Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 37

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 37
Rauðgreni: Hefur fagurgrænt, smágert barr og auðþekkjanlegt frá öðrum grenitegundum sem hér eru í ræktun. Vex hægt. Þarf mjög gott skjól. Sitkagreni: Afar fljótsprottin tegund, þar sem loftraki er mikill og úrkoma er há. Barrið er stinnt og stingandi. Sitkagreni er notað mikið sem garða- tré, en verður fljótlega fyrirferðar- mikið. Heppilegt í há limgerði eða skjólbelti Balsamþinur, Fjallaþinur, Hvítþinur eru svo nýlegar tegundir hér, að ekki er unnt að segja til um ræktunarmögu- leika þeirra að svo komnu máli. Er- lendis þykja margar þintegundir tign- arlegar og tilkomumikil garðatré. I Norður-Noregi er Sibiríuþinur notaður mikið. Broddfura: Seinsprottin en mjög fögur og verðmæt fyrir garða. Nálar eru alsettar smáum, hvítum harpixöng- um. Harðgerð, hvar sem er. Fjallafura: Fyrirhittist í mörgum af- brigðum. Margstofna, lágvaxið af- brigði er mikið notað í görðum er- lendis til þess að klæða fláa í stöllum í stað grass. Fjallafura er harðgerð, en mjög sjaldgæf í gróðrarstöðvum enn sem komið er. Lerki: Fagurt, beinvaxið barrtré. Fellir nálar á haustin, en bærir snemma á sér á vorin. Þrífst bezt í innsveitum, en frekar illa með ströndum fram. Þöll: Hér mun vera í uppeldi tvær teg- undir frá Alaska, fjallaþöll og marþöll. Þallir þykja fögur og skemmtileg garðatré. Hins vegar hefur flestum gengið erfiðlega að rækta ofannefnd- ar tegundir. Rétt er að gróðursetja þær á skuggsælum stað og búa vel að þeim að vetri til, og má segja að svipað gildi um aðrar þær tegundir barrtrjáa, er hér hafa verið nefndar, að skynsamlegt sé að gera í kringum þær með striga, rimlakassa eða botn- lausri tunnu fyrstu vetuma eftir gróð- ursetningu. Verður þó að gæta þess að hvergi nemi umgjörðin við grein- arnar, svo að barr þeirra eða brum verði ekki fyrir núningi. Runnar Eftirtaldar tegundir eru ýmist ræktað- ar vegna blaðfegurðar eða/og blóma. Alparibs (f jallaribs): Fíngerður runni með þéttstæðum greinum og smágerð- um, fagurgrænum blöðum. Laufgast snemma. Þolir vel skugga og má gróð- ursetja undir há tré. Ágætur í lág limgerði, t. d. ofan á stalla eða sem bakgrunnur fyrir beð með sumarblóm- um eða fjölærum plöntum. Sennilega harðgerður. Baunatré: Nægjusamur og harðgerður runni. Vex frekar hægt. Ber gul blóm. Notaður í limgerði og runnaþyrping- ar. Getur orðið 3 m á hæð. Dísarrunni (Syringa): Tvær tegundir hafa náð nokkurri útbreiðslu hér hin síðari ár: Syringa retlexa og Syringa villosa. Geta þær orðið 2—3 m á hæð og bera bleik, ilmandi blóm í nokkuð löngum klösum (12—20 cm). Harð- gerðar. Dvergmispill (Cotoneaster). Svokallaður fagurlaufamispill er fáanlegur í nokkr- um gróðrarstöðvum. Er það afar harðgerður og blaðfagur runni sem er góður í lág limgerði, bæði ldippt og óklippt. Ennfremur er tegundin Cotoneaster bullata smávegis í rækt- un, en hún er til muna viðkvæmnari. Geitblöðungar (toppar, Lonicera): Eft- irtaldar tegundir fyrirhittast hér í gróðrarstöðvum; Sumar eru þó mjög sjaldgæfar: Blátoppur: Lágvaxin runni, sem laufgast snemma á vorin. Algengur í eldri görð- um, einkum norðanlands. Viðkvæm- ur fyrir vorhretum. Viljugur að blómgast. Notaður mikið á Akureyri í limgerði. Gulltoppur: Fljótvaxinn og harðgerður runni sem verður 2—3 m á hæð. Ber gullgul blóm. Máski verðmætasta teg- undin af toppum sem hér er í ræktun. Ledebouri-toppur: Hávaxinn runni með II ú s I r c y j u n 37

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.