Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 39

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 39
úr ýmsum áttum Frá kvenfélaginu „Tíbrá“ Höfn Hornafirði Nú á þessu ári eru liðin 40 ár síðan nokkrar konur hér í Hafnarkauptúni, fundu hvöt hjá sér, að bindast félagssamtökum. Eflaust hafa framá konur í þessu plássi, sem þá var mjög fámennt, rætt málið sín á milli á götum og torgum, eins og gerist og gengur, en árangur af viðræðum þeirra varð sá, að kallaður var saman fundur þ. 8. febrúar 1924. A þeim fundi var tekin ákvörðun um að stofna kvenfélag, sem við fæðingu hlaut skírnarnafnið Tíbrá. ,,Tíbrá“ ,,Hilling“. Já konurnar sáu í hilling- um nytsöm verkefni framundan sem kölluðu á starfandi hugi og hendur og fórnfúsa krafta að láta gott af sér leiða. Fyrstu stjórn skipuðu: Form.: Ingibjörg Frið- geirsdóttir, ritari Anna Þórhallsdóttir, gjaldkeri Guðríður Jónsdóttir. í varastjórn Þóra Tryggva- dóttir og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Stofnendur voru í byrjun 11 konur. hugur manns. Mamma vissi enga betri skemmtun en koma á bak Glettu sinni. Hún hafði gaman af að kasta fram vísu við tækifæri og set ég hér tvær vísur um Glettu. Sorgir þéttar svífa frá, sárum léttir kvíða, ef á Glettu minni má marga spretti ríða. Þjónar sprundir þýð og Ijúf, það má undur kalla. Blæðir und mín, ef að þú örend mundir falla. Að endingu vil ég segja það, að ekkert er jafn þakkarvert og að hafa átt trúaða móðuur, sem hefir gefið manni það veganesti sem er guðstrú. Eg var mjög ung er mamma kenndi mér þessa gömlu góðu vísu og vildi láta mig breyta eftir henni. Víst ávalt þeim vana halt, vinna lesa iðja, umfram allt þó ætið skalt elska guð og biðja. Ég átti því láni að fagna að alast upp með foreldrum mínum og einnig að hafa þau hjá mér eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili. Mamma hafði mikið ástriki á börnum mínum og þau söknuðu hennar mikið, er hún lézt 22. febr- úar 1937 og var þá fullra 76 ára. Pabbi minn lifði lengur hjá mér. Hann dó 1946 þá 80 ára. Blessuð sé þeirra minning. Jenný Jónsdóttir. Á næsta fundi félagsins var tekin ákvörðun um að veita konum í Nesjasveit heimild til þátt- töku í félagsskapnum. Aldrei munu það þó hafa verið nema fáar kon- ur þaðan, sem tóku þátt í því, enda þess ekki langt að bíða að þær stofnuðu sitt eigið félag. Helsta sameiginlega verkefnið, sem unnið var að á því tímabili, var að kaupa altaristöflu í Nesja- kirkju. Og árin liðu. Félagið verður fjölmennara og verkefnin eru óteljandi í þessu ört vaxandi og lítt byggða kauptúni. Það vantar svo margt: barnaskóla, sundlaug, samkomuhús og kirkju o.fl. o.fl.. Sjóðir hafa verið stofnaðir til styrktar öllum þessum velferðarmálum. Einnig til kaupa á Röntgentækjum, auk þess sem nokkuð hefur verið lagt til líknar- og mannúðarmála og alltaf finnum við betur og betur, hvað verkefnin eru óþrjótandi og ofviða okkur fáum og smáum. Nú er svo komið, að barnaskóli hefur verið byggður, sundlaug, stórt og vandað félagsheimili og kirkja er í smíðum og til allrar þessarar menningarstarfsemi hefur félagið lagt sinn ríku- lega skerf. Nú á þessu ári, þegar félagið átti 40 ára starfs- afmæli vildu sumar konurnar að haldið yrði upp á afmælið með mannfagnaði. En samt varð að ráði að sleppa því að þessu sinni. En minnast afmælisins með þvi að stofna 10 þús. króna sjóð, sem verja skal til kaupa á skírnarfonti í Hafnar- kirkju. Nú má ekki skilja þetta svo að starfsemin hafi eingöngu verið þrotlaus barátta við fjáröfl- un. Við höfum sannarlega átt okkar björtu sameiginlegu skemmtistundir bæði á kvöldvök- um félagsins og skemmtiferðum, sem hafa tengt okkur félags- og vináttuböndum. Nú viljum við. núverandi félagssystur í ,,Tibrá“, senda kærar kveðjur og þakkir til allra fyrrver- andi félagskvenna, hvar sem þær eru, og þá sér- staklega til fyrstu stofnenda og brautryðjenda félagsins. Sumar af þeim eru nú orpnar moldu, en við blessum minningu þeirra. í hillingum sjáum við framtíðina, sem við von- um að verði björt og gæfurík, með vaxandi starfskrafta í þégu góðra málefna. 21/11 1964 Laufey Sigursveinsdóttir. Kvenfélag Akraness 2. grein laga Kvenfélags Akraness hljóðar svo: „Tilgangur félagsins er, að vinna að mannúðar- og menningarmálum í Akranes-kaupsað." Þessi hefur tilgangur félagsins verið frá því að það var stofnað, fyrir 39 árum. Ekki voru það sízt stofn- endurnir og þær konur sem gengu í félagið á fyrstu árum þess, sem unnu byggðarlaginu allt sem þær máttu. einmitt með, eða á vegum fé- lagsins og verður þeim seint fullþakkað, það starf, 37 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.