Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 8
Norrœna bréfið 1965 Það er orðin föst hefð, að Húsmæðrasam- band Norðurlanda haldi á hverju ári 10. marz hátíðlegan, og nú er komin röðin að íslenzku konunum að senda samband- inu kveðju sína og árnaðaróskir. Það er margt, sem tengir sambandskonurnar saman, menning þessara frændþjóða er lík og hugsunarháttur einstaklinganna svipaður. Við heyrum oft talað um norrænan anda, norræna samvinnu, norrænan bróð- urhug, en mig langar að minnast á mál- efni, sem reynir á sannleiksgildi þessara orða og hvaða styrkleiki felst að baki þeim, þ.e. afhendingu íslenzku handrit- anna í Kaupmannahöfn. Undanfarið hafa miklar umræður orð- ið um málið á Norðurlöndum, en þó eðli- lega mest í Danmörku, og án efa hafa margar húsmæður myndað sér sínar eig- in skoðanir á þessu máli, en mig langar aðeins, að þær viti, hvaða hug íslenzku konurnar bera til þessara fornu verðmæta og hve handritamálið er okkur mikilvægt. íslenzk handrit eru dreifð víða um heim og þykja verðmætir safngripir, en lang- merkasti hluti þeirra, þ.e.a.s. handrit rit- uð á miðöldum og fram til 1700, er geymdur í Kaupmannahöfn. Hér heima er til töluvert magn handrita, en mestur hluti þess er frá 18. og 19. öld og mörg harla lítils virði. Það er erfitt að skýra, hvers vegna það féll í hlut íslendinga, lítillar eyþjóðar, að skapa hér á vissu tímabili bókmenntir, sem telja má til heimsbókmennta, hvers vegna flest hirðskáld Noregskonunga voru ís- lenzkrar ættar, hvers vegna Sverrir Nor- egskonungur gerir boð fyrir Islending, þegar hann vill semja ævisögu sína, hvers vegna Islendingar láta sér ekki nægja að skrá sína sögu, heldur einnig þætti úr sögu annarra þjóða. En þetta tímabil er stutt. Blómaskeiðið hefst á 12. öld og nær hámarki sínu á 13. öld, en miklu lengur en erlendir menn yfirleitt gera sér nokkra grein fyrir bera íslenzkar bókmenntir, þótt þær séu ekki jafnfrumlegar sem forn- bókmenntirnar, svip af hinum fyrri þroska ritmáls og smekks. Það er gaman að skoða hjá frændþjóð- um okkar gnægð fornminja, svo sem gamlar rúnaristur, fagurlega skreyttar kirkjur margra alda gamlar og gömul veg- leg húsakynni, en stundum verður okkur á að hugsa til hinna fáu fornminja, sem varðveitzt hafa hér heima. Hér eru sára- fáar rúnaristur, Islendingar geymdu minningar sínar í kvæðum, þangað til að bókfehið kom til sögunnar um 1100 eða jafnvel fyrr. Hér eru fáir kirkjugripir, mörgu var sópað úr landi, t.d. þegar klaustrin lögðust undir konung við siða- skipti, og íslenzku steinhúsin eru aðeins rúmlega tveggja alda gömul. Helztu á- þreifanlegu fornminjar okkar eru íslenzku handritin í Árnasafni Margir eru undrandi, hvers vegna til séu handrit á Islandi frá 18. og 19. öld, löngu eftir að prentlistin kom til sögunn- ar. En til þess eru margar ástæður. Þeg- ar menn fóru að prenta bækur á íslandi, sátu guðsorðabækur í fyrirrúmi, og það varð að bíða, sem fólkið vildi heyra, og þá töldu menn ekki eftir sér að rita upp ljóð og sögur, sumt var þýtt, sumt frum- samið og sumt afritað. Bækur voru dýrar, og eitthvað varð að hafa í höndunum sér til skemmtunar, og menn höfðu fremur tómstundir en aura. Fyrstu Islendinga sögurnar voru prentaðar 1756, og smám saman kom út meira af ritum við alþýðu hæfi. En samt héldu menn áfram að afrita og skrifa. Nú brosa menn stundum að öll- 6 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.