Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 29
Skúffurnar má allar taka í burtu, og nota þá plássið fyrir hærri slá, sem hengja má á föt barnanna, þegar þau stækka. I skápnum til hliðar er hægt að geyma sængurver, rekkjuvoðir og fleira, en neðstu hillurnar hafa börnin fyrir leik- föng sín. 3. og 4. mynd. Ef ekki eru rennihurðir fyrir skápunum má hengja ýmsa hluti innan á hurðirnar. Komast má af með spegil, sem er um 25 sm á breidd og 110 sm á hæð. Plastklæddar vírgrindur eða körfur eru þægilegar undir ýmiss konar smáfatnað, og plástklædda gorma má nota til að hengja á slifsi, belti o.þ.h. Einnig má sauma úr plasti eða öðru efni eins konar vasahengi til að geyma í skó, vett- linga eða annað smádót. Rennihurðir eru mikið notaðar nú, og hafa þann kost, að þær spara plássið í herberginu. Ef skápar ná alveg upp í loft er þægilegra að hafa hurðirnar tvískiptar, svo að þær verði ekki of þungar að draga þær til. 5. mynd. I þessum skáp er öðrum meg- in höfð skúffusamstæða til að geyma í skyrtur, nærföt o. fl. Yfir skúffunum má hengja jakka, buxur og pils, en kjólar og annar síður fatnaður hangir til hliðar. HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.