Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 14
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Um fituna Fitan í fæðunni hefur undanfarna mán- uði verið mjög á dagskrá í útvarpi, í dag- blöðum og víðar. f því sambandi má minnast á grein dr. Sigurðar Samúelsson- ar í Morgunblaðinu þ. 27. janúar, þar sem dr. Sigurður segir, að hjarta- og æðasjúk- dómar séu nú mannskæðustu sjúkdómar þjóðarinnar. Að vísu hafa ekki enn fund- izt fyllilega orsakir þessara sjúkdóma, en þeirra má m. a. leita í skapgerð manna, lífsvenjum, störfum og mataræði. En flestir eru sammála um að varhugavert sé, að saman fari eftirtalin þrenning: kyrrsetustörf, andleg spenna, fiturík fæða. Um mataræðið segir dr. Sigurður, að forðast beri sem mest alla fitu í fæðunni og minnka sykurát eða hætta því. En hins vegar telur hann að ekki sé æskilegt að breyta um of því mataræði, sem þró- azt hefur með þjóð vorri um áratugi. I þessari grein mun það verða gert að umtalsefni, hvernig hægt sé með smá- vægilegum breytingum í matarinnkaup- um og í matreiðslu að minnka fituneyzlu landsmanna og ennfremur gerð grein fyrir svonefndum ómettuðum fitusýrum. sem oft heyrist um talað. Nú er það reynsla manna, að í löndum þar sem lífsskilyrði eru góð hefur neyzla sykurs og fitu aukizt á árunum eftir stríð- ið. En um leið hefur meðalhitaeininga- þörf manna lækkað vegna aukins véla- kosts á vinnustöðum og einnig heimilum. Aukin fitu- og sykurneyzla hefur haft í för með sér minnkandi neyzlu á kornvör- um og kartöflum. Þessi breyting er af ýmsum ástæðum óheppileg, segir í danska bæklingnum „Fedt med maade“, sem Statens Husholdningsraad hefur gefið út. Sykur og fiturík matvæli eru að jafnaði snauðari af vítamínum og öðrum lífs-' nauðsynlegum efnum en kartöflur og kornvörur. Svipuð þróun og viða annars staðar hefur að líkindum átt sér stað hér á landi. Að vísu er lítið um skýrslur um mataræði landsmanna, en samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdabankanum 1958 var sykurneyzlan 51 kg. á ári á hvern mann hér á landi. Höfum við algjört heimsmet í þeim efnum. Um hlutföll fitu í fæðu fslendinga er lítið vitað, en í Noregi hefur þróunin verið þannig, að meðal norskra iðnaðar- manna var fitan 30—33% af hitaeining- um fæðunnar árið 1930, en er nú um 40%. í Noregi var sett á stofn nefnd vísinda- manna, sem fékk það verkefni að gefa út álit um málefnið: fituneyzlu og hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstaða nefndarinn- ar var meðal annars eftirfarandi: 1. Það þarf að minnka daglega fitu- neyzlu svo að ekki meira en 30% af hitaeiningaþörfinni fáist úr fitu. 2. Ómettaðar fitusýrur þurfa a.m.k. að vera 10% af fitumagni fæðunnar, og jafnvel helmingur að því er sumir telja. Þessar ráðleggingar eiga ekki einungis við þá, sem hætt er við hjarta- og æða- sjúkdómum, heldur við alla. En þeir, sem haldnir eru hjarta- og æðasjúkdómum verða að sjálfsögðu að hlíta læknisráðum í þeim efnum. Venjuleg fita er efnasamband af glyce- rini og ýmiss konar fitusýrum. Algeng- ustu fitusýrurnar í fitu eru: palmitínsýra (0^5 H:ll COOH) stearínsýra (C17 H3G COOH) olíusýra (C17 H33 COOH) Hvort fitan er föst (smjörlíki, tólg, smjör) eða fljótandi (salatolía) við venjulegt hitastig, er fyrst og fremst 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.