Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 13
Mér þótti svo gaman að vera hjá þér og heyra sögurnar af því þegar mamma var lítil úti í sveitinni. Ég hef aldrei gleymt þeim“. Hún leit framan í hana til að vita hvort það væri þetta. Fjær, farðu lengra aftur, bað hún þegj- andi og langaði til að gráta yfir vanmætti sínum. ,,Það er langt síðan við höfum talað þannig saman, amma mín, ekki af því, að mig hafi ekki langað til þess“, sagði Carol. ,,En allt í einu varð lífið svo margbrotið, ég fór í skóla og fór út með vinum minum. Tíminn breyttist, hann varð svo naumur. Þú skilur mig, er það ekki?“ Svo hristi Carol höfuðið. ,,Nei, ekki er það það“, sagði hún vonleysislega. „Það er heldur ekki nógu þýðingarmikið og þetta vissir þú allt“. Fresturinn styttist svo ört. hún fann tímann streyma hjá. Bara einu sinni, fá að heyra það bara einu sinni, hugsaði hún. „Þetta tekst, amma mín . . byrjaði dótturdóttir hennar aftur og þagnaði. Hún þagði drjúga stund og var fjarræn á svip, eins og hún heyrði hljóð eða raddir í fjarska. „Hvað myndi hafa þýðingu fyrir mann á hinztu stundu?“ spurði hún hægt. Hún fann til meðaumkvunar, er hún sá hinn innhverfa svip Carol. Það, sem hefði verið hverjum jafnaldra hennar eðlilegt og sjálfsagt að segja, komst ekki í huga annarrar kynslóðar nema fyrir ákafa ein- beytingu. ,,Afi?“ spurði Carol loksins. Nær markinu, en ekki rétt. Haltu á- fram, tíminn styttist. „Hann var sá, sem þú elskaðir mest um ævina. Það hlýtur að vera þýðingar- mikið. Eða börnin ykkar? Bóndabýlið undir grænni hlíðinni? Þú sagðir, að brúð- arkjóllinn þinn hefði verið bryddur með svanadúni, af því að þú varst vetrarbrúð- ur og giftist á jólunum". Blessað barnið, ég get ekkert hjálpað þér, hugsaði hún. „Ég man, að þú sagðist hafa getað set- ið hvaða hest sem til var í sveitinni, þegar þú varst ung“, hélt Carol áfram, . . . „og þú áttir tvo bræður, sem báðir voru yfir þrjár álnir á hæð . . . og þrír báðu þín áður en þú varst orðin átján ára . . . þú hlýtur að hafa verið falleg, amma“. Það var ég, hugsaði hún. Mittið á mér var nákvæmlega sextán tommur. God- frey gat spannað það. Sár þjáning, óskyld veikindunum, greip hana. Hún þjáðist ekki síður en dóttur- dóttir hennar þjáðist í þessari leit að orð- unum, sem hún þráði að heyra. „I miðri Biblíunni hans pabba er blað, sem ég las oft þegar ég var lítil“, sagði Carol. „Allar dagsetningarnar. Giftingar- dagurinn þinn, fæðingardagar barnanna og dánardagarnir þeirra“. Ég þoli ekki mikið meira, hugsaði hún. „Ég man, hve blekið var máð og hvað mér fannst þau ár, sem þar voru skrásett, hlytu að vera fyrir löngu liðin — óraun- veruleg“, sagði Carol. „Það var skriftin þín á blaðinu — nú eru þau ár mér raun- veruleg11. Hún fann leitandi augnaráð Carol hvíla á sér. „Þessir atburðir gerðust og þú varst yngri en ég er nú, daginn sem þú skrifaðir þitt nýja nafn á blaðið. Yngri en ég er . . .“ Um leið og skilningurinn kviknaði í augum ungu stúlkunnar, varð þrá hennar skerandi og sár. „Það hef ég aldrei hugsað um áður! Þú varst alltaf „amma" líka þegar þú sagðir mér gömlu sögurnar. Ég heyrði þig aldrei kallaða annað“. Hún sá, en fann ekki, að varir dóttur- dóttur hennar snertu vanga hennar. Ást- úðin í atlotinu var nóg. Hún vissi, að barnabarn Godfrey hafði ekki brugðizt henni. Nú liði ekki á löngu þar til henni yrði frjálst að fara. „Því datt engum það í hug“, sagði Carol hrygg. „Að enginn skyldi sjá það! Það, sem hverjum manni er þýðingar- mest. Svona einfalt og sjálfsagt — og þú hefur ekki heyrt það árum saman. Eng- inn man það lengur. En ég veit það, þó Framhald á bls. 28 HÚSPBEYJAN 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.