Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 19

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 19
ofdrykkjumann með því, að hann væri hamingjusamur þegar hann væri fullur. Allmargir kunningja Clare hafa sagt svo ég heyrði, að hamingja þeirra myndi vaxa við að gefa henni vel útilátinn löðr- ung. Ég efast um, að hún hefði tekið gilt, að nokkur ætti heimtingu á þeirri ham- ingju. Clare er að gera hið sama og allur hinn vestræni heimur hefur, að mínu viti, verið að gera undanfarin 40 ár eða svo. Þegar ég var unglingur, þá sagði allt frjálslynt fólk: ,,Því erum við með þennan skolla- leik? Við skulum fjalla um kynlífið eins og aðrar eðlishvatir okkar“. Ég var svo einfaldur, að ég hélt að þeir meintu það, sem þeir sögðu, en síðan hef ég uppgötv- að, að því var öfugt varið. Þeir áttu við það, að nú skyldi fjallað um kynlífið með þeim hætti, sem siðmenntað fólk hefur aldrei fyrr fjallað um nokkra eðlis- hvöt mannsins. Við viðurkennum, að allar aðrar eðlishvatir verður að hemja. Við köllum ótamda sjálfsbjargarhvöt hugleysi, söfnunarhvötina ágirnd. Jafnvel svefn verður að hemja, ef menn eiga að standa vörð. En alla mannvonsku og trúnaðar- brot virðist eiga að afsaka, sé takmark þeirra að njóta rekkjubragða. Það er viðlíka siðfræði og ef ávaxta- þjófnaður væri talinn saknæmur, nema ef stolið væri appelsínum. Og ef maður mótmælir þessari siðfræði, þá er hellt yfir mann skrafi um hve kyn- lífið sé fagurt og heilagt og rétthátt og manni er borið á brýn að vera með púrí- tanska fordóma gegn því, eins og það væri eitthvað lítilsvirðandi. Ég mótmæli! Goðumborna Venus, gullna Afróta — ég hef aldrei mælt til ykkar styggðarorð. Ef ég er mótfallin strákum, sem stela appelsínunum mínum, er ég þá mótsnú- inn öllum appelsínum? Eða öllum strák- um? Gæti það ekki verið þjófnaður, sem ég væri mótsnúinn? Það er blekking að segja, að réttur A til að yfirgefa eiginkonu sína sé siðfræðilegt lögmál. Það er ekki brot á einhverri ávaxtasiðfræði, að ræna ávaxtagarð. Það HÚSFREYJAN er brot gegn almennum heiðarleik. A hef- ur rofið trúnaðarheit, brotið gegn þakk- arskuld fyrir langa umönnun og gegn al- mennri mannúð. Það er verið að skapa kynhvötirmi sér- stöðu umfram aðrar mannlegar hvatir, sérstöðu, sem ekkert vit er í. Með henni á að afsaka framkomu, sem dæmd væri grimmúðug, ranglát og miskunnarlaus, stæðu aðrar hvatir að baki hennar. Þó að ég sjái enga ástæðu til að veita kynhvötinni þessi forréttindi, þykist ég sjá röksemdafærsluna. Það er eðli ákafrar ástríðu, sem sprott- in er af kynhvöt, að hún virðist lofa mik- illi fullnægingu. Aðrar ástríður hampa einnig mikilli fullnægingu, en engin eins. Ástarhug fylgir sú allt að því ómótstæði- lega hugsýn, að menn muni halda áfram að vera ástfangnir til dauðadags og að sambandið við mótpartinn muni ekki ein- asta veita margar sælustundir, heldur líka varanlega hamingju. Þessvegna virð- ist allt vera í veði. Glötum við þessu tæki- færi, þá er til einskis lifað. Við umhugs- unina um svo grimmileg örlög, ætlum við að örmagnast af sjálfsmeðaumkvun. Því miður reynast þessi loforð fallvölt. Allar fullorðnar manneskjur vita, að þannig fer um allan ástarbríma — nema þann, sem gagntekur þær sjálfar á þessu augnabliki! — Við afgreiðum hina ævi- löngu ást kunningja okkar auðveldlega. Við vitum, að stundum vara þessar til- finningar og stundum ekki. Og þegar þær vara, þá er það ekki af því, að fyrirheitið, sem þær upphaflega gáfu, væri uppfyllt. Þegar tvær manneskjur öðlast varanlega hamingju, þá er það ekki af því eingöngu, að þær séu einstakir elskhugar, heldur af því — ja, ég verð að segja það óskáld- lega — af því að þær eru góðar mann- eskjur, sem hafa sjálfsstjórn, eru heiðar- legar, réttlátar manneskjur, sem kunna að taka sameiginlegt tillit. Ef við lögleiðum að fólk eigi heimtingu á hamingju í kynlífi og að sú hamingja eigi að hafa forgangsrétt umfram öll önn- Framhald á bls. 39 17

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.