Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 36

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 36
Efni: 400—450 gr hvítt garn eða hvítur lopi, 250—300 gr dökkgrátt garn eða lopi, 200 gr milligrátt garn eða lopi, 200 gr ljósgrátt garn eða lopi. Hringprjónn nr. 3 og 3V£ og 5 prjónar af samsvarandi grófleika. 8 hnappar úr tini eða aðrir fallegir hnappar. Stærð: Nr. 50/52 og 52/54. Brjóstvídd 110—112 sm, sídd 66—70 sm, ermasídd um 54—58 sm. Prjónið þannig, að 24 1 = 10 sm á breidd og 14 umf. = 5 sm á hæð. Ef prjón- að er laust verður að nota fínni prjóna en sagt er fyrir, en grófari ef prjónað er fast. Peysan: Fitjið upp 250—270 1 á prj. nr. 3 og prj. 5 sm snúning (1 sl. og 1 sn.). Prjónið síðan slétt prj. á prj. nr. 31/2- Aukið út jafnt í 1. umf. þar til 264—288 1 eru á prj. Prjónið síðan munstrið eftir myndinni. Þegar búið er að prjóna 62— 66 sm er tekið úr fyrir hálsmáli: Setjið 18 miðlykkjur á hjálparnál, en prjónið síðan áfram fram og aftur eftir munstr- inu, en setjið 2 1 á hjálparnálina í lok hverrar umferðar. Þegar búið er að prjóna alls 66—70 sm eru lykkjurnar geymdar á prjóni eða spotta. Prjónið peysu ó eiginmanninn eða yngissveininn Ermar: Fitjið upp 58—62 1 á prj. nr. 3 og prj. 5 sm snúning. Prjónið síðan slétt prj. á prj. nr. 3V2- Aukið út jafnt í 1. umf. þar til 66—70 1 eru á prj. Prjónið eftir munstrinu, en aukið út um 2 1 á öðrum hverjum sm, þar til alls eru 112—120 1 á erminni. Þegar ermin er orðin 54—58 sm eru prj. 4 umf. einlitar fyrir saum- fari. Fellið laust af. Þessi peysa er bæði hlý og falleg, og auðvitað er þægilegra að klæðast peysu en jakka, hvort heldur til vinnu eða heima fyrir, þegar menn taka sér hvíld eftir eril dagsins. Munstrið fer vel í herra- peysu, og má prjóna það í sauðalitum eða öðrum látlausum litum, sem fara vel sam- an. Listar: Fitjið upp 12 1 og prj. 8 fyrstu 1 í snúning (1 sl. 1 sn.), prjónið 4 seinni 1 sléttar fyrir saumfari. Þegar listinn er 61—65 sm er fellt af 4 sl. 1, 8 1 eru geymd- ar á nælu eða spotta. Búið til 8 hnappa- göt þeim megin, sem þau eiga að vera, fyrsta 2^/2 sm frá fitinni og síðan með 81/)—9 sm bili, hið síðasta á hálslíning- unni. 34 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.