Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 14
f o o o Eldhúsinnrétting Framhald af bls. 9. staðla eldhúsinnréttingar og skápa í íbúð- ir? Hvaðan á slík ákvörðun að koma? S.T. Ætli að það gerist nenia að iðn- aðarmenn telji sér hagnað að því? H.H. Það mætti gera miklu meira að því að staðla innréttingar og því ætti að að gefa meiri gaum. Nú fást til dæmis plastskúffur til að hafa í fataskápum og kannski mætti spara 5—10 þúsund krón- ur á íbúð með því að smíða skápagrindur, sem þessar skúffur féllu í. S.K. Ég veit til þess, að í sumum nýj- um húsum er farið að nota þessar skúff- ur, bæði í fataskápa og sem mjölskúffur í eldhúsi, og eru þær mjög þrifalegar til þess. Einnig eru plastklæddu skúffugrind- urnar hentugar, t.d. undir óhreinan þvott. E.G. En hvað um glugga? Hefur verið reynt að staðla þá? Og verður ekki að taka sérstakt tillit til veðurfars hér við gerð glugga? H.H. Tilraunir með stöðlun glugga eru að hefjast, m.a. höfum við til athugunar eina gerð, sem er með hengslum efst á gluggagrind. Stöðlun rúðustærða ætti að geta sparað 6—8 þúsund krónur á hús. Hverfigluggarnir, sem víða hafa verið settir í hús að undanförnu, reynast mis- vel, og eru dýrir. Ein orsök þess hve erf- itt er að koma við stöðlun í byggingaiðn- aði hér, er hve framleiðendur eru margir og smáir í hverri grein. S.T. Leita ekki margir til teiknistofu Húsnæðismálastofnunar innar ? H.H. Jú, og þeim fjölgar ört, eins og ég gat um í upphafi. S.l. ár seldum við teikningar að um 340 íbúðum og mér telzt til, að það sé um helmingur þess íbúða- fjölda, sem byggður hefur verið í þétt- býli utan Reykjavíkur. Þessar teikningar frá okkur kosta á milli 4 og 5 þúsund, með öllum sérteikningum, en svo ódýrar geta þær verið vegna þess, að f jöldi manns notar sömu teikninguna. 1 gegnum starf teiknistofunnar álít ég, að hægt verði að koma á stöðlun í allmörgum atriðum. 12 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.