Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 40

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 40
en sumar þeirra starfa enn í félaginu og eru jafn áhugasamar og þær voru í byrjun. Það má segja, að félagið hafi barizt fyrir einkum tveim stórmálum, þó fátt hafi það látið sér óviðkom- andi, sem til heilla horfir fyrir bæinn. Fyrra aðalmál félagsins var bygging sjúkrahúss á Akra- nesi. í mörg ár vann félagið að fjársöfnun til þess og var sjúkrahúsið og er enn, óskabarn allra félagskvenna og er alltaf árlega nefnd starfandi innan félagsins, sem sér um fjáröflun fyrir sjúkrahúsið. — Nú hin síðari ár hefur Kvenfé- lagið, ásamt tveim öðrum félögum í bænum, rek- ið dagheimili fyrir börn, að sumrinu til, þar til á s. 1. ári að dagheimilið flutti í nýtt hús, sem félögin höfðu keypt og útbúið til að reka þar myndarlegt dagheimili fyrir börn, allan ársins hring. Væntum við góðs árangurs af því starfi, sem þar er unnið. — Nú eru þá stórmálin talin. En svo eru hin minni og yrðu þau of mörg upp að telja. Þó má nefna t. d. saumanámskeið og sníðakennslu á vegum félagsins. Mæðrastyrks- nefnd hefur í mörg ár starfað og rekur nú skrif- stofu, ásamt með Kvennadeild verkalýðsfélags Akraness. Ýmislegt er gert til fjáröflunar, bæði fyrir félagssjóð og annað, t. d. svo sem fyrr er sagt, merkjasala fyrir sjúkrahúsið, sala minning- arkorta fyrir sjóð sem stofnaður var með Kv.d. slysavarnarfélagsins, til minningar um látna fé- lagskonu, ýmisleg fjáröflun fyrir dagheimilið og bazar til ágóða fyrir félagssjóð. Félagskonur selja árlega merki fyrir Blindravinafélag íslands og rit félagasamtakanna Verndar, en að þeim er félagið aðili. Einnig önnumst við sölu Húsfreyjunnar, tímarits K.Í., en félagið er í Samb. Borgf. kvenna. — Og svo er það sem til gamans er gjört. Venju- lega er farin skemmtiferð á sumrin og alltaf hald- in árshátíð, rétt eftir áramótin, en þangað er boðið öllu fólki í Akraneskaupstað sem er orðið 67 ára eða eldra og er glatt á hjalla þegar fé- lagskonur og menn þeirra skemmta sér einn dag á ári með þessum vinum sínum. — 7 fundi heldur félagið á ári, sá fyrsti er í okt. sá seinasti í apríl. — Aðalfundur er í janúar. — Fundum er þannig háttað, að félagskonum er skipað í flokka, (8—10 í hverjum) eftir stafrófs- röð, og sér flokkurinn um skemmtiatriði og kaffi- veitingar hver á sínum fundi. Er þá fyrst gengið til venjulegra félagsstarfa, mál rædd og afgreidd, síðan lesið úr félagsblaðinu ,,Freyju“, sem alltaf eru skipaðar 2—3 konur til að skrifa í fyrir hvern fund og öllum öðrum félagskonum frjálst að skrifa í, um sín áhugamál. Síðan koma svo skemmtiatriði og kaffidrykkja í lok fundar. Alltaf er sungið í upphafi funda og í lokin, og einnig inn á milli skemmtiatriða og hefur sama konan, um mörg ár gegnt forsöngvarastarfi og spilað undir allan söng, á orgel. Oft eru fengnir að fyrirlesarar til að flytja erindi um mál, sem of- arlega eru á baugi, hverju sinni. T. d. á síðast- liðnu ári flutti frú Jónína Guðmundsdóttir erindi Þorraþrœll 1965 Skín í skyggni góðu skær og fögur sól, vermir hæð og hól, hressir mannaból. Sveipast mildri móðu mói og fjallsins brún, glitast geislarnir grænleit tún. Enga fönn að finna frera vart að sjá, löngum leiðum á léttan aka má. Gleður von um gróður, gæfu og landsins hag. Þyljum þakkarbrag þorradag. G. B. um störf mæðrastyrksnefnda, frú Herdís Ólafs- dóttir um tryggingarmál og yfirlæknir sjúkra- hússins hr. Páll Gíslason erindi um sjúkrahúsið og stækkun þess. Og kvikmynd um barnsfæð- ingu var sýnd. A apríl-fundinn bjóðum við gest- um til okkar og á síðasta apríl-fundi flutti Stein- unn Ingimundardóttir, skólastjóri húsmæðraskól- ans á Varmalandi, erindi um borðsiði og sýndi dúkun og ýmiss konar aðferðir við að leggja á borð. — Stjórn Kvenfélags Akraness skipa 7 konur. form.. ritari, gjaldkeri og 4 meðstjórn- endur, sem skipta með sér verkum. Form., ritari og gjaldkeri ganga úr stjórninni sitt árið hver, en 2 af meðstj. ganga úr árlega. Núverandi stjórn skipa: Helena Halldórsdóttir, form., Svava Finsen, ritari, Svava Steingrímsdóttir, gjaldkeri, Soffía Stefánsdóttir, Ása Ó. Finsen, Ólína Þórðardóttir og Eygló Gamalíusdóttir meðstjórnendur. Akranesi 17/2 ’65 Helena Halldórsdóttir. Svava Finsen. 38 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.