Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 37

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 37
JVokkur miimingarorð um móður mína Móðir mín hét Ingibjörg Kristmundsdóttir og var ættuð af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. For- eldrar hennar voru Una Þorleifsdóttir og Krist- Frágangur: Pressið létti- lega yfir stykkin. Saumið í vél 2 línur niður peys- una miðja að framan og fyrir handvegum á hlið- unum (eftir vídd erm- anna). Iílippið síðan í sundur milli saumanna. Saumið axlarsauma með lykkjusaum. Saumið lín- ingar við. Látið sléttu röndina leggjast inn á rönguna og yfir upp- Itlipta kantinn og tyllið henni niður. Setjið lykkj- urnar við hálsmálið og á líningum á prjóna og prj. 7 sm snúning (munið eftir síðasta hnappagat- inu). Prjónið 2 sm, búið til hnappagat, prjónið síðan 3 sm og búið til hnappagat, alveg eins, prjónið svo aftur 2 sm. Fellið laust af. Brjótið hálslíninguna tvöfalda og saumið hana niður á röngu. Saumið ermarnar við og leggið sléttu rönd- ina yfir uppklipptu brún- ina á röngu og tyllið henni niður. Saumið kappmelluspor í tvöfalda hnappagatið og kannske í öll hnappagötin. Pressið sauma. D dökkgrátt □ hvítt X milligrátt • ljósgrátt. mundur Bjarnason. Þau bjuggu í Bjarghúsum f Vesturhópi og þar var mamma fædd á gaml- árskvöld 1861. Foreldrar mömmu voru fremur fátæk eins og svo margir á þeim tímum. Oft heyrði ég það á henni að hana hefði langað að læra meira til bókarinnar, en þá var kostur á. Henni var aðeins kennt að lesa og hún las mjög skýrt og vel og minnist ég þess, þegar ég var barn, hvað mér fannst skemmtilegt, þegar mamma las húslesturinn, sem hún gerði ávalt á stórhátíðum og á hverju kvöldi alla föstuna. Svo lærði hún kverið fyrir ferminguna en engu var til kostað að kenna henni skrift eða reikning. En bróðir hennar, sem var nokkru yngri, fékk að læra það. Hann bjó til blek og gaf henni stafrófið skrifað, svo hún lærði það og var vel sendibréfsfær. „Bókvitið var ekki látið í askana“. Þá var margri konunni svo þröngur stakkur skorinn, að hún átti ekki um annað að hugsa en heimili sitt. Vinnan var þá metin fyrir öllu öðru og þótti ekki eiga við að konan eyddi miklum tíma í bóka-lestur eða skriftir. Ég get því miður ekki sagt mikið um ætt mömmu eða uppvaxtarár. Hún var í æsku, er hún missti föður sinn, en var með móður sinni eitthvað lengur. Hún mun hafa farið ung að vinna fyrir sér og var þá hér og þar í Vesturhópi Ingibjörg Kristmundsdóttir HÚSFREYJAN 35

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.