Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 24

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 24
Pakkarnir látnir á plötu, sem sett er inn í ofn, 200°, í 20 mínútur. Síldin borin fram innpökkuð, borðuð með hráu salati og kartöflum. Reykt sfld í tómatsósu 4 reyktar síldar Sósan: 2 msk tómatkraftur 2 msk edik 2 msk matarolía 2 msk vatn Salt, pipar, sykur Graslaukur Síldarnar hreinsaðar vel, roðið tekið af og öll bein. Flökin lögð á fat. Sósimni hellt yfir. Látið standa %—1 klst. Klipptum graslauk eða söxðum lauk stráð yfir. Sósan er hrist vel saman, krydduð með salti, pipar og sykri eftir smekk. Reykt sfld með majonnes 6 reyktar síldar 6 msk majonnes % dl rjómi 1 msk saxaður gras- laukur Skraut: 2 msk saxaður laukur 2 msk sýrðar rauð- rófur 2 msk söxuð epli 1 saxað, harðsoðið egg Síldin hreinsuð vel, flökin lögð á fat, hul- ið með majonnes, sem þynnt hefur verið með rjóma. Graslauk stráð yfir. Látið lauk, rauðrófur, epli og eggin um í kring á fatinu eða í röndum yfir umí kring á fatinu eða í röndum yfir majonnesið. Bíði á köldum stað %—1 klst. Reykt síld í móti 6 reyktar síldar 3 egg % kg kartöflur, soðn- 4 dl mjólk ar Salt og pipar 2 msk saxaður laukur Síldin hreinsuð vel, flökin skorin í bita. Lagt í lögum ásamt niðursneiddum kart- öflum í smurt mót, lauk og kryddi bland- að með. Egg og mjólk þeytt, hellt yfir. Steikt í 25—30 mínútur í heitum ofni. Borið fram með sýrðum rauðrófum. Konur i austri og vestri Framhald af bls. 5 en hún er sjaldan heima og er með öllu óháð foreldrum sínum. Kannski er það viðhorf hennar til starfsins, að hún, sem einstaklingur hljóti að vera fyrirvinna síns brauðs, sem gefur henni sjálfstæði hennar. Það, sem skilur Zhenyu frá bandarísk- um jafnöldrum hennar er það, hve laus hún er við alla tilgerð. Hún er einlæg og eðlileg, segir meiningu sína og gerir það, sem henni sjálfri sýnist í svo ríkum mæli, að ég hef undrast það. Af einu hef ég áhyggjur. Það er, hve oft hún er farin að fala hjá mér tímarit eins og „Seventeen.11 Heimar höfuðprýði er dugnaður, falsleysi, tilgerðarleysi, allt kvenlegir eiginleikar, sem fyrst og fremst þróast í þeim samfélögum, sem ekki þekkja velmegun. Ég held, að bandarísk- ar stúlkur hafi haft þessa eiginleika fyrir svosem hundrað árum. Kannski glatar Zhenya aðdráttarafli sínu þegar Sovét- ríkin eru farin að framleiða aukið magn af neyzluvörum fyrir almenning.“ Þið sjáið eflaust af þessum greinum, að ungi maðurinn dáir nær sömu eigin- leika í fari rússnesku stúlkunnar og kven- rithöfundurinn telur konum nauðsynlegt að þroska með sér, til þess að verða ham- ingjusamir einstaklingar. Þá eiginleika telur hún þær öðlast þegar þær búa við aðstæður, sem krefjast allra þeirra krafta og hæfileika. Það er ekki nýtt að heyra rætt um það, að gnægðir lífsgæða verði stundum til þess að spilla mannfólkinu í stað þess að þroska það. Hvað sem því líður, þá er áreiðanlega tímabært að skoða frá nýjum sjónarhóli mörg þau störf hins daglega lífs, sem konum hættir til að binda sig við umhugsunarlaust. Hvar, sem því verður við komið, ættu þær að vega og meta hver þau störf eru, sem líklegust eru til að skila þeim til hins mesta þroska. S. Th. 22 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.