Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 6
KRISTJÁN JÓNSSON 1842—1869. Brotsárið á steininum er tákn hinnar ömurlegu ævi skáldsins, og strikið milli ártalanna táknar æviferil mannsins, sem lagði frá Krossdal umkomuleysisins, hraktist á Dimmafjallgarði einstæðings- skaparins og hrapaði í Heiðnabjargi mein- legra örlaga.“------ Næsti foss norðan við er Hafragilsfoss. Og ef þið leggið leið ykkar að Dettifossi, þá látið ekki bregðast að koma fram á gljúfurbarminn norðan við þann fyrr- nefnda. Þá sjáið þið allt í senn: hrikaleg- ustu árgljúfur á íslandi, fagurskapaðan foss og vinalega og gróðurríka staði með silfurtærum vogum og lækjum í nágrenni hans niðri í þessari hamrahöll. Að öllum líkum á Jökulsá mestan þátt í því að grafa þessi gljúfur, enda unnið að því minnst tíu þúsund ár. En fyrir um fimmtán þúsund árum var hér allt hulið jökli sem þó var dvínandi og má enn sjá, hvernig hann hefur sorfið miðhluta gljúf- ursins, eða niður af Svínadalshálsinum, sem ber við loft í vestri, og alla leið niður í Svínadalinn. Fjallahyrnurnar tvær, er við sjáum vestan við ána, nokkuð sunnan við Víga- bjargið, heita Þórunnarfjöll. Talið er að þar hafi kona, Þórunn að nafni, bjargað lífi sínu og sinna heimilismanna, þegar Svarti dauði geysaði fyrir meir en fimm hundruð árum eða um 1402—1404. Og ef ég man rétt, þá segir Árni Óla blaða- maður frá þessu og ýmsu fleiru í Árbók Ferðafélagsins 1941. Vígabjargið, sem rís hérna rétt sunnan við okkur, hefur sennilega fengið nafn sitt af válegum atburði. Austan í því er hellir, sem nefnist Grettisbæli. Er mælt að hér hafi Grettir eitt sinn dvalið, þá er hann hafði aðsetur í Öxarnúpi, eins og merkin sýna. Uppi á Vígabjargi stóð eitt sinn Guðmundur skáld á Sandi síðla dags í fögru veðri. Um þá heimsókn orti hann síðar kyngimagnað kvæði, er hann nefndi Jökulsárgljúfur. Þar stendur meðal ann- arra orða: „Vígabjarga fossinn fagri fellur þar af kúptri hellu, milli kletta sýður og svellur, sveipast niður í þröngar greipar. Uði rýkur upp úr koki, eldar sól á björtu kveldi friðarboga í fleygiúða — fegurst sjón á norðurvegum.“ — Háa brekkan, sem ber við loft austur af Vígabjarginu, heitir líka Vígabrekka. Lítum við aftur á móti vestur fyrir Jökuls- ána, þá sjáum við hér beint á móti hvar bergvatnsá fellur í hana. Hún heitir Mel- bugsá. Meðfram henni syðst er unaðslegt umhverfi. Sléttu mosa- og lyngflákarnir vestur og norðvestur frá henni nefnast Reitur. En hann, ásamt umhverfi Mel- bugsárinnar, mestur hluti giljanna, er við sjáum í hálsinum ofan við og norður á móts við Forvöðin yzt að Jökulsánni heita Hólmatungur. Þar rennur Hólmáin, sem myndast af mörgum lækjum, er falla nið- ur gilin, sameinast og steypast að lokum niður kambinn, þarna út frá, þar sem skarðið er í hana. Nokkru nær kemur bergvatnsá fram úr kambinum miðjum og sjáum við hana mun betur. En það var við Hólmána, þar sem göturnar liggja yfir hana og blómskrúðið er mest á bökk- um hennar og í víðivöxnum hólmum, að Þorsteinn Erlingsson skáld var eitt sinn á ferð. Eftir eigin sögn varð hann svo hrifinn af umhverfinu þar, að hann átti engin orð til að lýsa því. Mörgum árum síðar var Jón Magnússon skáld þar á sömu slóðum, er hann minntist síðar á þessa lund: ,,Hér fæðist jörðin undan is í .öræfanna paradís, er vorsins dúfa vængjablá sér vegu kýs um loftin há. Frá Hólmatungum heyrist gnýr. Þar heiðin þúsund strengi knýr. Þar andar jörð við ilm og hljóm, þar angar kjarr, þar glóa blóm. Hver foss á hörpu í hyl og ál, hver hólmi sérstakt tungumál.“ Móti Hólmatungum yzt hérna megin árinnar er einhver gróðurríkasti staður 4 HÚSPBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.