Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 22
Kryddsíld með rjómasósu 4 kryddsíldar 1 msk edik IV2 dl rjómi 1 msk sykur V2 tsk sinnep Graslaukur Síldin hreinsuð og útvötnuð 1 klst. Flök- in skorin á ská í 2 cm breið stykki, raðað á fat. Sinnep, edik og sykur blandað saman, hrært út í þeyttan rjómann. Sósunni hellt yfir síldina. Skreytt með tómötum og harðsoðnum eggjum. Klipptum graslauk stráð yfir. Síld með eplum 6 saltsíldar útvatnaðar og hreinsaðar vel, lagðar i sama lög og á franskan hátt. Nú eru síldarnar flakaðar og flökin skorin í 2 cm bita, sem lagðir eru á fat. Síldin þak- in með rifnum eplum, smátt söxuðum lauk og saxaðri eggjahvítu. 1 dl edik + 1 msk sykur hellt yfir. Borðað kalt með heitum kartöflum. Síldarbúðingur 6 útvatnaðar síldar 200 g sýrðar rauðrófur 1 saxaður laukur V2 kg soðnar kart- öflur 2 harðsoðin egg 3 egg 4 dl mjólk 50 g smjör Síldin þarf að vera mjög vel útvötnuð. Eldfast mót smurt, kartöflusneiðar lagðar í botninn, þar ofan á er síldin, sem skor- in er í bita, saxaðar rauðrófur, laukur og egg lagt í lögum. Kartöflur lagðar ofan á. Smjörbitar látnir þar á. Egg og mjólk þeytt saman, hellt yfir. Mótið sett inn í heitan ofn, þar til egg- in eru hlaupin, um 25 mínútur. Fylltar síldarrúllur 3 saltsíldar Brauðmylsna 4 msk saxaður laukur Smjörlíki 6 msk dill Síldin útvötnuð vel og flökuð. Flökin þerr- uð vel. Lauk og dill fnotast má við þurrk- að) soðið saman í dálitlu smjöri, sett á flökin, sem vafin eru upp. Rúllunum raðað í smurt, eldfast mót. Brauðmylsnu stráð yfir, smjörlíki sett yfir í bitum. Sett inn í heitan ofn 15—20 mínútur. Borðað með kartöflum. Soðin ný síld Síldin hreinsuð og beinin tekin úr henni. Flökin vafin saman eins og sýnt er. Rúll- unum raðað þétt í pott. Köldu vatni hellt yfir, saltað. 1 lárberjalauf og 5 piparkorn soðin með. Suðan látin koma hægt upp. Þegar sýður er slökkt undir pottinum og potturinn látinn standa velluktur í 8—10 mínútur. Síldin borin fram með góðri sósu, t.d. sítrónu-, kapers-, steinselju-, karrý- eða grænmetissósu. Steikt síld 1 kg síld Vs tsk pipar 4 msk hveiti 100 g smjörlíki 1 tsk salt Síldin hreinsuð og flökuð. Hveiti, salti og pipar blandað saman. Smjörlíkið brúnað á pönnu, síldinnni vellt upp úr hveiti- blöndunni eða eggi og brauðmylsnu. Steikt móbrún á báðum hliðum. Borin fram með soðnum kartöflum og lauksósu. Einnig er gott að bera með síld- inni brúnaðan lauk eða sítrónusneiðar. Steikt síld í edikslegi 4—6 steiktar síldar 2 laukar Lögurinn: 1 dl vatn Sykurinn leystur upp í sjóðandi vatninu, ediki og pipar blandað saman við. Kælt. Síldin steikt, lögð heit í löginn, geymd í nokkrar klst., áður en hún er borin fram með laukhringum. Fylltar síldar Síldarnar hreinsaðar og skornar upp frá hrygg, öll bein tekin vel í burtu. Sildin þvegin vel og þerruð. Innan í: 100 g saxaðir sveppir; 100 g HÚ9FREYJAN 1 dl sykur 2 dl edik V2 tsk pipar 20

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.