Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 38

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 38
Máftur málsins Framhald af bls. 17 Anna er einnig skjólstæðingur Önnu Maju. En hún er full mótþróa. Hún lítur tortryggnislega í kringum sig og vissulega er það hún sem er aðalpersónan. Algot hvíslar þó stöku sinnum, en Anna segir aldrei nokkurt orð. Hver getur botnað í öðru eins? Nei. Það skilur enginn. 1 hvert sinn, er kennslukonan fer að tala við Önnu verður dauðakyrrð í bekknum, allir hlusta með athygli og bíða eftir svarinu, sem aldrei kemur. Þögnin verður smám saman full gremju og lítilsvirðingar, óþolandi. Æsingin vex með hverjum deginum sem líður, og enginn efast lengur um, að Anna frá Vestra-Fossi er nú sem stendur þýð- ingarmesta og einkennilegasta viðfangs- efni skólans. Þessi æsing eykst með hverri kennslustund. Hvernig getur nokkur lært að lesa, sem ekki getur talað? Þetta er óskiljanleg vera, þrjóskufull, óviðráðan- leg. Bömin verða sárgröm út í hana. Og kennslukonan, hvað skyldi hún hugsa? I hverju stundahléi spjalla börnin og rök- ræða um þessa óheillavænlegu þögn. — Þú ættir að geta skilið, að þú verður að svara, þegar kennslukonan spyr þig, segir Emma í ávítunarrómi við hina mál- lausu Önnu. En hún horfir bara á hana ákaflega þrjóskuleg á svipinn. Það glamp- ar eitthvað í litlu, dökku augunum, og svo stendur hún og dyntar sér og hangir í snögunum, óskiljanleg, nærri því fjand- samleg. — Uss, segir Emma, tekur mjólkur- flöskuna frá munninum, grettir sig og gætir að, hve mikið er eftir í flöskunni, og svo hvæsir hún út úr sér. — Þú mátt ekki hanga á snögunum, stelpa. Að sjá stelpubjánann! Þá kemur Anna Maja á augabragði og reynir að miðla málum. Hún gengur alveg til Önnu og horfir alvarlega og lengi inn í augu hennar. — Segðu eitthvað ofurlítið, Anna, segir hún sannfærandi. Svo bíður hún og hlust- ar með broslegri ákefð, en Anna stein- þegir auðvitað. — Koma í skólann og vera svona feim- in. Það er agalega bjánalegt, segir Emma. — En ef hún getur nú ekki talað, gríp- ur einhver fram í. — Mamma segir, að hún sé kannski daufdumb. — Hvað er nú það? — Æ, svei. Við skulum ekki vera að glápa á þetta krakkafífl. En einn daginn þarf Emma að trúa kennslukonunni fyrir dálitlu. — Anna er komin af flökkufólki, hvísl- ar hún mjög íbyggin og hátíðleg og lítur framan í kennslukonuna eins og nú muni þá eitthvað fara að greiðast fram úr þessu flókna vandamáli. — Og hann Algot, bæt- ir hún við, hann á enga mömmu. Svo verður hún mjög alvarleg og hugsandi. Hún er að reyna að ráða fram úr ein- hverju, sem er svo óhemju þungbært og voðalegt. Þetta er nú svona í raun og veru. Móð- ir Algots er dáin. Hún dó úr tæringu, og auðvitað er ekkert merkilegt við það. Al- got er hjá föður sínum, og svo á hann litla systur. En það getur samt aldrei ver- ið það sama og að eiga mömmu. Og af því að Algot er móðurlaus, vilja allir honum vel. I hvert skipti, sem Algot stendur upp í þröngu brókunum sínum og horfir niður fyrir sig myrkt og vonleysis- lega, líta öll börnin hálffeimnislega til hans. En hún Anna! Hún á aftur á móti góða mömmu, sem saumar henni fallega kjóla með krögum og leggingum. Og stundum bindur hún rauðan silkiborða um dökku hárlokkana hennar. Hún fléttar þá undir nóttina, svo að þeir falli í fallegum liðum niður um herðar Önnu. Og Anna á meira að segja gula, fallega skó. En hvað svo sem stoðar allt þetta, úr því að hún get- ur aldrei opnað munninn? Þegar Algot situr og reynir að klóra stafi með klunna- legum fingrum, grætur, þegar það verð- ur allt of erfitt, svo að tárin renna ofan á 36 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.