Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 16
bragðefni og þar kemur fitan einnig við sögu, því lítið er hægt að steikja án fitu. En mesta þýðingu hefur fitan sem orku- gjafi. Fæðan brennur sem kunnugt er í lík- amanum og þá orku mælum við í hitaein- ingum. IJr einu grammi af fitu fást 9 hita- einingar, en úr hinum tveim orkuefnum, kolvetni og eggjahvítu, fást ekki nema 4 hitaeiningar úr hverju grammi. Þar sem hitaeiningaþörf manna hefur minnkað síðustu áratugi, verður sérstak- lega að minnka við sig fitu þ.e.a.s. orku- efnið sem gefur flestar hitaeiningar úr hverju grammi, ella hættir okkur við að verða óeðlilega feit, ef borðað er sama fæðumagn og áður, þegar hitaeininga- þörfin var meiri. Ef fitan er of mikill hluti af fæðunni getur orðið hætta á skorti á nauðsynlegri efnum. I stuttu máli má segja að minnka beri fitumagn fæðunnar: I fyrsta lagi vegna breyttra þjóðfélagshátta, við búum í hlýrri húsum og við minna líkamlegt erf- iði en áður og þessvegna þurfum við færri hitaeiningar til líkamsþarfa okkar. I öðru lagi er öll offita óholl og ber að forðast hana, og í þriðja lagi eru raddir uppi um að hið mikla fitumagn fæðunnar geti stuðlað að hinni miklu aukningu á hjarta- og æðasjúkdómum meðal þjóð- arinnar. Sá sem vill draga við sig fitu, minnkar neyzlu fituríkra matvæla. Þau eru t.d. feitt kjötmeti, kökur sérstaklega rjóma- tertur, súkkulaði, smjörlíki, tólg, smjör og feitur ostur. Sá sem kaupir í matinn velur í búðinni matvæli sém lítil fita er í eins og t.d. mag- urt kjöt, undanrennu, grænmeti og ávexti, að ógleymdum fiskinum, en forðast að kaupa fituríkt álegg eins og pylsur og kæfu. Sá sem býr til matinn minnkar fitu- magnið við matreiðsluna. Fjarlægja þarf alla sjáanlega fitu úr kjöti, nota álegg sem lítil fita er í, þegar smurt er brauð. Forð- izt að baka upp sósur með miklu smjörlíki, veiðið vel fituna af öllu kjötsoði. Þar sem 14 mikil fita er í flestum kökum, ber að tak- marka kökubaksturinn. Óþarfi er að láta smjörlíki eða aðra fitu á kjöt, sem steikt er í ofni. Alla fitu sem runnið hefur af kjötinu skal veiða vel ofan af soðinu áður en sósan er búin til. Hægt er að glóðarsteikja (grillsteikja) án þess að nota fitu eða þá einungis með því að pensla kjötið með svolitlu smjör- líki eða salatolíu. Kjötið þarf að þerra vel ella er erfitt að brúna það. Krydd er ekki látið á kjötið fyrr en búið er að steikja það, því að salt dregur vökva úr kjötinu og er þá erfiðara að fá fallega brúna skorpu. Fisk má einnig glóðarsteikja. Fiskstykk- in þarf að þerra vel, pensla glóðarristina með svolítilli fitu og láta fiskinn um 10 cm frá glóðarelementinu. Fiskurinn er steiktur 4—5 mín. á hvorri hlið. Það skal tekið fram, þegar steikt er á pönnu, að kjöt og fiskur sem velt er upp úr eggi og brauðmylsnu, sýgur til sín mjög mikla fitu. Betra er að nota hveiti í staðinn fyrir egg og brauðmylsnu. Það er óþarfi að nota mikla fitu, þegar kjöt er brúnað, t.d. smásteik. Einnig er algjör óþarfi að brúna lauk og annað grænmeti, sem láta á saman við, þó að það standi í matreiðslubókunum. Það er hægt að komast af með mjög litla fitu, ef fiskur er steiktur í málmþynnum (málmpappír). Málmþynnurnar eru smurðar með örlítilli olíu og vafðar utan um hvert fiskstykki. Gott er að láta stein- selju, sveppasneiðar, sítrónusneiðar eða lauksneiðar hjá fiskinum. Síðan má láta pakkana á heita pönnu. Óþarfi er að láta fitu á pönnuna, en léttara er að hreinsa hana á eftir, ef hún er strokin með olíu, áður en byrjað er að steikja. Þetta virðist ef til vill ekki vera mjög þýðingarmikið, en fróðlegt er að líta á hitaeiningarmagn fisks við hina ýmsu meðferð. 100 g rauðspretta velt upp úr eggi og brauðmylsnu og steikt gefur 180 h.e. 100 g rauðspretta velt upp úr hveiti og steikt gefur 150 h.e. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.