vísu mjög fágætar enn sem komið er, en reynslan hefur sýnt að þær þrífast yfirleitt vel, og munu garðyrkjumenn væntanlega leggja áherzlu á að f jölga þeim svo á næst- unni, að ekki verði skortur á. Neðangreindur listi er ekki tæmandi, en nær þó yfir langflestar þær tegundir, sem ráðlagðar eru til skrúðgarðaræktun- ar. Lauftré: Alaskaösp: Hraðvaxta tré sem getur orð- ið mjög stórvaxið. Alaskaösp kemur til greina að nota á innri raðir í skjól- belti eða sem stakstætt tré. Alaskaösp þarf djúpan og frjóan, frekar raka- heldinn jarðveg og nokkuð skýldan stað. Hefur afar þægilegan ilm, sem gefur ekkert eftir bjarkarilm. Álmur: Vex frekar hægt og er sjaldan beinstofna. Getur orðið hávaxin og er vindþolinn. Staðbrigði frá nyrstu vaxt- arstöðvum í Noregi hafa reynzt hér bezt. Álmur hefur verið notaður hér smávegis í limgerði og sem stakstætt tré. Askur: Er sjaldgæfur í ræktun. Laufg- ast mjög seint. Þarf skjólgóðan stað. Sómir sér bezt sem stakstætt tré. Birki: Mun tvímælalaust vera mest not- aða trjátegundin í görðum hér. Er það ýmist notað í skjólbelti, þyrpingar og sem stakstætt tré. Birki er harð- gert og auðvelt í ræktun. Við sjávar- síðuna verður það þó sjaldan eins vöxtulegt og það getur orðið, er fjær dregur sjó og þar sem úrkomu gætir ekki um of. Birki er nokkuð notað í limgerði (klippta skjólveggi) og þyk- ir hæfilegt að hafa um 4 plöntur á hvern lengdarmetra, ef notaðar eru 3—4 ára plöntur. Elri (ölur): Aðallega er hér til sölu grá- elri. Elri er nokkuð líkt birki, blöð þess eru þó langtum stærri og gróf- gerðara. Elri kemur til greina að nota í skjólbelti og jafnvel í limgerði. Þrífst vel í raklandi, t. d. meðfram lækjum. Elri er harðgert og bætir jarðveginn á hliðstæðan hátt og plöntur tilheyr- andi ertublómaætt gera. Fjallagullregn: Lágvaxið tré eða stór, margstofna runni, sem ber gul blóm í 15—25 cm löngum, drjúpandi klös- um. Vex hægt. Þarf skjól og sól og frjóan jarðveg. Notað sem stakstætt t. d. fer vel að hafa það í námunda við einhvern áherzlupunkt í garðinum (t. d. tjörn). Svipað fjallagullregni er venjulegt gullregn (L. anagyroides) sem er þó langtum viðkvæmara og ætti ekki að gróðursetja hér. Gráreynir: Getur orðið stórt og um- fangsmikið tré. Harðgert, en erfitt að hafa upp á í gróðrarstöðvum. Ilmreynir: Tilkomumikið tré og gengur H ús j r cy jan 35

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.