Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 7
tekningarsöm, góður félagi og sönn kona, þá stendur rússneska stúlkan engum að baki. Skortur hennar á fegrunarmeðul- um sviptir hana ekki kvenleika sínum, þvert á móti. Þá er því haldið fram að rússnesku stúlkurnar séu teprulega hreinlífar. Ég bjóst við að þær væru hinir sigurstrang- legu máttarstólpar hins kommúnistíska samfélags og hefðu rétt aðeins nægileg- an kynþokka til að tryggja fæðingu hins nýja sovétborgara, án allra umsvifa. Ekki reyndist það rétt. Á ytra borðinu kann Zhenya að virðast siðavönd. Hún hefur andúð á að sýna kunningjum sínum blíðuhót, hún faðmar þá ekki né kyssir á götum úti. Hún á enga flegna kjóla, stuttbuxur, þröng pils, teygjubuxur né annan klæðnað, sem leið- ir athyglina að vaxtarlagi hennar. Und- antekningin er þó sú, að á baðstöndinni er hún í bikinibaðfötum, sem hún hefur sjálf saumað og á íþróttaæfingum er hún í þröngum sokkabuxum. En hún þolir ekki íþróttamönnunum neinar glósur né gón, enda heyrist slíkt ekki. Hún hefur andúð á tvíræðu tali og er þá til með að tala um lélegan smekk. En þegar aðrir eru ekki viðlátnir, þá er framkoma Zhenyu mjög lík framkomu annarra evrópskra stúlkna, en því miða ég við þær, að þær tala miklu minna um kynferðismál yfirleitt en þær bandarísku. Zhenya hefur ekkert á móti ástaratlotum. En ástamálin eru ekki alltaf efst í huga hennar. „Hversvegna tala og skrifa Bandaríkjamenn svona mikið um kynlíf- ið?“ spyr hún hlæjandi. ,,Ef karlmaður hér leggur áherzlu á að sýna karlmennsku sína opinberlega, þá grunum við hann um getuleysi þegar á reynir.“ Mesti munurinn á rússnesku og banda- rísku stúlkunni er þó viðhorf þeirra til vinnunnar. Zhenya hvorki óskar sér né gerir ráð fyrir, að starf hennar verði rétt til þess að drepa tímann þangað til hún giftist, né heldur, að hún hætti þvi þegar hún eignast börn. Hana hryllir við að gerast eingöngu húsmóðir. ,,Þá vildi ég næstum heldur vinna hvaða starf sem er“, sagði hún. ,,Að vera húsmóðir er — ja — lítillækk- andi. Hún er eins konar mannleg ryk- suga, sem situr innan fjögurra veggja og lifir lífinu í gegnum eiginmann sinn. Ég vil vera þátttakandi í því raunverulega lífi. Ég vil verða eitthvað af sjálfri mér, svo ég geti haldið sjálfs- virðingu minni og það er aðeins hægt í gegnum starf. Auðvitað vil ég fá ánægju- legt starf, ekki bara gefa inn aspiríntöflur á einhverju sjúkrahúsi. Og ég held, að vinnutími kvenna ætti að styttast svo sem um helming og laun þeirra7að hækka svo sem um helming frá því sem nú er, svo að þær geti lifað sómasamlega. En enginn fær mig ofan af því, að fá mér at- vinnu. I gegnum starfið kemst maður í snertingu við heiminn. I því getur konan fyrst þroskast til að verða persóna.“ Kynning milli pilta og stúlkna er vaf- inn miklu færri venjum í Moskvu en heima. Þau hittast einhvers staðar í borg- inni og fara saman í gönguferðir, borða saman eða fara í bíó og svo eru haldin smásamkvæmi á stundinni, ef einhvers staðar er laust herbergi. Eitt einkenni samvista pilts og stúlku í Moskvu er, hve þau eru sjaldan tvö ein, miklu oftar er saman hópur félaga, vinnu- eða skólafélagar, eða hópur æskuvina. Fáar stúlkur á borð við Zhenyu kunna mikið til eldamennsku. Þær geta eld- að morgunverð og framreitt smárétti, en það virðist stríða á móti hugmynd þeirra um nútímakonu að leggja á sig að elda fyrir heimili, gera kostnaðaráætlun og skipuleggja máltíðir. Þær hafa enga löng- un til að læra eldamennsku af mæðrum sínum. Þegar slegið er upp smáveizlu í einhverri íbúð, eru það oftast piltarnir, sem elda matinn. Rússneskar stúlkur, sem eru við nám eða störf, borða flestar sínar máltíðir i matsölu vinnustaðar eða skóla. Zhenya býr með foreldrum sínum og ungum bróður í tveimur smáherbergjum, Framhald á bls. 22 HÚSPHEYJAN 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.