Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 4
„Þegar hin nýja kvendýrkun sendi kon- urnar aftur inn á heimilin, urðu hússtörf að verða fullkomin atvinnugrein, sem tæki allan tíma og alla sköpunarþrá kvenn- anna. Jafnhliða því, að vélvæðing heimil- isins sparaði tíma, varð að gera störfin svo margbrotin og bæta við þau svo mörgum aukaatriðum, að ekki einasta tækju þau hverja stund dagsins, heldur entist dagurinn naumlega til að sinna þeim. Félagsfræðingar í Bandaríkjunum urðu varir við það á árunum eftir 1950, að heimilisstörf tóku einkennilega mislang- an tíma. Yfirleitt eyddu nútímakonurnar lengri tíma í sömu störf, en mæður þeirra gerðu fyrir þrjátíu árum. Samt voru heim- ilin minni og húsin auðræstari, sjösinnum meira fjármagni var varið til kaupa á heimilistækjum og mörg störf, sem áður voru unnin heima, svo sem niðursuða, brauðbakstur og saumaskapur, voru yfir- leitt unnin utan heimilisins. Margar húsmæður kvarta um tómleika, að lífið fari framhjá þeirra dyrum og þær reyna að kæfa tómleikann með meiri og flóknari heimilisstörfum. Kennari, sem las lýsingu á hinum langa vinnudegi hús- mæðra, bauðst til þess að taka að sér heimilishald og sanna, að meðal heimili ætti ekki að kref jast svo langs starfstíma. Ekki skorti áskoranir húsmæðra, að hann sannaði mál sitt og þessi 36 ára pipar- sveinn tók að sér í þrjá daga heimili, þar sem voru f jögur börn á aldrinum 2—7 ára og komst af með helmingi styttri vinnu- dag, en húsmóðirin hafði talið sér nauð- synlegan. Húsfreyjan lét vel af störfum hans, aðeins hefði hann ekki verið eins nostursamur í hreingerningunni og hún. Við nákvæmar vísindalegar rannsóknir, m.a. í sambandi við hjartarannsóknir, hefur komið í ljós, að nær helmingur þeirrar orku, sem venjuleg húsmóðir eyð- ir, fer í óþarfa áreynslu, einkum of miklar göngur við störfin. Alltaf fjölgar hús- mæðrum, sem fara til lækna og kvarta um þreytu, sem engin orsök finnast fyrir. Flestar eru of feitar, stundum fá þær ró- andi pillur og búið. Margir læknarnir segja, að þessi þreyta stafi af leiðindum. Geta meira og minna óþarfir snúningar þroskað það sjálfstraust, sem konur öðl- uðust áður við að leysa af hendi nauð- synleg og nytsamleg störf? Áður en konur höfðu tækifæri til menntunar og frelsi til þátttöku í öllum störfum, var auðvelt að telja sér trú um, að þær væru afskiptalausar, ósjálfstæð- ar, hræðslugjarnar, barnalegar. Aristo- teles mótaði út frá umhverfi sínu og menn- ingu þá kenningu, að maður væri þræll af því, að þar væri eðli hans og því væri gott fyrir hann að vera þræll. Nú hugsa menn mikið um, hvernig mað- ur finni sjálfan sig, skilji sinn persónu- leika og vitað er, að störfin, sem hann vinnur, ráða miklu um persónuleika hans. I dag þurfa menn ekki lengur að vinna allan daginn til þess að afla sér matar. Aldrei fyrr hafa menn haft jafn mikið frelsi til að velja sér verkefni og aldrei fyrr jafn mikinn frítíma. Það verður til þess, að einstaklingseðlið þroskast ekki jafn auðveldlega. Vinnan er ekki aðeins barátta fyrir lífinu, heldur uppspretta mannlegs þroska. Engum er nóg að vera hlutlaus í sínu samfélagi, eða njóta hlutlaust annarra ástríkis. Persónuleikinn mótast við það að nota til fulls hæfileika sína og má til sanns vegar færa orðtækið, að maður finni sjálfan sig með því, að glata sjálf- um sér. Á öldinni sem leið krafðist landnám okkar dugmikilla, sterkra kvenna. Konur byggðu með bændum sínum hús og heim- ili. Þrek og sjálfstæði, hugrekki og sjálfs- traust — og ótrúleg starfsorka — voru snar þáttur í skapgerð Bandaríkjamanna, karla og kvenna. Ferðamönnum frá Evr- ópu þóttu bandarískar konur þá ekki eins hlédrægar, barnalegar og kvenlegar og þeirra eigin konur. Fyrir rás viðburðanna urðu konur hér lengur þátttakendur í þjóðfélagsuppbyggingunni og þroskuðust viðlíka og karlmennimir. Bandarískar húsfreyjur voru aldrei í HÚSFREYJAN 2

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.