Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 22
Bakað í velsmurðu, brauðmylsnustráðu móti við 200° um 20 mínútur. Á meðan er allt sem á að fara ofan á kökuna, soðið augnablik saman í potti. Aldinmaukið sett ofan á kökuna, síðan bráðin. Kakan sett inn í ofninn á ný, þar til hin er fallega brún að ofan. Kaka þessi batnar við geymslu. Haframjölskaka 100 g smjörlíki 2 eggjahvítur 2 eggjarauður 150 g sykur 3 dl haframjöl 1 msk eplamauk, full 50 g malaðar möndlur IV2 tsk lyftiduft Smjörlíkið brætt. Eggjahvíturnar stíf- þeyttar, eggjarauðunum og sykri blandað saman við, þeytt dálítið. Haframjöli, epla- mauki, möndlum og lyftidufti blandað saman við. Síðast er smjörlíkinu hrært saman við. Bakið í lausbotna, velsmurðu móti við 150° í 40—50 mínútur. Bráðin soðin saman, hellt heitri yfir kökuna. Ofan á: 50 g smjörlíki V2 dl rjómi 1 msk sykur V2 msk kakao V2 tsk hveiti Ávaxtakaka með hnetum 1 egg 3 dl sykur 3% dl mjólk 6 dl hveiti 5 tsk lyftiduft 100 g bráðið smjörliki Ofan á: 100 g smjörlíki 1 dl sykur 1 msk hunang 50 g hnetukjarnar, saxaðir 1 msk hveiti 1 msk vatn 3 epli I kökuna er öllu blandað saman, hrært um stund. Deiginu hellt í velsmurt fer- kantað mót 30x40 cm og bakað við 175— 200° um 15 mínútur. Ofan á: Smjörlíkið brætt, sykri, hun- angi, hnetum, hveiti, vatni og flysjuðum, brytjuðum eplum blandað saman við. Hit- að þar til suðan kemur upp. Hellt yfir hálfbakaða kökuna, sem síðan er fullbök- uð. Bezt nýbökuð. Súkkulaðiterta 200 g smjörlíki 250 g hveiti 75 g sykur 2 msk kakaó Krem: 3 egg 2 dl rjómabland 100 g smjör 2 msk vanillusykur Búið til venjulegt hnoðað deig, sem flatt er út í 3 kringlótta botna. Bakað við 175° í 12 mínútur. Farið varlega með botnana. þeir eru svo stökkir. í kremið er rjómablandið hitað, hellt heitu yfir sundurslegin eggin. Hellt í pott- inn aftur, soðið þar til fer að þykkna. Hrært vel í á meðan. Kælt, smjörinu og vanillusykri hrært smátt og smátt saman við. Botnarnir lagðir saman með kreminu, kakan skreytt með þeyttum rjóma og söxuðum hnetum. Heilhveititerta 4 egg 3 dl sykur 4 msk mjólk 3 msk smjörlíki 3 dl heilhveiti 2 tsk lyftiduft Eplamauk Þeyttur rjómi Egg og sykur þeytt vel, mjólk og bræddu smjörlíki hrært saman við ásamt heilhveiti og lyftidufti. Bakað við 200° í 25 mínútur, þá er hitinn minnkaður niður x 175° og kakan fullbökuð um 25 mínútur. Kakan klofin í þrennt, lögð saman með velkrydduðu epla- mauki. Skreytið kökuna með þeyttum rjóma og rauðu aldinmauki eða rifnu súkkulaði. 20 HÚ8PBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.