Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 33

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 33
böl í för með sér. Skipulagður og stefnu- fastur fjárhagur skapar frelsi og gerir fólki kleift að rísa undir skuldbindingum sínum. Fjárhagslegar ákvarðanir og gerðir okkar hafa mikil áhrif á fjárhag þjóðfé- lagsins og snerta því alla. Að vísu ættu peningar ekki að vera að- alatriðið í tilveru manna, en sé fjárhag- urinn á föstum og áhyggjulitlum grund- velli, skapast meiri tími til skemmtilegri viðfangsefna. En hvernig skapast þessi grundvöllur? 1. Færið einfalt bókhald yfir tekjur og gjöld. 2. Gerið tímabundna fjárhagsáætlun yfir væntanleg gjöld. 3. Lærið rétta meðferð og viðhald þeirra hluta, sem til eru á heimilinu, svo að þeir varðveitist sem bezt. 4. Hirðið vel allan fatnað. 5. Lærið að matbúa á þann hátt að ekkert fari til ónýtis. 6. Leggið fyrir ykkur þessa spurningu: „Þarf ég á þessu að halda núna?“ í hvert skipti sem þið ætlið að festa kaup á einhverju. Anna býr heima hjá pabba og mömmu Anna er orðin tvítug og hefur þegar í nokkur ár unnið á skrifstofu og býr hjá foreldrum sínum. Hún hefur 7000 kr. í kaup á mánuði. Hún greiðir sjálf opinber gjöld og sjúkrasamlag, en ræður að öðru leyti yfir kaupi sínu, enda ekki of mikil upphæð fyrir sígarettum, fatnaði og skemmtunum. Það er talinn sjálfsagður hlutur, að foreldrar sjái börnum sínum farborða, en hve lengi hvílir þessi skylda á herðum þeirra? Pabbi hefur kannski slegið því fram, að Anna litla ætti að greiða fyrir fæði og húsnæði, en mamma álítur að hún sé ung enn og eigi að hafa tækifæri til að skemmtp sér. Anna litla fái nógu fljótt að kenna á fjárhagslegum áhyggjum lífsins. Önnu finnst því sjálfsagt að koma heim úr vinnunni í hreint og vistlegt herbergi, ganga að fatnaði sínum hreinum og strauj- uðum. Mamma sér um það allt því að Anna stundar vinnu og hefur lítinn tíma til slíks. Blöð og tímarit liggja á stofuborðinu, Anna masar í símann, þegar hana langar til, pabbi borgar símann. Anna býður heim félögum sínum, og mamma sér um kaffi og kökur. Anna býður að vísu sælgæti og heldur þar með að hún borgi brúsann. Önnu hefur aldrei dottið í hug, að pabbi og mamma hafi nokkurn tímann áhyggjur yfir þvi að geta staðið straum af öllum þessum kostnaði. En hvernig fer þegar Anna giftir sig? Þá kemst hún að því að allir þessir hlutir kosta peninga og þá verður ekki mikið eftir fyrir einkaþörfum hennar, sem voru í rífara lagi. Anna kann að vera skynsöm og getur þá takmarkað þarfir sínar, jafn- vel þótt erfitt sé. En kannski verður hún óánægð og ergileg yfir þvi að þurfa alltaf að velta hverri krónu fyrir sér. Hún skap- raunar manni sínum með því að vera stöðugt að gera samanburð á kjörum sínum fyrr og nú, og hjónabandið fer út um þúfur. Segja má að þetta sé foreldrunum að kenna; það er misskilin umhyggja fyrir börnunum að láta þau búa ókeypis heima. Þurfi foreldrar ekki á peningum að halda fyrir fæði og húsnæði má láta þá i banka og geta þeir komið sér vel, t.d. þegar Anna giftist. Hún er þá alin upp um leið til að skilja þær fjárhagslegar skuldbindingar, sem heimilishald hefur í för með sér. Það kann að fara eins fyrir piltum. Ef þeir hafa fengið ókeypis fæði og húsnæði heima, hvernig er þá hægt að ætlast til, að þeir skilji, að konur þeirra þurfi pen- inga fyrir mat, hreinlætisvörur o.þ.h. Stofnun heimilis Allir vita að mikið þarf til að stofna heimili. Hjónaefni geta lagt fyrir sig eftir- farandi spurningar til að fá yfirlit yfir með hverju móti hægt sé að eignast bús- munina. 1. Eigum við að bíða þangað til við höf- um aurað saman fyrir því sem við þurfum til heimilisstofnunar? HÖSPREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.